Grétar Sigfinnur dæmdur fyrir stórfelld skattsvik Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2023 22:58 Grétari Sigfinni verður gert að greiða tæpar 64 milljón krónur í sekt. Vísir/Vilhelm Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi og fyrirliði KR, Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelld skattsvik. Honum hefur einnig verið gert að greiða tæpra 64 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Samkvæmt dómi sem birtur var fyrsta desember síðastliðinn stóð Grétar skil á efnislega röngum skattframtölum frá árunum 2018 til 2020 með því að hafa vanframtalið rúmlega 76 milljónir króna í tekjum og því komist hjá því að greiða tæplega 32 milljón krónur í skatt. Ásetningur eða stórfellt hirðuleysi Í dómnum kemur fram að í júlí ársins 2020 hafi Skattrannsóknarstjóri ríkisins hafið formlega rannsókn sem beindist að Grétari og tveimur einkahlutafélögum sem tengdust honum. Niðurstaða Skattrannsóknarstjóra var sú að greiðslur Grétars frá þessum einkahlutafélögum auk greiðslna frá íþróttafélagi sem hann starfaði fyrir hefðu verið vanframtaldar. Einnig kom fram í tilkynningu frá Skattrannsóknarstjóra sem beint var til ákærða 30. desember ársins 2020 að Skattrannsóknarstjóri teldi að þessi brot hefðu verið framin af ásetningi eða stórfelldu hirðuleysi og að þau gætu þar af leiðandi varðað hann refsiábyrgð. Játaði brotin Í maí ársins 2022 gaf Grétar framburðarskýrslu hjá héraðssaksóknara og í þeirri skýrslu sagðist hann ekki hafa framið brotin af ásetningi heldur að um mistök væri að ræða vegna skorts á yfirsýn á fyrirtækjarekstur. Einnig sagði hann að hann hefði í einlægni staðið í trú um að skattframtölin sín væru lögmæt og að hann hafi strax leitast við að standa skil á þeim skattgreiðslum sem honum og fyrirtækjum hans bæri að greiða. Grétar játaði brotin skýlaust og í dómi kemur fram að tekið hafi verið tillit til þess auk þess að hann hafi ekki áður gerst brotlegur við refsilög. Dómsmál Reykjavík Fótbolti Efnahagsbrot KR Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Honum hefur einnig verið gert að greiða tæpra 64 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Samkvæmt dómi sem birtur var fyrsta desember síðastliðinn stóð Grétar skil á efnislega röngum skattframtölum frá árunum 2018 til 2020 með því að hafa vanframtalið rúmlega 76 milljónir króna í tekjum og því komist hjá því að greiða tæplega 32 milljón krónur í skatt. Ásetningur eða stórfellt hirðuleysi Í dómnum kemur fram að í júlí ársins 2020 hafi Skattrannsóknarstjóri ríkisins hafið formlega rannsókn sem beindist að Grétari og tveimur einkahlutafélögum sem tengdust honum. Niðurstaða Skattrannsóknarstjóra var sú að greiðslur Grétars frá þessum einkahlutafélögum auk greiðslna frá íþróttafélagi sem hann starfaði fyrir hefðu verið vanframtaldar. Einnig kom fram í tilkynningu frá Skattrannsóknarstjóra sem beint var til ákærða 30. desember ársins 2020 að Skattrannsóknarstjóri teldi að þessi brot hefðu verið framin af ásetningi eða stórfelldu hirðuleysi og að þau gætu þar af leiðandi varðað hann refsiábyrgð. Játaði brotin Í maí ársins 2022 gaf Grétar framburðarskýrslu hjá héraðssaksóknara og í þeirri skýrslu sagðist hann ekki hafa framið brotin af ásetningi heldur að um mistök væri að ræða vegna skorts á yfirsýn á fyrirtækjarekstur. Einnig sagði hann að hann hefði í einlægni staðið í trú um að skattframtölin sín væru lögmæt og að hann hafi strax leitast við að standa skil á þeim skattgreiðslum sem honum og fyrirtækjum hans bæri að greiða. Grétar játaði brotin skýlaust og í dómi kemur fram að tekið hafi verið tillit til þess auk þess að hann hafi ekki áður gerst brotlegur við refsilög.
Dómsmál Reykjavík Fótbolti Efnahagsbrot KR Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira