Sjálfsmark! Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 9. febrúar 2022 08:30 Í Kastljósþætti RÚV í gærkvöldi, þriðjudag, var rætt um húsnæðisverð og aukna verðbólgu. Þar sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, sem einnig er formaður bæjarráðs og varaformaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, að ástæða hækkandi íbúðaverðs væri skortur á íbúðum og lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Og of hátt lóðaverð. Gagnrýndi hann Reykjavík í þeim efnum. En passaði sig á því að nefna ekki vægast sagt dapra stöðu í Hafnarfirði í þessum efnum - í hans eigin heimabæ, þar sem hann hefur farið með völd síðustu fjögur árin með Sjálfstæðisflokki. Bæjarfulltrúinn hefði nefnilega átt að líta sér nær. Hann sem forystumaður og samstarfsmaður Sjálfstæðisflokksins í meirihluta í Hafnarfirði hefði átt að nefna þá staðreynd, að fólki hefur fækkað í Hafnarfirði. Og ástæðan sú sem bæjarfulltrúinn nefndi sjálfur: Skortur á íbúðum og lóðum í Hafnarfirði! Í Reykjavík og öðrum nágrannasveitarfélögum Hafnarfjarðar hefur verið eðlileg fólksfjölgun á síðustu árum. Þar hefur verið framboð. En ekki í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár, þá fækkaði íbúum Hafnarfjarðar í fyrsta skiptið árið 2020 og íbúaþróun er langt undir viðmiðunum og áætlunum. Ábyrgðin á sleninu og skipulagsleysinu er alfarið Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þegar kemur að húsnæðismálum. Í Hafnarfirði og ekki síður landsstjórninni, þar sem þessir sömu flokkar stjórna. Umbótatillögur Samfylkingarinnar liggja fyrir á landsvísu, svo sem stórhækkun húsnæðis- og vaxtabóta. Í Hafnarfirði munu jafnaðarmenn setja íbúðamálin í forgang vinni þeir sigur í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Í fótboltanum gerist það stundum, að leikmenn slysast til að skjóta boltanum í eigið mark. Það er kallað sjálfsmark. Það var svo sannarlega skorað sjálfsmark í Kastljósinu í gær. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Í Kastljósþætti RÚV í gærkvöldi, þriðjudag, var rætt um húsnæðisverð og aukna verðbólgu. Þar sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, sem einnig er formaður bæjarráðs og varaformaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, að ástæða hækkandi íbúðaverðs væri skortur á íbúðum og lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Og of hátt lóðaverð. Gagnrýndi hann Reykjavík í þeim efnum. En passaði sig á því að nefna ekki vægast sagt dapra stöðu í Hafnarfirði í þessum efnum - í hans eigin heimabæ, þar sem hann hefur farið með völd síðustu fjögur árin með Sjálfstæðisflokki. Bæjarfulltrúinn hefði nefnilega átt að líta sér nær. Hann sem forystumaður og samstarfsmaður Sjálfstæðisflokksins í meirihluta í Hafnarfirði hefði átt að nefna þá staðreynd, að fólki hefur fækkað í Hafnarfirði. Og ástæðan sú sem bæjarfulltrúinn nefndi sjálfur: Skortur á íbúðum og lóðum í Hafnarfirði! Í Reykjavík og öðrum nágrannasveitarfélögum Hafnarfjarðar hefur verið eðlileg fólksfjölgun á síðustu árum. Þar hefur verið framboð. En ekki í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár, þá fækkaði íbúum Hafnarfjarðar í fyrsta skiptið árið 2020 og íbúaþróun er langt undir viðmiðunum og áætlunum. Ábyrgðin á sleninu og skipulagsleysinu er alfarið Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þegar kemur að húsnæðismálum. Í Hafnarfirði og ekki síður landsstjórninni, þar sem þessir sömu flokkar stjórna. Umbótatillögur Samfylkingarinnar liggja fyrir á landsvísu, svo sem stórhækkun húsnæðis- og vaxtabóta. Í Hafnarfirði munu jafnaðarmenn setja íbúðamálin í forgang vinni þeir sigur í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Í fótboltanum gerist það stundum, að leikmenn slysast til að skjóta boltanum í eigið mark. Það er kallað sjálfsmark. Það var svo sannarlega skorað sjálfsmark í Kastljósinu í gær. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun