Vill axla ábyrgð eftir misheppnað rán á Pizzunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2024 15:56 Pizzan er staðsett í verslunarkjarnanum Hverafold í Grafarvogi. Hverafold 23 ára karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rán á veitingastaðnum Pizzunni fyrir rúmum tveimur árum. Hann hafði lítið upp úr krafsinu og missti bæði síma sinn og lykla á vettvangi glæpsins. Hann sagðist fyrir dómi vilja axla ábyrgð á brotum sínum en hann hefur farið í meðferð vegna fíknivanda. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn á dögunum. Þar kemur fram að karlmaðurinn hafi í nóvember 2021 mætt grímuklæddur og vopnaður hnífi á útibú Pizzunnar í Hverafold í Grafarvogi í þeim tilgangi að komast yfir reiðufé. Karlmaðurinn fór beint inn fyrir afgreiðsluborðið og opnaði sjóðvél staðarins þar sem var að finna um átján þúsund krónur. Hann var kunnugur staðháttum en hann var fyrrverandi starfsmaður Pizzunnar. Missti síma sinn og lykil Er starfsfólk varð vart við manninn ógnaði hann fólkinu með hnífnum með því að beina honum í áttina til þeirra. Sagði hann eitthvað á þá leið að hann yrði að gera þetta. Hljóp hann þvínæst út af staðnum en ekki vildi betur til en svo að í hamagangnum missti hann farsíma sinn og lykil. Starfsfólkið tók gripina í sína vörslu en karlmaðurinn sneri aftur til að vitja munanna. Eftir orðaskipti reyndi kona sem vann á staðnum að ná taki á honum. Brást hann við með því að sveifla hnífnum að henni. Hljóp hann svo á brott. Annar starfsmaður og vegfarandi yfirburðu manninn á næstu grösum og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang. Sagðist vilja axla ábyrgð Málið tók skamma stund í meðferð dómstóla því maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Hann sagðist fyrir dómi hafa leitað sér aðstoðar eftir atvikið og farið í meðferð vegna fíknar sinnar bæði á Íslandi og erlendis. Gögn staðfestu frásögn mannsins. Hann væri nú í vinnu erlendis þar sem hann byggi og væri laus við lyfin. Sagðist hann vilja axla ábyrgð á verknaði sínum. Karlmaðurinn hefur ekki áður hlotið dóm fyrir ofbeldi. Dómurinn leit til ungs aldurs hans og játningar. Þá hefði hann ekki haft neitt upp úr krafsinu við ránið. Þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing og var hún skilorðsbundin þar sem málið hefði tekið svo langan tíma í meðferð þrátt fyrir að vera hvorki umfangsmikið né flókið. Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn á dögunum. Þar kemur fram að karlmaðurinn hafi í nóvember 2021 mætt grímuklæddur og vopnaður hnífi á útibú Pizzunnar í Hverafold í Grafarvogi í þeim tilgangi að komast yfir reiðufé. Karlmaðurinn fór beint inn fyrir afgreiðsluborðið og opnaði sjóðvél staðarins þar sem var að finna um átján þúsund krónur. Hann var kunnugur staðháttum en hann var fyrrverandi starfsmaður Pizzunnar. Missti síma sinn og lykil Er starfsfólk varð vart við manninn ógnaði hann fólkinu með hnífnum með því að beina honum í áttina til þeirra. Sagði hann eitthvað á þá leið að hann yrði að gera þetta. Hljóp hann þvínæst út af staðnum en ekki vildi betur til en svo að í hamagangnum missti hann farsíma sinn og lykil. Starfsfólkið tók gripina í sína vörslu en karlmaðurinn sneri aftur til að vitja munanna. Eftir orðaskipti reyndi kona sem vann á staðnum að ná taki á honum. Brást hann við með því að sveifla hnífnum að henni. Hljóp hann svo á brott. Annar starfsmaður og vegfarandi yfirburðu manninn á næstu grösum og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang. Sagðist vilja axla ábyrgð Málið tók skamma stund í meðferð dómstóla því maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Hann sagðist fyrir dómi hafa leitað sér aðstoðar eftir atvikið og farið í meðferð vegna fíknar sinnar bæði á Íslandi og erlendis. Gögn staðfestu frásögn mannsins. Hann væri nú í vinnu erlendis þar sem hann byggi og væri laus við lyfin. Sagðist hann vilja axla ábyrgð á verknaði sínum. Karlmaðurinn hefur ekki áður hlotið dóm fyrir ofbeldi. Dómurinn leit til ungs aldurs hans og játningar. Þá hefði hann ekki haft neitt upp úr krafsinu við ránið. Þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing og var hún skilorðsbundin þar sem málið hefði tekið svo langan tíma í meðferð þrátt fyrir að vera hvorki umfangsmikið né flókið.
Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira