Farsæl börn á höfuðborgarsvæðinu Ásmundur Einar Daðason, Einar Þorsteinsson, Orri Hlöðversson, Valdimar Víðisson, Brynja Dan Gunnarsdóttir og Halla Karen Kristjánsdóttir skrifa 12. maí 2022 08:31 Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár. Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar. Stórar lagabreytingar samþykktar Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt. Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila. Innleiðing fram undan Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað. Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim. Er ekki bara best að fjárfesta í fólki? Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra Einar Þorsteinsson, Oddviti Framsóknar í Reykjavík Orri Hlöðversson, Oddviti Framsóknar í Kópavogi Valdimar Víðisson, Oddviti Framsóknar í Hafnarfirði Brynja Dan Gunnarsdóttir, Oddviti Framsóknar í Garðabæ Halla Karen Kristjánsdóttir, Oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ásmundur Einar Daðason Einar Þorsteinsson Orri Hlöðversson Valdimar Víðisson Brynja Dan Gunnarsdóttir Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær Hafnarfjörður Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár. Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar. Stórar lagabreytingar samþykktar Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt. Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila. Innleiðing fram undan Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað. Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim. Er ekki bara best að fjárfesta í fólki? Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra Einar Þorsteinsson, Oddviti Framsóknar í Reykjavík Orri Hlöðversson, Oddviti Framsóknar í Kópavogi Valdimar Víðisson, Oddviti Framsóknar í Hafnarfirði Brynja Dan Gunnarsdóttir, Oddviti Framsóknar í Garðabæ Halla Karen Kristjánsdóttir, Oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun