Farsæl börn á höfuðborgarsvæðinu Ásmundur Einar Daðason, Einar Þorsteinsson, Orri Hlöðversson, Valdimar Víðisson, Brynja Dan Gunnarsdóttir og Halla Karen Kristjánsdóttir skrifa 12. maí 2022 08:31 Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár. Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar. Stórar lagabreytingar samþykktar Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt. Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila. Innleiðing fram undan Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað. Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim. Er ekki bara best að fjárfesta í fólki? Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra Einar Þorsteinsson, Oddviti Framsóknar í Reykjavík Orri Hlöðversson, Oddviti Framsóknar í Kópavogi Valdimar Víðisson, Oddviti Framsóknar í Hafnarfirði Brynja Dan Gunnarsdóttir, Oddviti Framsóknar í Garðabæ Halla Karen Kristjánsdóttir, Oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ásmundur Einar Daðason Einar Þorsteinsson Orri Hlöðversson Valdimar Víðisson Brynja Dan Gunnarsdóttir Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær Hafnarfjörður Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár. Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar. Stórar lagabreytingar samþykktar Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt. Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila. Innleiðing fram undan Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað. Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim. Er ekki bara best að fjárfesta í fólki? Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra Einar Þorsteinsson, Oddviti Framsóknar í Reykjavík Orri Hlöðversson, Oddviti Framsóknar í Kópavogi Valdimar Víðisson, Oddviti Framsóknar í Hafnarfirði Brynja Dan Gunnarsdóttir, Oddviti Framsóknar í Garðabæ Halla Karen Kristjánsdóttir, Oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar