Nýsköpunarlandið Reykjavík Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 2. febrúar 2022 17:31 Ofurtrú á nágrannalöndin og hvað þau gera í sínum málum á það til að byrgja íslenskum stjórnmálamönnum sýn. Minnimáttarkennd Íslendinga hefur það í för með sér að við eltum aðra en tökum sjaldnast af skarið. Fyrir vikið er Ísland eftirbátur annarra þjóða að mörgu leyti. Ekki síst þegar kemur að tækni og tækninýjungum. Þungt regluverk og íhaldssamir stjórnmálaflokkar sem neita að einfalda hlutina gera það að verkum að hér á landi er erfitt að halda úti virkri nýsköpun. Við hreyfum okkur hægt í umhverfi sem þýtur framhjá. Tækin okkar tala ekki íslensku og næsta vinsæla streymisveita sem stofnuð verður í ár kemur kannski til Íslands eftir fimm ár, eða alls ekki. Við erum eftir á en gætum orðið framtíðarlandið … eða kannski bara framtíðarborgin. Bylting er framundan í tæknigeiranum og á næstu árum verða borgir heimsins að vera móttækilegar fyrir þeim breytingum sem munu eiga sér stað. Ef íslensk stjórnvöld ætla sér að sitja í sínum íhaldssama hestvagni þá getur Reykjavíkurborg engu að síður opnað hjarta sitt þeim fyrirtækjum sem skapa munu framtíðina. Með réttum ákvörðunum, einfaldara regluverki og stjórnmálaflokki sem er tilbúinn að vinna hratt þá getur Reykjavík orðið nýsköpunarborg heimsins. Ég hef fundið fyrir því innan Samfylkingarinnar að það er vilji til að takast á við þessar hröðu breytingar sem eiga sér stað í heiminum með því að nútímavæða ekki borgina heldur framtíðavæða. Í Reykjavík mega alþjóðleg tæknifyrirtæki finna upp framtíðina. Ef það er eitthvað sem heimsfaraldur hefur kennt okkur þá er það að auðvelt er að vinna saman á milli landa með fjarfundabúnaði. Þrátt fyrir að íhaldsöflin sem stýra landinu vilji ekki gera Ísland að nýsköpunarlandi þá er ekkert til fyrirstöðu hjá Reykjavík. Heimsborgin Reykjavík sem verður fimm árum á undan. Ég mun gera mitt í baráttunni til þess að einfalda regluverkið og gera borgina að ákjósanlegum stað fyrir fyrirtæki sem starfa í nýsköpun, hvort sem þau eru íslensk eða ekki. Af mínum samtölum við fólk í tæknigeiranum þá bíða alþjóðleg fyrirtæki í röðum eftir fámennri borg þar sem hægt er að finna upp framtíðina. Reykjavík hefur lausnina og þetta er leiðin. Kjósum Samfylkinguna í vor til þess að Reykjavík verði fremst í röð þegar kemur að alþjóðlegri nýsköpun. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Reykjavík Nýsköpun Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ofurtrú á nágrannalöndin og hvað þau gera í sínum málum á það til að byrgja íslenskum stjórnmálamönnum sýn. Minnimáttarkennd Íslendinga hefur það í för með sér að við eltum aðra en tökum sjaldnast af skarið. Fyrir vikið er Ísland eftirbátur annarra þjóða að mörgu leyti. Ekki síst þegar kemur að tækni og tækninýjungum. Þungt regluverk og íhaldssamir stjórnmálaflokkar sem neita að einfalda hlutina gera það að verkum að hér á landi er erfitt að halda úti virkri nýsköpun. Við hreyfum okkur hægt í umhverfi sem þýtur framhjá. Tækin okkar tala ekki íslensku og næsta vinsæla streymisveita sem stofnuð verður í ár kemur kannski til Íslands eftir fimm ár, eða alls ekki. Við erum eftir á en gætum orðið framtíðarlandið … eða kannski bara framtíðarborgin. Bylting er framundan í tæknigeiranum og á næstu árum verða borgir heimsins að vera móttækilegar fyrir þeim breytingum sem munu eiga sér stað. Ef íslensk stjórnvöld ætla sér að sitja í sínum íhaldssama hestvagni þá getur Reykjavíkurborg engu að síður opnað hjarta sitt þeim fyrirtækjum sem skapa munu framtíðina. Með réttum ákvörðunum, einfaldara regluverki og stjórnmálaflokki sem er tilbúinn að vinna hratt þá getur Reykjavík orðið nýsköpunarborg heimsins. Ég hef fundið fyrir því innan Samfylkingarinnar að það er vilji til að takast á við þessar hröðu breytingar sem eiga sér stað í heiminum með því að nútímavæða ekki borgina heldur framtíðavæða. Í Reykjavík mega alþjóðleg tæknifyrirtæki finna upp framtíðina. Ef það er eitthvað sem heimsfaraldur hefur kennt okkur þá er það að auðvelt er að vinna saman á milli landa með fjarfundabúnaði. Þrátt fyrir að íhaldsöflin sem stýra landinu vilji ekki gera Ísland að nýsköpunarlandi þá er ekkert til fyrirstöðu hjá Reykjavík. Heimsborgin Reykjavík sem verður fimm árum á undan. Ég mun gera mitt í baráttunni til þess að einfalda regluverkið og gera borgina að ákjósanlegum stað fyrir fyrirtæki sem starfa í nýsköpun, hvort sem þau eru íslensk eða ekki. Af mínum samtölum við fólk í tæknigeiranum þá bíða alþjóðleg fyrirtæki í röðum eftir fámennri borg þar sem hægt er að finna upp framtíðina. Reykjavík hefur lausnina og þetta er leiðin. Kjósum Samfylkinguna í vor til þess að Reykjavík verði fremst í röð þegar kemur að alþjóðlegri nýsköpun. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar