Kópavogur

Fréttamynd

Bless skaflar - halló vist­vænni sam­göngur

Það er lítill söknuður að löngu gránuðum snjósköflunum og flughálum stéttunum. Auðar stéttir og elsku sólin eru ánægjuleg sjón eftir þungan vetur. Börn á leið í skólann, foreldrar með barnavagna, eldri borgarar í heilsubótargöngu og öll hin sem ganga, taka almenningssamgöngur eða hjóla geta nú gert það að vild.

Skoðun
Fréttamynd

Frían mat í grunn­skóla Kópa­vogs

Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá?

Skoðun
Fréttamynd

Freyja flytur í Hveragerði

Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sveitar­fé­lögin eiga að vera jöfnunar­tæki

Velferðarsjóður barna á Íslandi hélt málþing tileinkað minningu Valgerðar Ólafsdóttur s.l. laugardag. Yfirskriftin var spurningin “Höfum við efni á barnafátækt”. Hið augljósa svar við henni er: Nei.

Skoðun
Fréttamynd

Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon

Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 

Lífið
Fréttamynd

Ekki kominn í leitirnar mánuði síðar

Leitin að Sigurði Kort Hafsteinssyni, 65 ára gömlum karlmanni sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir þann 21. febrúar, hefur ekki enn borið árangur. Þetta staðfestir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, í samtali við Vísi en hann vildi lítið tjáð sig um stöðu málsins.

Innlent
Fréttamynd

Theo­dóra leiðir lista Við­reisnar í Kópa­vogi

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, mun leiða lista Viðreisnar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí næstkomandi. Listinn var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogur-Kharkiv

Stríðið í Úkraínu hefur fært okkur átakanlegar myndir af þjáningum venjulegs fólks, nágranna okkar, sem hafa orðið að þola ólýsanlegar hörmungar. Dag eftir dag fáum við fréttir af árásum á íbúðahverfi, skóla, heilbrigðisstofnanir, menningarstofnanir og aðra innviði, fæsta hernaðarlegs eðlis.

Skoðun
Fréttamynd

Loka í Kópavogsskóla vegna myglu

Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið í­trekað kallað út vegna vatns­leka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast síðasta sólarhringinn þegar vatnsveður gekk yfir borgina. Mikið var um vatnsleka og samtals voru dælubílar slökkviliðsins kallaðir tólf sinnum út til að sinna slíkum verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

Börnin okkar í Kópa­vogi

Ekkert barn á að líða fyrir fátækt foreldra sinna, ekkert foreldri á að þurfa að velja á milli að borga skólamáltíð fyrir barnið sitt eða annan reikning.

Skoðun
Fréttamynd

Ás­dís nýr oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi

Ásdís Kristjánsdóttir er efst í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi en 1099 atkvæði hafa verið talin. Í öðru sæti er Hjördís Ýr Johnson með 329 atkvæði og í þriðja sæti er Andri Steinn Hilmarsson með 347 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Skóli fyrir alla?

Nú þegar íslenskt samfélag tekur á móti fjōlda barna á flótta þurfum við að huga betur að menntun og aðlōgun þessara barna inn í grunnskóla landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Karen í Kópa­vogi kærð til Per­sónu­verndar

Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem sækist eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, hefur verið kærð af trúnaðarmanni innan flokksins til Persónuverndar vegna dreifingar á gögnum um nefndan trúnaðarmann.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða laun hafa hækkað?

Það hefur stundum verið sagt að það sé ekki hægt að bæði borða kökuna og eiga hana. Samtök atvinnurekenda bregðast gjarnan harkalega við þegar kemur að kjaraviðræðum og samtök launþega leggja fram sínar kröfur. Sérstaklega þegar kemur að lægstu launum og óskað er eftir leiðréttingu á þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­mundur hættur störfum í bæjar­stjórn Kópa­vogs

Guðmundur Gísli Geirdal er hættur störfum sem bæjarfulltrúi í Kópavogi. Bæjarstjórn samþykkti beiðni Guðmundar um lausn frá störfum bæjarstjórnar og annarra trúnaðarstarfa fyrir bæjarstjórn Kópavogs til loka kjörtímabils á fundi sínum síðdegis á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Sá sem liggur undir grun laus úr haldi lögreglu

Karlmaður sem var handtekinn í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í húsi við Auðbrekku í Kópavogi í fyrrinótt er laus úr haldi. Húsið var ekki samþykkt íbúðahúsnæði.

Innlent