Innlent

Barn lamið í höfuðið með skóflu

Árni Sæberg skrifar
Slagsmálin brutust út í Kópavogi.
Slagsmálin brutust út í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um slagsmál í Kópavogi í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði var mikill æsingur á vettvangi. Flytja þurfti einn á bráðamóttöku sem hafði verið laminn í höfuðið með skóflu. Barnavernd var gert viðvart um málið, þar sem hinn lamdi er ekki orðinn sjálfráða.

Þetta segir í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir að töluvert hafi verið um ölvunar- og hávaðatilkynningar í höfuðborginni þessa nóttina. Sex manns hafi fengið að gista fangageymslur í nótt.

Dyraverðir sagðir hafa beitt kynferðisofbeldi

Í dagbókinni segir frá því að tilkynnt hafi verið um kynferðisofbeldi að hálfu dyravarða á skemmtistað í miðborginni í nótt. Ekki sé meira vitað um málið þegar dagbókarfærslan er rituð.

Þá segir að tilkynnt hafi verið um æstan mann við veitingastað í miðborginni en hann hafi ekki fundist. Einnig hafi verið tilkynnt um mann með skerta meðvitund eftir fall í hálku, utan við öldurhús í miðborginni. Hann hafi verið fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×