Reykjavík

Fréttamynd

Gætu borgað fyrir lyftu og viðhald með nýrri hæð

Húsfélög lyftulausra fjölbýlishúsa gætu niðurgreitt uppsetningu á lyftu með því að bæta nýrri hæð ofan á hús sín, samkvæmt nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi í Reykjavík. Markmiðið er að bæta aðgengi og gera eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Bólu­setninga­bílinn farinn af stað

Bólusetningabíll Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fór í sína fyrstu ferð í dag en fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar bókað heimsókn frá bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynnt um svartan reyk frá Eldsmiðjunni

Talsverður viðbúnaður var við Suðurlandsbraut 12 nú fyrir stuttu og voru bæði slökkvilið og lögregla á staðnum. Að sögn slökkviliðs tilkynnti vegfarandi um svartan reyk stíga upp frá húsinu. 

Innlent
Fréttamynd

Röðull, Ruby Tues­day og nú fjöl­breytt hverfiskaffi­hús

Í Skipholti 19 í Reykjavík gengur sögufrægt húsnæði nú í endurnýjun lífdaga. Eftir að hafa hýst veitingastaðinn Ruby Tuesday og Röðulinn, einn vinsælasta skemmtistað landsins á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar, rís þar nú brátt hverfiskaffihús, bókabúð og alhliða menningarmiðstöð fyrir rithöfunda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keyptu eina dýrustu lúxusíbúð í Reykjavík

Búið er að selja 337 fermetra lúxusþakíbúð við Austurhöfn við hlið Hörpu. Félagið K&F ehf. keypti eignina en félagið er í eigu hjónanna Kesara Margrét Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti

Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja bíla árekstur við Sæbraut

Þriggja bíla árekstur varð við gatnamót Sæbrautar og Dalbrautar í Reykjavík fyrir stuttu. Þetta staðfestir slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu

Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart.

Innlent
Fréttamynd

Risasamningur lokakaflinn í sögunni endalausu

Menntamálaráðuneytið er að semja um rúmlega tveggja milljarða króna nýbyggingu á lóð Menntaskólans í Reykjavík, sem þýðir að senn ætti að hilla undir langþráðar framkvæmdir á lóð skólans. Deilt hefur verið um Cösu Christi áratugum saman, en nú kunna örlög hennar að vera ráðin.

Innlent
Fréttamynd

Ban­vænasta árið frá upp­hafi mælinga

Haldið er upp á minningar­dag trans fólks víða um heim í dag og þar er Ís­land ekki undan­skilið. Dagurinn er helgaður minningunni um trans fólk sem hefur verið myrt eða svipt sig lífi í gegnum tíðina.

Innlent
Fréttamynd

Börn skipa sess í borgar­menningu

Ég vil að Reykjavíkurborg verði enn betra heimili fyrir börn. Á þessu kjörtímabili hefur heilmargt verið lagt að mörkum til að svo megi verða.

Skoðun
Fréttamynd

Oslóar­tréð fellt í Heið­mörk

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það.

Innlent
Fréttamynd

Neitar að hafa kallað trans­ konu „karl í kerlinga­pels“

Aðalmeðferð í máli fyrrum dyravarðar skemmtistaðarins Hverfisbarsins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dyravörðurinn er ákærður fyrir brot á lögum vegna mismununar, fyrir að hafa meinað Sæborgu Ninju Urðardóttur aðgang að skemmtistaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Baráttan um borgina að hefjast

Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg.

Innherji
Fréttamynd

Mannréttindabrot í miðbænum

Íslandsdeild Amnesty International ýtti úr vör meiri háttar herferð í fyrradag. Yfirskriftin er Þitt nafn bjargar lífi - og um er að ræða stærstu mannréttindaherferð í heimi, sem í ár fagnar 20 ára afmæli.

Innlent
Fréttamynd

Snýst pólitík um uppbyggingu eða niðurrif?

Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana.

Skoðun
Fréttamynd

Tekinn á 105 á 60-götu og kvaðst vera að flýta sér

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann bifreiðar í Hlíðunum fyrir of hraðan akstur, en viðkomandi ók langt yfir hámarkshraða. Samkvæmt dagbók lögreglu sagðist viðkomandi einfaldlega hafa verið að flýta sér.

Innlent