Meirihlutinn í Kópavogi fallinn Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 11. maí 2022 15:30 Kópavogur á afmæli í dag 11. maí. Á afmælisdögum er oft ástæða til að líta yfir farinn veg. Það var einmitt gert á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær þar sem farið var yfir málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á þessu kjörtímabili sem nú er að ljúka. Þar taldi ég upp öll þau verkefni sem ekki var lokið en lofað var í málefnasamningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Sorgleg lesning Það var sorgleg lesning því að í málefnasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru 73 verkefni tiltekin en samkvæmt talningu eru verkefnin sem ólokin eru alls 35 talsins eða rétt tæplega helmingur verkefnanna. Það þýðir falleinkunn fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í pólitík, því þó að einkuninn fimm dugi til að skríða í gegn um skólakerfið þá er það alger falleinkunn þegar rætt er um að uppfylla málefnasamning og loforð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til kjósenda í Kópavogi. Framtaksleysi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu hefur verið algert, enda kannski ekki nema von að flokkarnir séu þreyttir eftir nánast 30 ára setu að völdum. Ekki klikka Kosningarnar eru á laugardaginn. Í síðustu kosningum duttu 25% atkvæða dauð og tryggðu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þrátt fyrir að flokkarnir fengju minnihluta atkvæða. Ekki láta það gerast aftur. Í forystu fyrir Samfylkinguna er öflugt fólk, Bergljót, Hákon, Erlendur og Donata, sem mun standa við gefin loforð um fjölbreytni í húsnæðismálum í stað einsleitni, samþættingu í þjónustu fyrir aldraða, hækkun íþróttastyrks og síðast en ekki síst aukið samráð við íbúa í skipulagsmálum. Merkjum við X-S á laugardaginn – að sjálfsögðu. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kópavogur á afmæli í dag 11. maí. Á afmælisdögum er oft ástæða til að líta yfir farinn veg. Það var einmitt gert á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær þar sem farið var yfir málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á þessu kjörtímabili sem nú er að ljúka. Þar taldi ég upp öll þau verkefni sem ekki var lokið en lofað var í málefnasamningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Sorgleg lesning Það var sorgleg lesning því að í málefnasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru 73 verkefni tiltekin en samkvæmt talningu eru verkefnin sem ólokin eru alls 35 talsins eða rétt tæplega helmingur verkefnanna. Það þýðir falleinkunn fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í pólitík, því þó að einkuninn fimm dugi til að skríða í gegn um skólakerfið þá er það alger falleinkunn þegar rætt er um að uppfylla málefnasamning og loforð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til kjósenda í Kópavogi. Framtaksleysi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu hefur verið algert, enda kannski ekki nema von að flokkarnir séu þreyttir eftir nánast 30 ára setu að völdum. Ekki klikka Kosningarnar eru á laugardaginn. Í síðustu kosningum duttu 25% atkvæða dauð og tryggðu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þrátt fyrir að flokkarnir fengju minnihluta atkvæða. Ekki láta það gerast aftur. Í forystu fyrir Samfylkinguna er öflugt fólk, Bergljót, Hákon, Erlendur og Donata, sem mun standa við gefin loforð um fjölbreytni í húsnæðismálum í stað einsleitni, samþættingu í þjónustu fyrir aldraða, hækkun íþróttastyrks og síðast en ekki síst aukið samráð við íbúa í skipulagsmálum. Merkjum við X-S á laugardaginn – að sjálfsögðu. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar