Lífið

Lekker listamannaíbúð í Vestubænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð og endurhönnuð síðastliðin ár á afar smekklegan máta.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð og endurhönnuð síðastliðin ár á afar smekklegan máta. Lind fasteignasala

Glæsileg og mikið endurnýjuð sérhæð við Víðimel 58 í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu. Eignin er um 139 fermetrar að stærð með sérinngangi og bílskúr. Ásett verð er 115,9 milljónir. 

Eigendur eignarinnar eru listahjónin Guðmundur Annas Árnason og Hildur Sumarliðadóttir. Hildur starfar sem hágreiðslukona auk þess að vera menntuð fatahönnuður. Guðmundur er söngvari hljómsveitarinnar Fjöll. 

Alrými samanstendur af stofu, eldhús og borðstofu. Lind fasteignasala
Falleg listaverk prýða veggi heimilisins.Lind fasteignasala

Á fasteignavef Vísis kemur fram að eignin skiptist í forstofu, þrjú svefnherbergi, tvær stofur, eldhús,  baðherbergi og bílskúr, sem búið er að standsetja sem stúdíóíbúð.

Eldhús og stofur eru í samliggjandi og opnu björtu rými. Á gólfi er gegnheilt eikarparket í fiskibeinamunstri sem gefur rýminu skandínavískt og sjarmerandi yfirbragð.

Í eldhúsi er hvít og stílhrein innrétting með góðu skápaplássi og steyptri plötu á borðum.

Eldhús var fært og endurnýjað árið 2015.Lind fasteignasala
Lind fasteignasala
Hjónaherbegið er stílhreint og notalegt.Lind fasteignasala
Guðmundur getur sinnt tónlistinni heima við.Lind fasteignasala
Baðherbergi var endurnýjað á töff hátt árið 2017.Lind fasteignasala






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.