Oddvitaáskorunin: Flutti ræðu lífs síns í svefni og klappaði fyrir sjálfum sér Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2022 21:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Orri Hlöðversson leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Orri Hlöðversson fer fremstur í fararbroddi á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann er fæddur árið 1964 vestur í Landeyjum, austan við Hvolsvöll, en uppalinn í Kópavogi frá 6 ára aldri. Hann er jafnframt búsettur í Kópavogi með fjölskyldunni sinni en hann er giftur Helgu Dagnýju Árnadóttur og þau eiga börnin Valdísi Önnu og Ásgeir Helga. Orri bjó um árabil í Brussel, þar sem hann starfaði bæði hjá Framkvæmdastjórn ESB og sendiráði Bandaríkjanna. Hann varð síðar bæjarstjóri í Hveragerði og gegndi því embætti árin 2002-2006, eða þar til hann sneri aftur á æskuslóðirnar og hefur alið manninn í Kópavogi síðan. Hann hefur undanfarin fimmtán ár gegnt starfi forstjóra Frumherja, hvar hann er einnig í eigendahópi. Orri hefur alla tíð verið virkur í knattspyrnuhreyfingunni, bæði sem iðkandi og stjórnarmaður. Hann var formaður Breiðabliks um tíma og er nú formaður stjórnar Íslensks Toppfótbolta (ÍTF). Hann situr að auki í stjórn KSÍ. Klippa: Oddvitáskorun - Orri Hlöðversson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hjálparfoss í Þjórsárdal. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það fer í taugarnar á mér að sparkvellir við grunnskólana okkar eru ekki upphitaðir. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Er sérlegur áhugamaður um nöfn á sveitabæjum. Hef náð að leggja flest öll nöfn sveitabæja á milli Reykjavíkur og Akureyrar á minnið. Kúskerpi í Skagafirði er með mínum uppáhalds. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Var tekinn í yfirheyrslu af lögreglunni þegar ég var tvítugur vegna bankaráns í Iðnaðarbankanum í Breiðholti 1984. Eyddi deginum í þetta. Var reyndar með fjarvistarsönnun. Málið telst enn óupplýst. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni og döðlur A.K.A. sú daðlaða á Flatbökunni. Hvaða lag peppar þig mest? Romeo's Tune með Steve Forbert. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 50 stykki. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Afhverju borðaði skákmaðurinn alla taflmennina? Því hann hélt að það væru brögð í tafli! Hvað er þitt draumafríi? Næst á listanum er klárlega að fara í langt frí til Burgundy í Frakklandi með mínum nánustu. Með hæfilegri blöndu af vínsmökkun, góðum mat og hreyfingu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Mér fannst 2020 vera erfiðara. Á meðan við sem samfélag vorum að læra að aðlaga okkur að covid. Uppáhalds tónlistarmaður? Bríet og Neil Young. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég flutti ræðu lífs míns í svefni eina nóttina, vakti alla fjölskylduna. Sonur minn var fljótur til og tók hana upp. Hún er samt ekki til útflutnings. Síðan tók ég við spurningum úr sal og klappaði fyrir sjálfum mér í lokin. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Minn maður Robert De Niro. Hefur þú verið í verbúð? Já. Vann eitt haust í sauðfjárslátrun í Borgarnesi þegar ég var 18 ára. Áhrifamesta kvikmyndin? The Deer Hunter. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef ekki horft á einn einasta þátt. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég myndi vilja setjast að í Ölfusi þar sem hestarnir mínir eru nú þegar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Það er klárlega Give it Up með KC & The Sunshine Band. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Orri Hlöðversson leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Orri Hlöðversson fer fremstur í fararbroddi á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann er fæddur árið 1964 vestur í Landeyjum, austan við Hvolsvöll, en uppalinn í Kópavogi frá 6 ára aldri. Hann er jafnframt búsettur í Kópavogi með fjölskyldunni sinni en hann er giftur Helgu Dagnýju Árnadóttur og þau eiga börnin Valdísi Önnu og Ásgeir Helga. Orri bjó um árabil í Brussel, þar sem hann starfaði bæði hjá Framkvæmdastjórn ESB og sendiráði Bandaríkjanna. Hann varð síðar bæjarstjóri í Hveragerði og gegndi því embætti árin 2002-2006, eða þar til hann sneri aftur á æskuslóðirnar og hefur alið manninn í Kópavogi síðan. Hann hefur undanfarin fimmtán ár gegnt starfi forstjóra Frumherja, hvar hann er einnig í eigendahópi. Orri hefur alla tíð verið virkur í knattspyrnuhreyfingunni, bæði sem iðkandi og stjórnarmaður. Hann var formaður Breiðabliks um tíma og er nú formaður stjórnar Íslensks Toppfótbolta (ÍTF). Hann situr að auki í stjórn KSÍ. Klippa: Oddvitáskorun - Orri Hlöðversson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hjálparfoss í Þjórsárdal. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það fer í taugarnar á mér að sparkvellir við grunnskólana okkar eru ekki upphitaðir. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Er sérlegur áhugamaður um nöfn á sveitabæjum. Hef náð að leggja flest öll nöfn sveitabæja á milli Reykjavíkur og Akureyrar á minnið. Kúskerpi í Skagafirði er með mínum uppáhalds. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Var tekinn í yfirheyrslu af lögreglunni þegar ég var tvítugur vegna bankaráns í Iðnaðarbankanum í Breiðholti 1984. Eyddi deginum í þetta. Var reyndar með fjarvistarsönnun. Málið telst enn óupplýst. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni og döðlur A.K.A. sú daðlaða á Flatbökunni. Hvaða lag peppar þig mest? Romeo's Tune með Steve Forbert. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 50 stykki. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Afhverju borðaði skákmaðurinn alla taflmennina? Því hann hélt að það væru brögð í tafli! Hvað er þitt draumafríi? Næst á listanum er klárlega að fara í langt frí til Burgundy í Frakklandi með mínum nánustu. Með hæfilegri blöndu af vínsmökkun, góðum mat og hreyfingu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Mér fannst 2020 vera erfiðara. Á meðan við sem samfélag vorum að læra að aðlaga okkur að covid. Uppáhalds tónlistarmaður? Bríet og Neil Young. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég flutti ræðu lífs míns í svefni eina nóttina, vakti alla fjölskylduna. Sonur minn var fljótur til og tók hana upp. Hún er samt ekki til útflutnings. Síðan tók ég við spurningum úr sal og klappaði fyrir sjálfum mér í lokin. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Minn maður Robert De Niro. Hefur þú verið í verbúð? Já. Vann eitt haust í sauðfjárslátrun í Borgarnesi þegar ég var 18 ára. Áhrifamesta kvikmyndin? The Deer Hunter. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef ekki horft á einn einasta þátt. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég myndi vilja setjast að í Ölfusi þar sem hestarnir mínir eru nú þegar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Það er klárlega Give it Up með KC & The Sunshine Band.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira