Reykjavík

Fréttamynd

Vinstri beygjan við Eiðs­granda aldrei í hættu

Vinstri beygjan af Hringbraut á Eiðsgranda við JL-húsið er ekki í hættu líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur haldið fram. Beygjan sem lagt er til að hverfi er úr porti nokkrum metrum frá hringtorginu. 

Innlent
Fréttamynd

„Það sem er í gangi núna er bara þjóðar­morð“

Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til samstöðugöngu í dag til stuðnings Palestínu. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 

Innlent
Fréttamynd

Tveir stungnir í að­skildum hópslags­málum

Lögreglu barst tilkynninging um hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt. Þegar málið fór að skýrast kom í ljós að einn hafði verið stunginn í slagsmálunum. Nokkru fyrr hafði verið tilkynnt um sams konar átök í umdæmi lögreglustöðvarinnar í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sam­mála um breytt gatna­mót við JL-húsið

Deilt er um framkvæmdir við JL-húsið sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir gerðar í nafni umferðaröryggis. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir framkvæmdirnar óhjákvæmilegar eftir ítrekaðar kvartanir frá íbúum svæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Annað hvort komist allir í pottinn eða enginn

Konur og kvár komast ekki í sund á Selfossi á kvennafrídaginn en karlar munu geta stungið sér ofan í. Í sundlaugum Reykjavíkurborgar verður annað hvort opið fyrir alla eða lokað fyrir alla en gert er ráð fyrir að þjónusta borgarinnar verði afar skert þennan dag. 

Innlent
Fréttamynd

Breyting í Laugar­­dals­­laug sem gleðja muni for­eldra

Forstöðumaður Laugardalslaugar hlakkar til að taka á móti gestum aftur um helgina eftir nokkura vikna lokun. Búið er að stórbæta laugina, og öryggi og þá geta foreldrar barna glaðst yfir því að barnalaugin verður heitari en hún hefur verið áður. 

Innlent
Fréttamynd

Skrúfa niður í djamminu á Prikinu

Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þú ert með völdin!“

Stuðningsfólk Palestínumanna sótti hart að ráðherrum fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Mótmælendur kröfðust tafarlausrar fordæmingar íslenskra stjórnvalda á árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðustu vikur og afhentu forsætisráðherra lista með tvö þúsund undirskriftum til stuðnings Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

Efling og eig­endurnir sjá um jarðar­förina

Adrian Wisniewski, sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða, segist þakklátur öllum þeim sem hafa sett sig í samband við hann vegna kostnaðar við jarðarför föður hans. Hann segir Eflingu og eiganda húsnæðisins við Funahöfða ætla að stranda straum af kostnaði við jarðarförina. 

Innlent
Fréttamynd

Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum

Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð.

Innlent
Fréttamynd

„Getum ekki horft á fjölda­morð í beinni út­sendingu“

Mótmælendur hafa safnast saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ráðherrar halda reglulegan fund. Þess er krafist að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir ísraelska hersins í Palestínu. Forsætisráðherra verður afhendur undirskriftalisti við lok fundar. 

Innlent
Fréttamynd

Sel­tirningar þreyttir á lé­legum grenndar­gámum Reykja­víkur og setja upp sína eigin

Sel­tirningar hafa nú í bí­gerð að koma upp tveimur grenndar­stöðvum á Sel­tjarnar­nesi. Bæjar­stjóri Sel­tjarnar­ness segir íbúa vestur­bæjar Reykja­víkur því ekki þurfa að hafa á­hyggjur af auknu á­lagi á grenndar­gáma í Vestur­bænum. Hann hefur á­hyggjur af nýjum gang­brautar­ljósum við JL húsið og segir íbúa ekki spennta yfir til­hugsuninni um sam­einingu við Reykja­vík.

Innlent
Fréttamynd

Af­vopnaður með hníf í mið­borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afvopnaði mann, sem var ógnandi og vopnaður hnífi, í miðborginni í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem fjallað er um helstu verkefni embættisins í dag. Ekki kemur fram hvort maðurinn hafi verið handtekinn.

Innlent
Fréttamynd

Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið

Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur í Lækjar­götu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tveir bílar rákust saman í Lækjargötu í Reykjavík skömmu eftir klukkan átta í morgun.

Innlent