Reykjavík Bætum rétt barna sem eiga tvö heimili Á fundi borgarráðs lagði ég til fyrir hönd Flokks fólksins að reglur um strætókort handa nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar yrðu rýmkaðar. Taka ætti mið af bæði lögheimili og búsetuheimili barns og að börn, sem sækja skóla í öðru skólahverfi en lögheimili þeirra segir til um, ættu einnig rétt á strætókorti. Skoðun 16.10.2021 10:00 Hverfisskipulag fjölgar bílastæðum við Bústaðaveg Samkvæmt vinnutillögum hverfiskipulags mun bílastæðum fjölga við Bústaðaveg úr 400 í að minnsta kosti 500 stæði. Tillögurnar, sem eru nú í kynningar- og samráðsferli, gera ráð fyrir því að á svæði sem sem afmarkast af Grensásvegi i vestri og Réttarholtsvegi í austri geti risið blanda af atvinnuhúsnæði og íbúðum. Stærð þessa svæðis er 35 þúsund fermetrar og er byggingarmagn áætlað 18,5 þúsund fermetrar, þar af eru sjö þúsund fermetrar í bílakjöllurum. Skoðun 16.10.2021 07:00 Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. Innlent 15.10.2021 23:27 Þjónar gengu út af Snaps í síðustu viku: „Það er engan bilbug á okkur að finna“ Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg sagði starfi sínu lausu á dögunum vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Í samtali við Vísi í vikunni sögðu fyrrverandi starfsmenn óánægjuna snúa að launakjörum, undirmönnum og samskiptavanda eftir stjórnendaskipi. Viðskipti innlent 15.10.2021 20:39 Eitruð könguló barst á heimili í Reykjavík með vínberjum Eitruð könguló sem á rætur að rekja til Norður-Ameríku barst til Reykjavíkur í september í rauðum vínberjaklasa. Sérfræðingur er heillaður af dýrinu enda séu fá kvikindi jafn aðdáundarverð og köngulær. Innlent 15.10.2021 14:39 „Þetta er skandall og meiriháttar skipulagslegt stórslys“ Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs hefur sent menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra athugasemd vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hjúkrunarheimilis á lóð Bogarholtsskóla í Grafarvogi. Skólameistari Borgarholtsskóla tekur undir athugasemdirnar og segir borgarstjóra ekki hafa svarað beiðnum sínum um fund vegna málsins í meira en tvö ár. Innlent 15.10.2021 14:20 Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“ Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma. Körfubolti 15.10.2021 08:00 Rakang Thai og Blásteini lokað: Erfið ákvörðun en ákveðinn léttir Veitingastaðnum Rakang Thai og sportbarnum Blásteini í Hraunbænum var lokað í síðustu viku. Guðmundur Ingi Þóroddsson, eigandi staðanna, segir undanfarin ár hafa reynst mjög erfið í rekstri vegna Covid-19. Ákvörðunin hafi verið erfið en henni fylgi ákveðinn léttir. Viðskipti innlent 15.10.2021 08:00 Eldur í hannyrðastofu Borgaskóla Eldur kom upp í Borgaskóla í Grafarvogi í gærkvöldi. Þegar slökkvilið bar að garði var brunaviðvörunarkerfið í gangi og vatnsúðakerfi einnig í hluta skólans. Innlent 15.10.2021 06:56 „Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað“ Ásmundur Helgason, annar eigandi kaffihússins Gráa kattarins, var mjög gagnrýninn á þau sem stóðu að framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019, við aðalmeðferð í dómsmáli eigandanna gegn Reykjavíkurborg. Eigendur krefjast 18,5 milljóna króna í skaðabætur frá borginni vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af árinu 2019. Hann líkti aðstæðunum á umræddu tímabili á Hverfisgötu við stríðsástand. Innlent 14.10.2021 21:32 Á fimmtíu gítara og spilar á fullt af hljóðfærum Það er með ólíkindum hvað Sigurjón Matthíasson, sem er nýorðin 70 ára getur spilað á mörg hljóðfæri því hann er alveg lamaður öðrum megin í líkamanum og getur því aðeins notað aðra höndina við spilamennskuna. Sigurjón á meðal annars fimmtíu gítara. Innlent 14.10.2021 21:01 Gamli tíminn mætti þeim nýja við nýja viðbyggingu Gamla garðs Isabel Alejandra Díaz og Björn Bjarnason, núverandi og fyrrverandi forsetar Stúdentaráðs Háskóla Íslands vígðu í dag nýja viðbyggingu elsta stúdentagarðs háskólastúdenta, Gamla Garðs. Innlent 14.10.2021 17:37 Þessar tillögur urðu fyrir vali Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt Niðurstöður úr íbúakosningunni Hverfið mitt liggja nú fyrir en metþátttaka var í kosningunni í ár. Þegar kosningunni lauk á hádegi var kosningaþátttakan rúm 16 prósent. Innlent 14.10.2021 16:42 Aldrei fleiri tekið þátt og stór verkefni framundan Íbúakosningunni Hverfið mitt í Reykjavík lauk klukkan 12 í dag en metþátttaka var í kosningunum í ár að sögn verkefnisstjóra. Nú verður hafist handa við að fara yfir niðurstöðurnar og undirbúa framkvæmd verkefna. Innlent 14.10.2021 12:51 Segir starfsmenn hafa sinnt Fossvogsskólaverkefninu af fagmennsku og heilindum Viðgerðirnar sem standa yfir á Fossvogsskóla eru flókið og ófyrirsjáanlegt verkefni og starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hafa unnið starf sitt af fagmennsku og heilindum. Innlent 14.10.2021 12:01 Ný íbúðabyggð við Bústaðaveg Meðal vinnutillagna í hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði er að leyfa byggingu húsa meðfram Bústaðavegi en þar er mikið vannýtt land sem í dag fer í samsíða götur, umferðareyjur og bílastæði. Skoðun 14.10.2021 10:30 Foreldrar gagnrýna arkitekt og umsjónarmenn endurbóta og krefjast aðkomu að verkefninu Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem finna má þær kröfur sem félagið kom á framfæri við borgarstjóra á fundi með fulltrúum allra árganga á þriðjudag. Fundinn sat einnig skólaráð skólans. Innlent 14.10.2021 09:02 Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. Innlent 14.10.2021 07:00 Alvarlegt mótorhjólaslys á Suðurgötu í Vesturbænum Umferðarslys varð á Suðurgötu í Vesturbæ á nítjánda tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um mótorhjólaslys að ræða. Innlent 13.10.2021 19:29 Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. Innlent 13.10.2021 19:01 Stal veiðigræjum að andvirði þriggja milljóna Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið veiðivörum og íþróttafötum að andvirði rúmra þriggja milljóna króna úr bíl í júní í fyrra. Maðurinn er þá jafnframt sakfelldur fyrir að hafa stolið mat- og snyrtivöru úr Bónus sem alls hefði kostað hann rétt tæpar 5.000 krónur að greiða fyrir. Innlent 13.10.2021 15:34 Gestir Snaps gengu í störf eftir að þjónarnir löbbuðu út Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg hefur sagt starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Viðskipti innlent 13.10.2021 14:01 Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Innlent 13.10.2021 10:59 Slökkvilið komst ekki inn götu fyrir lögðum bílum Dælubíll slökkviliðsins komst ekki inn götu sem hann hafði verið kallað út að nýlega vegna þess hvernig bílum við hana var lagt. Búið var að leggja bílum báðum megin götunnar og hún því orðin allt of þröng fyrir dælubíla. Innlent 13.10.2021 08:54 Flott stigu á stokk á fyrstu Stofutónleikum góðra granna á Grand Nágrannarnir, Ólafsson gin og Alda Music, standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Flott ríður á vaðið í dag. Lífið 13.10.2021 08:00 Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. Innlent 12.10.2021 19:00 Taki tvö ár að vinda ofan af vandanum Forstjóri eins stærsta verktakafyrirtækis landsins segir húsnæðisskortinn í Reykjavík hafa verið fyrirséðan í langan tíma og telur að það muni taka allt að tvö ár að vinda ofan af vandanum. Innlent 12.10.2021 19:00 Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmum Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. Innlent 12.10.2021 17:44 Aldrei jafn mikil umferð á höfuðborgarsvæðinu í september Aldrei áður hefur mælst jafnmikil umferð á höfuðborgarsvæðinu í septembermánuði. Var síðasti mánuður jafnframt næst mesti umferðarmánuður frá upphafi mælinga en örlítið meiri umferð mældist í maí 2019. Innlent 12.10.2021 14:11 Þörf á „nýju Breiðholti“ til að leysa vandann Formaður VR segir að húsnæðismálin verði þungamiðja komandi kjarabaráttu. Neyðarástand blasi við ef húsnæðisþörfinni verður ekki mætt, sem nemi nýju Breiðholti að hans mati. Innlent 12.10.2021 11:34 « ‹ 228 229 230 231 232 233 234 235 236 … 334 ›
Bætum rétt barna sem eiga tvö heimili Á fundi borgarráðs lagði ég til fyrir hönd Flokks fólksins að reglur um strætókort handa nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar yrðu rýmkaðar. Taka ætti mið af bæði lögheimili og búsetuheimili barns og að börn, sem sækja skóla í öðru skólahverfi en lögheimili þeirra segir til um, ættu einnig rétt á strætókorti. Skoðun 16.10.2021 10:00
Hverfisskipulag fjölgar bílastæðum við Bústaðaveg Samkvæmt vinnutillögum hverfiskipulags mun bílastæðum fjölga við Bústaðaveg úr 400 í að minnsta kosti 500 stæði. Tillögurnar, sem eru nú í kynningar- og samráðsferli, gera ráð fyrir því að á svæði sem sem afmarkast af Grensásvegi i vestri og Réttarholtsvegi í austri geti risið blanda af atvinnuhúsnæði og íbúðum. Stærð þessa svæðis er 35 þúsund fermetrar og er byggingarmagn áætlað 18,5 þúsund fermetrar, þar af eru sjö þúsund fermetrar í bílakjöllurum. Skoðun 16.10.2021 07:00
Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. Innlent 15.10.2021 23:27
Þjónar gengu út af Snaps í síðustu viku: „Það er engan bilbug á okkur að finna“ Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg sagði starfi sínu lausu á dögunum vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Í samtali við Vísi í vikunni sögðu fyrrverandi starfsmenn óánægjuna snúa að launakjörum, undirmönnum og samskiptavanda eftir stjórnendaskipi. Viðskipti innlent 15.10.2021 20:39
Eitruð könguló barst á heimili í Reykjavík með vínberjum Eitruð könguló sem á rætur að rekja til Norður-Ameríku barst til Reykjavíkur í september í rauðum vínberjaklasa. Sérfræðingur er heillaður af dýrinu enda séu fá kvikindi jafn aðdáundarverð og köngulær. Innlent 15.10.2021 14:39
„Þetta er skandall og meiriháttar skipulagslegt stórslys“ Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs hefur sent menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra athugasemd vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hjúkrunarheimilis á lóð Bogarholtsskóla í Grafarvogi. Skólameistari Borgarholtsskóla tekur undir athugasemdirnar og segir borgarstjóra ekki hafa svarað beiðnum sínum um fund vegna málsins í meira en tvö ár. Innlent 15.10.2021 14:20
Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“ Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma. Körfubolti 15.10.2021 08:00
Rakang Thai og Blásteini lokað: Erfið ákvörðun en ákveðinn léttir Veitingastaðnum Rakang Thai og sportbarnum Blásteini í Hraunbænum var lokað í síðustu viku. Guðmundur Ingi Þóroddsson, eigandi staðanna, segir undanfarin ár hafa reynst mjög erfið í rekstri vegna Covid-19. Ákvörðunin hafi verið erfið en henni fylgi ákveðinn léttir. Viðskipti innlent 15.10.2021 08:00
Eldur í hannyrðastofu Borgaskóla Eldur kom upp í Borgaskóla í Grafarvogi í gærkvöldi. Þegar slökkvilið bar að garði var brunaviðvörunarkerfið í gangi og vatnsúðakerfi einnig í hluta skólans. Innlent 15.10.2021 06:56
„Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað“ Ásmundur Helgason, annar eigandi kaffihússins Gráa kattarins, var mjög gagnrýninn á þau sem stóðu að framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019, við aðalmeðferð í dómsmáli eigandanna gegn Reykjavíkurborg. Eigendur krefjast 18,5 milljóna króna í skaðabætur frá borginni vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af árinu 2019. Hann líkti aðstæðunum á umræddu tímabili á Hverfisgötu við stríðsástand. Innlent 14.10.2021 21:32
Á fimmtíu gítara og spilar á fullt af hljóðfærum Það er með ólíkindum hvað Sigurjón Matthíasson, sem er nýorðin 70 ára getur spilað á mörg hljóðfæri því hann er alveg lamaður öðrum megin í líkamanum og getur því aðeins notað aðra höndina við spilamennskuna. Sigurjón á meðal annars fimmtíu gítara. Innlent 14.10.2021 21:01
Gamli tíminn mætti þeim nýja við nýja viðbyggingu Gamla garðs Isabel Alejandra Díaz og Björn Bjarnason, núverandi og fyrrverandi forsetar Stúdentaráðs Háskóla Íslands vígðu í dag nýja viðbyggingu elsta stúdentagarðs háskólastúdenta, Gamla Garðs. Innlent 14.10.2021 17:37
Þessar tillögur urðu fyrir vali Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt Niðurstöður úr íbúakosningunni Hverfið mitt liggja nú fyrir en metþátttaka var í kosningunni í ár. Þegar kosningunni lauk á hádegi var kosningaþátttakan rúm 16 prósent. Innlent 14.10.2021 16:42
Aldrei fleiri tekið þátt og stór verkefni framundan Íbúakosningunni Hverfið mitt í Reykjavík lauk klukkan 12 í dag en metþátttaka var í kosningunum í ár að sögn verkefnisstjóra. Nú verður hafist handa við að fara yfir niðurstöðurnar og undirbúa framkvæmd verkefna. Innlent 14.10.2021 12:51
Segir starfsmenn hafa sinnt Fossvogsskólaverkefninu af fagmennsku og heilindum Viðgerðirnar sem standa yfir á Fossvogsskóla eru flókið og ófyrirsjáanlegt verkefni og starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hafa unnið starf sitt af fagmennsku og heilindum. Innlent 14.10.2021 12:01
Ný íbúðabyggð við Bústaðaveg Meðal vinnutillagna í hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði er að leyfa byggingu húsa meðfram Bústaðavegi en þar er mikið vannýtt land sem í dag fer í samsíða götur, umferðareyjur og bílastæði. Skoðun 14.10.2021 10:30
Foreldrar gagnrýna arkitekt og umsjónarmenn endurbóta og krefjast aðkomu að verkefninu Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem finna má þær kröfur sem félagið kom á framfæri við borgarstjóra á fundi með fulltrúum allra árganga á þriðjudag. Fundinn sat einnig skólaráð skólans. Innlent 14.10.2021 09:02
Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. Innlent 14.10.2021 07:00
Alvarlegt mótorhjólaslys á Suðurgötu í Vesturbænum Umferðarslys varð á Suðurgötu í Vesturbæ á nítjánda tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um mótorhjólaslys að ræða. Innlent 13.10.2021 19:29
Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. Innlent 13.10.2021 19:01
Stal veiðigræjum að andvirði þriggja milljóna Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið veiðivörum og íþróttafötum að andvirði rúmra þriggja milljóna króna úr bíl í júní í fyrra. Maðurinn er þá jafnframt sakfelldur fyrir að hafa stolið mat- og snyrtivöru úr Bónus sem alls hefði kostað hann rétt tæpar 5.000 krónur að greiða fyrir. Innlent 13.10.2021 15:34
Gestir Snaps gengu í störf eftir að þjónarnir löbbuðu út Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg hefur sagt starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Viðskipti innlent 13.10.2021 14:01
Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Innlent 13.10.2021 10:59
Slökkvilið komst ekki inn götu fyrir lögðum bílum Dælubíll slökkviliðsins komst ekki inn götu sem hann hafði verið kallað út að nýlega vegna þess hvernig bílum við hana var lagt. Búið var að leggja bílum báðum megin götunnar og hún því orðin allt of þröng fyrir dælubíla. Innlent 13.10.2021 08:54
Flott stigu á stokk á fyrstu Stofutónleikum góðra granna á Grand Nágrannarnir, Ólafsson gin og Alda Music, standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Flott ríður á vaðið í dag. Lífið 13.10.2021 08:00
Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. Innlent 12.10.2021 19:00
Taki tvö ár að vinda ofan af vandanum Forstjóri eins stærsta verktakafyrirtækis landsins segir húsnæðisskortinn í Reykjavík hafa verið fyrirséðan í langan tíma og telur að það muni taka allt að tvö ár að vinda ofan af vandanum. Innlent 12.10.2021 19:00
Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmum Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. Innlent 12.10.2021 17:44
Aldrei jafn mikil umferð á höfuðborgarsvæðinu í september Aldrei áður hefur mælst jafnmikil umferð á höfuðborgarsvæðinu í septembermánuði. Var síðasti mánuður jafnframt næst mesti umferðarmánuður frá upphafi mælinga en örlítið meiri umferð mældist í maí 2019. Innlent 12.10.2021 14:11
Þörf á „nýju Breiðholti“ til að leysa vandann Formaður VR segir að húsnæðismálin verði þungamiðja komandi kjarabaráttu. Neyðarástand blasi við ef húsnæðisþörfinni verður ekki mætt, sem nemi nýju Breiðholti að hans mati. Innlent 12.10.2021 11:34