Reykjavík Koma upp neyslurými í einingahúsum Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. Innlent 21.11.2023 07:01 Einn ók á ljósastaur sem féll á annan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna umferðarslyss á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Þar hafði bifreið verið ekið á ljósastaur, með þeim afleiðingum að staurinn féll ofan á aðra bifreið. Innlent 21.11.2023 06:56 Gott að geta gefið til baka: „Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák“ Skólastjóri Laugarlækjaskóla segir gott að geta gefið til baka til Grindvíkinga, en hann bjó sjálfur í Grindavík sem unglingur. Elstu bekkir grunnskólanemenda úr bænum fá aðstöðu til náms í skólanum. Nemendur ætla að taka vel á móti jafnöldrum sínum í Grindavík. Innlent 20.11.2023 23:01 Tveggja bíla árekstur við Sæbraut Tveggja bíla árekstur varð nú á áttunda tímanum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Er Sæbraut lokuð til austurs á meðan viðbragðsaðilar athafna sig á vettvangi. Innlent 20.11.2023 19:51 Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. Innlent 20.11.2023 13:00 Bullað látlaust í erlendum ferðamönnum Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður hendir í langan pistil þar sem hún spyr hvort íslenskir leiðsögumenn romsi bulli yfir erlenda ferðamenn? Innlent 20.11.2023 12:05 Hótanir og áreiti vegna vegglistaverks: „Ef ég gæti tekið þig niður og barið þig þá myndi ég gera það“ Listakonan Julia Mai Linnéa Maria hefur unnið að listaverki við Vegamótastíg með skilaboðunum „Frjáls Palestína“ og „Vopnahlé strax“. Hún heldur ótrauð áfram þrátt fyrir áreiti og skemmdir á verkinu. Innlent 19.11.2023 22:41 Handtóku mann og losnuðu svo ekki við hann Karlmaður var handtekinn í gærkvöldi fyrir ógnandi tilburði og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Eftir að varðstjóri hafði rætt við manninn á lögreglustöð var hann hvattur til að fara heim til sín að hvíla sig. Hann kom í tvígang aftur á lögreglustöðina og endaði á því að fá að gista fangageymslur. Innlent 19.11.2023 07:41 Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. Innlent 18.11.2023 21:47 Glæsileg sýning á skrautdúfum Þær voru skrautlegar dúfurnar sem voru til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en um eitt hundrað skrautdúfur voru á sýningunni, meðal annars hláturdúfur. Innlent 18.11.2023 20:30 Úrræði fyrir grindvísk skólabörn tekin í gagnið í næstu viku Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrstu formlegu úrræði grindvískra skólabarna verði tekin í gagnið í skólum í Reykjavík á miðvikudaginn. Þetta segir hann á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í Skógarhlíð í dag. Innlent 18.11.2023 14:00 Þriggja ára drengur tekinn hálstaki og foreldrarnir ekki látnir vita Móðir þriggja ára drengs, sem tekinn var hálstaki af leikskólakennara, segir miður að foreldrar hafi ekki verið látnir vita af atvikinu fyrr en seint og um síðir. Innlent 18.11.2023 11:04 Reykjavíkurborg leiðandi í húsnæðisuppbyggingu Tryggt þak yfir höfuðið er undirstaða daglegs lífs, það veitir öryggi og skjól sem öllum er lífsnauðsynlegt. Núna í vetrarbyrjun voru 2.853 íbúðir í byggingu í Reykjavík og fjölgar um rúmlega 12% milli ára, 2.884 íbúðir eru í samþykktar í deiliskipulagi og 2565 á byggingarhæfum lóðum Skoðun 18.11.2023 07:31 Tilnefnd til verðlauna fyrir Kúmen og lúxusbíósal í þaki Kringlunnar Kringlan verslunarmiðstöð hefur hlotið tilnefningu til hinna virtu Revo´s verðlauna í Bretlandi. Framkvæmdastjóri segir það hafa verið djarfa hugmynd að byggja bíósal upp úr þakinu. Viðskiptavinir séu mjög ánægðir með breytingarnar, sem og breytingarnar á mathöllinni. Viðskipti innlent 17.11.2023 18:25 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásar í Úlfarsárdal Fimm menn voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar lögreglu á skotárás í Úlfarsárdal í Reykjavík í byrjun mánaðarins. Innlent 17.11.2023 17:03 Halli sviptir hulunni af Bláa herberginu: Tekur oftast Elvis í karaokí Haraldur Þorleifsson opnar með formlegum hætti bíósal, hið svokallaða Bláa herbergi, á veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar gefst gestum tækifæri á að halda fund, horfa á kvikmynd eða að fara í karaokí. Sjálfur segist Haraldur mikill karaokí maður. Lífið 17.11.2023 14:02 Starfshópur skipaður til að finna lausnir á húsnæði fyrir Grindvíkinga Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að greina og kynna lausnir fyrir húsnæði fyrir Grindvíkinga, með áherslu á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga, vegna afleiðinga náttúruhamfara við Grindavík. Innlent 17.11.2023 12:56 Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. Innlent 17.11.2023 12:16 Ljósin kveikt á jólakettinum Jólakötturinn á Lækjartorgi verður tendraður á morgun klukkan 17. Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kveikir ljósin undir á meðan lúðrasveitin Svanur flytur nokkur vel valin jólalög. Lífið 17.11.2023 11:33 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir öllum fimm Gæsluvarðhald yfir fimm mönnum, sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni að Silfratjörn í Úlfarsárdal þann 2. nóvember síðastliðinn, rennur út í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir öllum fimm. Innlent 17.11.2023 11:09 Uppbygging um alla borg Þessa stundina eru 2853 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Uppbyggingin á sér stað um alla borg en stærstu stöku reitirnir eru Heklureitur, Orkureitur og Grensásvegur 1. Þá er byrjað að byggja í Ártúnshöfða, í hverfi þar sem nokkur þúsund íbúðir mun rísa á næstu árum, og nýframkvæmdir eru enn í fullum gangi í Vogabyggð og í Úlfarsárdal. Skoðun 17.11.2023 11:01 Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu íbúða í Reykjavík Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík fer fram í Sjálfstæðissalnum á Hótel Parliament. Innlent 17.11.2023 08:45 Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Borgarráð samþykkti í dag að greitt yrði fyrir aðgengi Grindvíkinga að fjölbreyttri þjónustu í Reykjavík. Þá var verkaskipting varðandi skólamál til umræðu. Fáni Grindavíkurbæjar var dreginn að húni við Ráðhúsið. Innlent 16.11.2023 15:36 Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. Innlent 16.11.2023 15:03 Opna dagdvöl fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að ganga til samstarfs við Samhjálp um rekstur dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að vera með gegn hlutdeild í kostnaði. Innlent 16.11.2023 15:00 Ægisíðan verulega ógeðsleg Bjarni Brynjólfsson fyrrverandi upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir ástandið við Ægisíðuna slæmt og fjörukantinn þar verulega ógeðslegan: Endalausar skólpleifar í þarabunkum, leifar af klósettpappír og fleira miður geðslegt. Innlent 16.11.2023 14:54 Arkitektahönnuð íbúð með stórbrotnu útsýni í Vesturbænum Við Fálkagötu í Vesturbænum er falleg arkitektahönnuð 86,6 fermetra íbúð til sölu. Eignin er í eigu Helga Steinars Helgasonar arkitekts sem hefur búið sér einstaklega fallegt heimili. Ásett verð fyrir eignina er 84,9 milljónir. Lífið 16.11.2023 13:33 Bílastæðum breytt í grænt torg Hvernig er hægt að gera Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðarhverfi og Öskjuhlíðarhverfi enn betri með nýju hverfisskipulagi? Þín ráð, kæri lesandi, geta haft áhrif á hvernig til tekst, ef þú skoðar tillögurnar sem liggja nú frammi til kynningar og skilar inn þínum ábendingum. Skoðun 16.11.2023 13:02 Hvað kosta ódýrar lóðir? Á síðustu fimmtíu árum hefur byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fimm sinnum talið yfir 1.000 fullgerðar íbúðir í lok árs en meðaltalið er rúmlega 600 íbúðir. Eitt skiptið var 1986. Hin fjögur skiptin eru síðustu fjögur ár. Á sama tíma hefur íbúum borgarinnar fjölgað um meira en 20 þúsund. Þessi mikli áhugi fólks á því að búa í borginni hefur þannig skapað húsnæðisskort á tímum metuppbyggingar. Skoðun 16.11.2023 11:46 Vy-þrif kærð til lögreglu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki. Innlent 16.11.2023 10:45 « ‹ 71 72 73 74 75 76 77 78 79 … 334 ›
Koma upp neyslurými í einingahúsum Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. Innlent 21.11.2023 07:01
Einn ók á ljósastaur sem féll á annan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna umferðarslyss á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Þar hafði bifreið verið ekið á ljósastaur, með þeim afleiðingum að staurinn féll ofan á aðra bifreið. Innlent 21.11.2023 06:56
Gott að geta gefið til baka: „Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák“ Skólastjóri Laugarlækjaskóla segir gott að geta gefið til baka til Grindvíkinga, en hann bjó sjálfur í Grindavík sem unglingur. Elstu bekkir grunnskólanemenda úr bænum fá aðstöðu til náms í skólanum. Nemendur ætla að taka vel á móti jafnöldrum sínum í Grindavík. Innlent 20.11.2023 23:01
Tveggja bíla árekstur við Sæbraut Tveggja bíla árekstur varð nú á áttunda tímanum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Er Sæbraut lokuð til austurs á meðan viðbragðsaðilar athafna sig á vettvangi. Innlent 20.11.2023 19:51
Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. Innlent 20.11.2023 13:00
Bullað látlaust í erlendum ferðamönnum Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður hendir í langan pistil þar sem hún spyr hvort íslenskir leiðsögumenn romsi bulli yfir erlenda ferðamenn? Innlent 20.11.2023 12:05
Hótanir og áreiti vegna vegglistaverks: „Ef ég gæti tekið þig niður og barið þig þá myndi ég gera það“ Listakonan Julia Mai Linnéa Maria hefur unnið að listaverki við Vegamótastíg með skilaboðunum „Frjáls Palestína“ og „Vopnahlé strax“. Hún heldur ótrauð áfram þrátt fyrir áreiti og skemmdir á verkinu. Innlent 19.11.2023 22:41
Handtóku mann og losnuðu svo ekki við hann Karlmaður var handtekinn í gærkvöldi fyrir ógnandi tilburði og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Eftir að varðstjóri hafði rætt við manninn á lögreglustöð var hann hvattur til að fara heim til sín að hvíla sig. Hann kom í tvígang aftur á lögreglustöðina og endaði á því að fá að gista fangageymslur. Innlent 19.11.2023 07:41
Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. Innlent 18.11.2023 21:47
Glæsileg sýning á skrautdúfum Þær voru skrautlegar dúfurnar sem voru til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en um eitt hundrað skrautdúfur voru á sýningunni, meðal annars hláturdúfur. Innlent 18.11.2023 20:30
Úrræði fyrir grindvísk skólabörn tekin í gagnið í næstu viku Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrstu formlegu úrræði grindvískra skólabarna verði tekin í gagnið í skólum í Reykjavík á miðvikudaginn. Þetta segir hann á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í Skógarhlíð í dag. Innlent 18.11.2023 14:00
Þriggja ára drengur tekinn hálstaki og foreldrarnir ekki látnir vita Móðir þriggja ára drengs, sem tekinn var hálstaki af leikskólakennara, segir miður að foreldrar hafi ekki verið látnir vita af atvikinu fyrr en seint og um síðir. Innlent 18.11.2023 11:04
Reykjavíkurborg leiðandi í húsnæðisuppbyggingu Tryggt þak yfir höfuðið er undirstaða daglegs lífs, það veitir öryggi og skjól sem öllum er lífsnauðsynlegt. Núna í vetrarbyrjun voru 2.853 íbúðir í byggingu í Reykjavík og fjölgar um rúmlega 12% milli ára, 2.884 íbúðir eru í samþykktar í deiliskipulagi og 2565 á byggingarhæfum lóðum Skoðun 18.11.2023 07:31
Tilnefnd til verðlauna fyrir Kúmen og lúxusbíósal í þaki Kringlunnar Kringlan verslunarmiðstöð hefur hlotið tilnefningu til hinna virtu Revo´s verðlauna í Bretlandi. Framkvæmdastjóri segir það hafa verið djarfa hugmynd að byggja bíósal upp úr þakinu. Viðskiptavinir séu mjög ánægðir með breytingarnar, sem og breytingarnar á mathöllinni. Viðskipti innlent 17.11.2023 18:25
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásar í Úlfarsárdal Fimm menn voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar lögreglu á skotárás í Úlfarsárdal í Reykjavík í byrjun mánaðarins. Innlent 17.11.2023 17:03
Halli sviptir hulunni af Bláa herberginu: Tekur oftast Elvis í karaokí Haraldur Þorleifsson opnar með formlegum hætti bíósal, hið svokallaða Bláa herbergi, á veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar gefst gestum tækifæri á að halda fund, horfa á kvikmynd eða að fara í karaokí. Sjálfur segist Haraldur mikill karaokí maður. Lífið 17.11.2023 14:02
Starfshópur skipaður til að finna lausnir á húsnæði fyrir Grindvíkinga Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að greina og kynna lausnir fyrir húsnæði fyrir Grindvíkinga, með áherslu á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga, vegna afleiðinga náttúruhamfara við Grindavík. Innlent 17.11.2023 12:56
Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. Innlent 17.11.2023 12:16
Ljósin kveikt á jólakettinum Jólakötturinn á Lækjartorgi verður tendraður á morgun klukkan 17. Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kveikir ljósin undir á meðan lúðrasveitin Svanur flytur nokkur vel valin jólalög. Lífið 17.11.2023 11:33
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir öllum fimm Gæsluvarðhald yfir fimm mönnum, sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni að Silfratjörn í Úlfarsárdal þann 2. nóvember síðastliðinn, rennur út í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir öllum fimm. Innlent 17.11.2023 11:09
Uppbygging um alla borg Þessa stundina eru 2853 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Uppbyggingin á sér stað um alla borg en stærstu stöku reitirnir eru Heklureitur, Orkureitur og Grensásvegur 1. Þá er byrjað að byggja í Ártúnshöfða, í hverfi þar sem nokkur þúsund íbúðir mun rísa á næstu árum, og nýframkvæmdir eru enn í fullum gangi í Vogabyggð og í Úlfarsárdal. Skoðun 17.11.2023 11:01
Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu íbúða í Reykjavík Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík fer fram í Sjálfstæðissalnum á Hótel Parliament. Innlent 17.11.2023 08:45
Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Borgarráð samþykkti í dag að greitt yrði fyrir aðgengi Grindvíkinga að fjölbreyttri þjónustu í Reykjavík. Þá var verkaskipting varðandi skólamál til umræðu. Fáni Grindavíkurbæjar var dreginn að húni við Ráðhúsið. Innlent 16.11.2023 15:36
Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. Innlent 16.11.2023 15:03
Opna dagdvöl fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að ganga til samstarfs við Samhjálp um rekstur dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að vera með gegn hlutdeild í kostnaði. Innlent 16.11.2023 15:00
Ægisíðan verulega ógeðsleg Bjarni Brynjólfsson fyrrverandi upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir ástandið við Ægisíðuna slæmt og fjörukantinn þar verulega ógeðslegan: Endalausar skólpleifar í þarabunkum, leifar af klósettpappír og fleira miður geðslegt. Innlent 16.11.2023 14:54
Arkitektahönnuð íbúð með stórbrotnu útsýni í Vesturbænum Við Fálkagötu í Vesturbænum er falleg arkitektahönnuð 86,6 fermetra íbúð til sölu. Eignin er í eigu Helga Steinars Helgasonar arkitekts sem hefur búið sér einstaklega fallegt heimili. Ásett verð fyrir eignina er 84,9 milljónir. Lífið 16.11.2023 13:33
Bílastæðum breytt í grænt torg Hvernig er hægt að gera Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðarhverfi og Öskjuhlíðarhverfi enn betri með nýju hverfisskipulagi? Þín ráð, kæri lesandi, geta haft áhrif á hvernig til tekst, ef þú skoðar tillögurnar sem liggja nú frammi til kynningar og skilar inn þínum ábendingum. Skoðun 16.11.2023 13:02
Hvað kosta ódýrar lóðir? Á síðustu fimmtíu árum hefur byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fimm sinnum talið yfir 1.000 fullgerðar íbúðir í lok árs en meðaltalið er rúmlega 600 íbúðir. Eitt skiptið var 1986. Hin fjögur skiptin eru síðustu fjögur ár. Á sama tíma hefur íbúum borgarinnar fjölgað um meira en 20 þúsund. Þessi mikli áhugi fólks á því að búa í borginni hefur þannig skapað húsnæðisskort á tímum metuppbyggingar. Skoðun 16.11.2023 11:46
Vy-þrif kærð til lögreglu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki. Innlent 16.11.2023 10:45