Samfylkingin

Fréttamynd

1. júlí reyndist 1. apríl

Ríkisstjórnin lét þjóðina hlaupa apríl þegar hún hélt hátíð í Hörpu og hrósaði sigri yfir veirunni. Í góðri trú hélt fólk út á göturnar og fagnaði í fölskvalausri og grímulausri gleði.

Skoðun
Fréttamynd

Jökullaust Okið

Ég hef alltaf haft gaman af landakortum. Í barnæsku varði ég mörgum stundum í að skoða örnefni og hæðapunkta, lögun fjarða, fjalla og jökla og farvegi fljóta og ímynda mér hvernig þetta liti allt saman út í alvörunni. Jökullinn Ok vakti sérstaka athygli mína vegna þess hve lítill hann virtist á kortinu.

Skoðun
Fréttamynd

Betra fyrir barnafólk

Barnafólk með meðaltekjur hér á landi veit ekkert hvað ég er að tala um þegar ég nefni barnabætur sem búbót fyrir barnafólk. Þau hafa aldrei fengið útborgun frá ríkinu sem ætluð er til að jafna stöðu þeirra gagnvart hinum sem ekki eru með börn á framfæri.

Skoðun
Fréttamynd

„Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“

Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu.

Innlent
Fréttamynd

„Þú hlýtur að vera að grínast“

Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar stendur á gati vegna málflutnings Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um ástandið á húsnæðismarkaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Biðlistastjórnin

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð að íslenska heilbrigðiskerfið ætti að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum og að allir landsmenn eigi að fá notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar sumir eru jafnari en aðrir

Nýjustu fréttir af vendingum í Ásmundarsalarmálinu gefa ákaflega áhugaverða sýn af viðhorfi æðstu ráðamanna til hlutverks lögregluyfirvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Aug­lýsa lang­mest allra flokka á Face­book

Flokkur fólksins er sá ís­lenski stjórn­mála­flokkur sem hefur eytt lang­mestu í aug­lýsingar hjá sam­fé­lags­miðlinum Face­book síðustu níu­tíu daga. Sam­tals hafa stjórn­mála­flokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í aug­lýsingar hjá Face­book á tíma­bilinu.

Innlent
Fréttamynd

„Bilið milli al­mennings og fárra auð­jöfra eykst“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir heildarmyndina af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nú vera að koma í ljós. Allt stefni í kreppu þar sem sumir verða miklu efnaðri á meðan aðrir hafi enn minna milli handanna en áður.

Innlent
Fréttamynd

Síðustu dagar kjörtímabilsins að renna upp á Alþingi

Síðustu dagar þingstarfa á yfirstandandi kjörtímabili eru framundan í vikunni og setja svip sinn á Víglínuna á Stöð 2 í dag. Eldhúsdagsumræður fara fram á morgun og samkvæmt starfsáæltun á þingstörfum á vorþingi að ljúka næst komandi fimmtudag hinn 10. júní.

Innlent
Fréttamynd

Vill nýja ríkis­­­stjórn í anda R-listans

Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, segist lesa það úr ný­legum skoðanakönnunum að flokkur hans geti haft for­göngu um að mynda ríkis­stjórn í anda R-listans eftir kosningar í haust.

Innlent
Fréttamynd

Næsta kjörtímabil ákveðið?

Síðar í dag, mánudaginn 31. maí 2021, munu stjórnarflokkarnir væntanlega samþykkja fjármálaáætlun, til að framkvæma stefnu þeirra til næstu fimm ára. Það er stórfrétt!

Skoðun
Fréttamynd

Meiri kraftur - meira gaman

Nú þegar birtir til, veiran á undanhaldi og við sjáum fram á að endurheimta loksins eðlilegra líf verður að halda vel á spilunum og tryggja að uppgangurinn framundan verði í þágu okkar allra.

Skoðun
Fréttamynd

Ný velferðarstefna fyrir aldraða

Í lok mars lögðum við nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar fram þingsályktunartillögu um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða. Þar er lagt til að snúið verði frá ríkjandi viðhorfum í þjónustu við aldraða og markvisst horfið frá einhliða stofnanasýn.

Skoðun
Fréttamynd

Skaði skattaskjóla

Það var rétt fyrir kosningar haustið 2016 sem starfshópur skilaði fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherrann ákvað að setja skýrsluna ofan í skúffu.

Skoðun
Fréttamynd

Konur eiga betra skilið

Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini.

Skoðun
Fréttamynd

Hefði viljað ganga lengra til að „stoppa lekann á landamærum“

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir miður að ekki hafi verið gengið lengra í frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í nótt við að veita sóttvarnayfirvöldum heimild til að „stöðva lekann á landamærum.“ Hún telur ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar um að kenna.

Innlent
Fréttamynd

Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi

Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi.

Innlent
Fréttamynd

Um hvað snúast stjórnmál

Ég er stundum að heyra og lesa það í fjölmiðlum að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi „ýtt mér“ í annað sætið á lista Samfó í Kraganum. Þannig lít ég nú ekki á það, ef einhver hefði fyrir því að spyrja mig.

Skoðun