Tryggingar Á ekki rétt á bótum eftir Hraunbæjarmálið Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að sýkna Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfum fyrrverandi sérsveitarmanns sem glímdi við sálfræðilegar afleiðingar þess að taka þátt í aðgerðum sérsveitarinnar sem leiddu til dauða manns í Árbæ í Reykjavík í desember 2013. Innlent 13.12.2023 23:38 Normið og neyðin Margir hverjir hafa að undanförnu notið þess að fara í jólahlaðborð með vinnufélögum sínum og fengið gjöf frá sínum atvinnurekanda. Þar sem ég er ekki með fulla starfsorku, þarf ég að reiða mig á framfærslu frá hinu opinbera. Skoðun 12.12.2023 23:01 Mál konunnar sem féll á bakkanum fer ekki lengra Hæstiréttur hefur hafnað beiðni um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli konu sem borginni hefur verið gert að greiða skaðabætur fyrir líkamstjón sem hún varð fyrir þegar hún féll á sundlaugarbakk í Sundhöll Reykjavíkur. Innlent 12.12.2023 13:56 Slysið á hárgreiðslustofunni í Kópavogi fær áheyrn Mál konu sem slasaðist við fall úr stól á hárgreiðslustofu í Kópavogi árið 2017 fær áheyrn hjá Hæstarétti. Rétturinn telur málið hafa fordæmisgildi og féllst á áfrýjunarbeiðni konunnar. Innlent 12.12.2023 13:42 Tjónamat gengið vel en ekki ljóst hve margir ætla að snúa aftur heim Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur unnið að tillögum um helgina sem nú hafa verið sendar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna jarðhræringanna í Grindavík. Tjón í bænum sé nú metið á bilinu sex til átta milljarðar. Innlent 10.12.2023 23:47 Er sumarbústaðurinn öruggur fyrir veturinn? „Orsök tjóns á sumarhúsinu má rekja til leka á heitu vatni sem rann yfir talsverðan tíma án þess að nokkur yrði þess var. Vatn náði að frjósa í lögnum að öllum líkindum vegna bilunar á hringrásardælu fyrir ofnakerfi hússins og síðan hefur byrjað að leka úr rifnum lögnum í næstu þýðu. Slökkvilið var kallað út til að aðstoða við að dæla upp vatni og að þeirra sögn var meira en 10cm vatn yfir öllu gólfi hússins þegar þeir komu á staðinn og mikil gufa í flestum rýmum.“ Skoðun 7.12.2023 07:00 Ekki dæmdar bætur: Réðst á heimili sitt, flúði og ók í veg fyrir lögreglu Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að íslenska ríkið og tvö tryggingafélög beri ekki bótaábyrgð vegna áreksturs sem maður lenti í við lögreglubíl í maí árið 2018. Lögreglubíllinn fór aftan í bíl mannsins með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og maðurinn hálsbrotnaði við það. Innlent 3.12.2023 21:38 Stórkostlegt gáleysi að fjarlægja eggjastokk án leyfis Landsréttur hefur dæmt Sjúkratryggingar Íslands til þess að greiða konu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna stórkostlegs gáleysis læknis. Sá fjarlægði vinstri eggjastokk konunnar án þess að hún veitti samþykki fyrir. Innlent 1.12.2023 16:02 Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. Innlent 29.11.2023 12:07 Maður sem kveikti í eigin veitingastað fer ekki fyrir Hæstarétt Málskotsbeiðni manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að kveikja í eigin veitingastað í Reykjanesbæ árið 2020 hefur verið hafnað. Mál hans verður því ekki tekið fyrir í Hæstarétti. Landsréttur staðfesti í haust dóm héraðsdóms í málinu, þar sem manninum er gert að sæta tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist. Innlent 28.11.2023 10:55 Vissi af ölvun flugmannsins og fær aðeins þriðjung bóta Maður fær ekki fullar slysabætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í umferðarslysi árið 2017. Segir í dómnum að maðurinn hafi í aðdraganda slyssins varið löngum tíma með ökumanni bílsins, sem hafi neytt áfengis í aðdragandanum, og gerst sekur um stórkostlegt gáleysi með því að stíga upp í bílinn vitandi að ökumaðurinn væri drukkinn. Innlent 27.11.2023 08:22 Datt niður stiga og fær níutíu milljónir króna Karlmanni, sem féll niður stiga á skemmtistað árið 2016 og hlaut 75 prósent varanlega örorku af, hefur verið dæmd 91 milljón króna í skaða- og miskabætur. Innlent 19.11.2023 15:01 Kennari fær engar bætur eftir stympingar við nemanda Kona sem hlaut tíu prósent örorku í starfi sínu sem kennari eftir átök við nemanda, sem átti sér sögu um hegðunarvanda, fær engar skaðabætur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans. Innlent 16.11.2023 12:35 Ráðinn framkvæmdastjóri vátryggingasviðs Varðar Einar Sigursteinn Bergþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vátryggingasviðs hjá Verði tryggingum. Einar mun hefja störf 1. janúar næstkomandi og mun taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 16.11.2023 11:57 Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. Innlent 14.11.2023 10:47 Of seint að breyta tryggingum Grindvíkinga Náttúruhamfaratrygging Íslands segir að þar sem búið sé að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn sé ljóst að ekki megi gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir í bænum. Innlent 13.11.2023 10:41 „Við erum ekki að taka meiri áhættu,“ er sagt um hraustlegan vöxt Varðar Iðgjöld Varðar, tryggingafélags Arion banka, jukust um 18,6 prósent á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Stjórnendur segja að vöxturinn stafi ekki af aukinni áhættutöku heldur sé verið að dreifa áhættu með því að stækka á meðal fyrirtækja. Áður hafi áherslan verið á einstaklinga. Innherji 27.10.2023 15:48 Teygði sig eftir símanum og fær skertar bætur Vátryggingafélag Íslands hefur verið sýknað af kröfu manns sem höfðaði mál til heimtu fullra bóta eftir að hafa slasast í bílslysi. Maðurinn hafði teygt sig á eftir farsíma, misst stjórn á bílnum og hafnað á ljósastaur utan vegar. Innlent 26.10.2023 16:56 Ekki dómstóla að skera úr um krónu á móti krónu skerðingu Hæstiréttur vísaði í gær frá aðalkröfum öryrkja og Öryrkjabandalags Íslands um greiðslu vangreiddra bóta og viðurkenningu á greiðsluskyldu Tryggingastofnunar ríkisins vegna meintrar mismununar gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum. Innlent 26.10.2023 13:47 Settist upp í hjá ökumanni í vímu sem bakkaði á ógnarhraða Kona hefur verið dæmd til þess að bera helming tjóns síns, sem hún hlaut eftir umferðarslys, sjálf. Hún settist upp í bíl hjá ökumanni sem var undir áhrifum fíkniefna og bakkaði á ríflega fimmtíu kílómetra hraða. Innlent 25.10.2023 16:36 Datt úr hárgreiðslustól og krafðist skaðabóta Kona sem datt úr hárgreiðslustól og slasaðist fær engar skaðabætur frá tryggingafélagi hárgreiðslustofunnar. Atvikið var talið óhappatilvik og þar af leiðandi enginn talinn bera ábyrgð á slysinu. Innlent 20.10.2023 19:49 Breytingar í stjórnendateymi TM Fríða Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðsmála og sölu hjá TM. Þá hefur Garðar Þ. Guðgeirsson verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnu og áhættu og mun Kjartan Vilhjálmson taka sæti í framkvæmdastjórn yfir lögfræðiþjónustu og vöruþróun hjá félaginu. Viðskipti innlent 19.10.2023 07:48 Sex sagt upp hjá TM eða boðið skert starfshlutfall Tryggingafélagið TM ýmist sagði upp eða bauð sex starfsmönnum skert starfshlutfall í gær. Aðgerðirnar varða fimm mismunandi stöðugildi. Viðskipti innlent 5.10.2023 16:42 Það sé hluthöfum Kviku til hagsbóta að selja TM úr samstæðunni Eftir mikla lækkun á hlutabréfaverði Kviku að undanförnu er ljóst að TM er orðið verulega undirverðlagt innan samstæðu bankans og því eru það hagsmunir hluthafa að selja eininguna frá sér, að sögn greinanda á markaði, en líklegustu kaupendurnir verða að teljast Íslandsbanki og Landsbankinn. Sé litið á efnislegt eigið fé TM er markaðsvirði félagsins, miðað verðlagningu hinna tryggingafélaganna á markaði, líklega nokkuð vel undir 30 milljörðum um þessar mundir. Innherji 5.10.2023 14:36 Ökklabrotnaði við fall í tröppum á Eiðistorgi og fær engar bætur Tryggingafélagið Sjóvá er ekki skaðabótaskylt í máli manns sem féll niður tröppur í verslunarkjarnanum Seltjarnarnesi árið 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu í vikunni ósannað að slysið hafi átt sér stað vegna vanrækslu Sjóvá eða vegna annarra atvika sem myndu gera félagið skaðabótaskylt. Innlent 5.10.2023 10:47 Skokkarinn lagði Reykjavíkurborg með minnsta mun Starfsmaður Reykjavíkurborgar á rétt á slysabótum vegna slyss sem varð þegar hann hljóp heim til sín úr vinnunni. Þrír dómarar Hæstaréttar voru á þessari skoðun en tveir á móti. Þótt skokkarinn hefði ekki farið stystu leið heim þá hefði hún ekki verið úr hófi löng og réttlætanleg þar sem leiðin var um göngustíga. Innlent 4.10.2023 16:14 Kvika boðar sölu á TM og vill styrkja „verulega“ bankastarfsemina Aðeins 30 mánuðum eftir að Kvika og TM sameinuðust formlega hefur stjórn bankans ákveðið að hefja undirbúning að sölu eða skráningu á tryggingafélaginu, sem hefur verið sagt líklega hið „ódýrasta“ á markaði, en tekjusamlegð af bankastarfsemi og tryggingarrekstri hefur reynst „takmörkuð.“ Horft er til þess að greiða út stóran hluta söluandvirðis til hluthafa en bæði greinendur og stórir hluthafar höfðu hvatt Kviku til að skoða sölu eigna með hliðsjón af því að markaðsgengi bankans væri undir upplausnarvirði. Innherji 3.10.2023 21:06 Kvika stefnir á sölu eða skráningu TM Í framhaldi af stefnumótunarvinnu Kviku banka hefur stjórn Kviku tekið ákvörðun um að hefja undirbúning að sölu eða skráningu TM trygginga hf.. Viðskipti innlent 3.10.2023 19:23 Steinunn Linda frá Marel til Varðar Steinunn Linda Jónsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri hjá Verði og mun hefja störf 15. nóvember næstkomandi. Hún kemur til fyrirtækisins frá Marel. Viðskipti innlent 28.9.2023 13:11 Ódýrasta tryggingafélagið á hlutabréfamarkaði sé „líklega“ TM Markaðsvirði Sjóvár og VÍS er næstum tvöfalt á við bókfært virði eigin fjár á meðan fjárfestar verðleggja Kviku, sem á TM, á tæplega bókfært eigið fé. „Þetta er sérstaklega athyglisvert því að rekstur TM er stór hluti“ í rekstri bankans, segir í hlutabréfagreiningu, og TM sé því „líklega“ ódýrasta tryggingafélagið á markaðinum. Innherji 26.9.2023 13:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 16 ›
Á ekki rétt á bótum eftir Hraunbæjarmálið Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að sýkna Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfum fyrrverandi sérsveitarmanns sem glímdi við sálfræðilegar afleiðingar þess að taka þátt í aðgerðum sérsveitarinnar sem leiddu til dauða manns í Árbæ í Reykjavík í desember 2013. Innlent 13.12.2023 23:38
Normið og neyðin Margir hverjir hafa að undanförnu notið þess að fara í jólahlaðborð með vinnufélögum sínum og fengið gjöf frá sínum atvinnurekanda. Þar sem ég er ekki með fulla starfsorku, þarf ég að reiða mig á framfærslu frá hinu opinbera. Skoðun 12.12.2023 23:01
Mál konunnar sem féll á bakkanum fer ekki lengra Hæstiréttur hefur hafnað beiðni um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli konu sem borginni hefur verið gert að greiða skaðabætur fyrir líkamstjón sem hún varð fyrir þegar hún féll á sundlaugarbakk í Sundhöll Reykjavíkur. Innlent 12.12.2023 13:56
Slysið á hárgreiðslustofunni í Kópavogi fær áheyrn Mál konu sem slasaðist við fall úr stól á hárgreiðslustofu í Kópavogi árið 2017 fær áheyrn hjá Hæstarétti. Rétturinn telur málið hafa fordæmisgildi og féllst á áfrýjunarbeiðni konunnar. Innlent 12.12.2023 13:42
Tjónamat gengið vel en ekki ljóst hve margir ætla að snúa aftur heim Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur unnið að tillögum um helgina sem nú hafa verið sendar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna jarðhræringanna í Grindavík. Tjón í bænum sé nú metið á bilinu sex til átta milljarðar. Innlent 10.12.2023 23:47
Er sumarbústaðurinn öruggur fyrir veturinn? „Orsök tjóns á sumarhúsinu má rekja til leka á heitu vatni sem rann yfir talsverðan tíma án þess að nokkur yrði þess var. Vatn náði að frjósa í lögnum að öllum líkindum vegna bilunar á hringrásardælu fyrir ofnakerfi hússins og síðan hefur byrjað að leka úr rifnum lögnum í næstu þýðu. Slökkvilið var kallað út til að aðstoða við að dæla upp vatni og að þeirra sögn var meira en 10cm vatn yfir öllu gólfi hússins þegar þeir komu á staðinn og mikil gufa í flestum rýmum.“ Skoðun 7.12.2023 07:00
Ekki dæmdar bætur: Réðst á heimili sitt, flúði og ók í veg fyrir lögreglu Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að íslenska ríkið og tvö tryggingafélög beri ekki bótaábyrgð vegna áreksturs sem maður lenti í við lögreglubíl í maí árið 2018. Lögreglubíllinn fór aftan í bíl mannsins með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og maðurinn hálsbrotnaði við það. Innlent 3.12.2023 21:38
Stórkostlegt gáleysi að fjarlægja eggjastokk án leyfis Landsréttur hefur dæmt Sjúkratryggingar Íslands til þess að greiða konu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna stórkostlegs gáleysis læknis. Sá fjarlægði vinstri eggjastokk konunnar án þess að hún veitti samþykki fyrir. Innlent 1.12.2023 16:02
Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. Innlent 29.11.2023 12:07
Maður sem kveikti í eigin veitingastað fer ekki fyrir Hæstarétt Málskotsbeiðni manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að kveikja í eigin veitingastað í Reykjanesbæ árið 2020 hefur verið hafnað. Mál hans verður því ekki tekið fyrir í Hæstarétti. Landsréttur staðfesti í haust dóm héraðsdóms í málinu, þar sem manninum er gert að sæta tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist. Innlent 28.11.2023 10:55
Vissi af ölvun flugmannsins og fær aðeins þriðjung bóta Maður fær ekki fullar slysabætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í umferðarslysi árið 2017. Segir í dómnum að maðurinn hafi í aðdraganda slyssins varið löngum tíma með ökumanni bílsins, sem hafi neytt áfengis í aðdragandanum, og gerst sekur um stórkostlegt gáleysi með því að stíga upp í bílinn vitandi að ökumaðurinn væri drukkinn. Innlent 27.11.2023 08:22
Datt niður stiga og fær níutíu milljónir króna Karlmanni, sem féll niður stiga á skemmtistað árið 2016 og hlaut 75 prósent varanlega örorku af, hefur verið dæmd 91 milljón króna í skaða- og miskabætur. Innlent 19.11.2023 15:01
Kennari fær engar bætur eftir stympingar við nemanda Kona sem hlaut tíu prósent örorku í starfi sínu sem kennari eftir átök við nemanda, sem átti sér sögu um hegðunarvanda, fær engar skaðabætur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans. Innlent 16.11.2023 12:35
Ráðinn framkvæmdastjóri vátryggingasviðs Varðar Einar Sigursteinn Bergþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vátryggingasviðs hjá Verði tryggingum. Einar mun hefja störf 1. janúar næstkomandi og mun taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 16.11.2023 11:57
Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. Innlent 14.11.2023 10:47
Of seint að breyta tryggingum Grindvíkinga Náttúruhamfaratrygging Íslands segir að þar sem búið sé að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn sé ljóst að ekki megi gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir í bænum. Innlent 13.11.2023 10:41
„Við erum ekki að taka meiri áhættu,“ er sagt um hraustlegan vöxt Varðar Iðgjöld Varðar, tryggingafélags Arion banka, jukust um 18,6 prósent á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Stjórnendur segja að vöxturinn stafi ekki af aukinni áhættutöku heldur sé verið að dreifa áhættu með því að stækka á meðal fyrirtækja. Áður hafi áherslan verið á einstaklinga. Innherji 27.10.2023 15:48
Teygði sig eftir símanum og fær skertar bætur Vátryggingafélag Íslands hefur verið sýknað af kröfu manns sem höfðaði mál til heimtu fullra bóta eftir að hafa slasast í bílslysi. Maðurinn hafði teygt sig á eftir farsíma, misst stjórn á bílnum og hafnað á ljósastaur utan vegar. Innlent 26.10.2023 16:56
Ekki dómstóla að skera úr um krónu á móti krónu skerðingu Hæstiréttur vísaði í gær frá aðalkröfum öryrkja og Öryrkjabandalags Íslands um greiðslu vangreiddra bóta og viðurkenningu á greiðsluskyldu Tryggingastofnunar ríkisins vegna meintrar mismununar gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum. Innlent 26.10.2023 13:47
Settist upp í hjá ökumanni í vímu sem bakkaði á ógnarhraða Kona hefur verið dæmd til þess að bera helming tjóns síns, sem hún hlaut eftir umferðarslys, sjálf. Hún settist upp í bíl hjá ökumanni sem var undir áhrifum fíkniefna og bakkaði á ríflega fimmtíu kílómetra hraða. Innlent 25.10.2023 16:36
Datt úr hárgreiðslustól og krafðist skaðabóta Kona sem datt úr hárgreiðslustól og slasaðist fær engar skaðabætur frá tryggingafélagi hárgreiðslustofunnar. Atvikið var talið óhappatilvik og þar af leiðandi enginn talinn bera ábyrgð á slysinu. Innlent 20.10.2023 19:49
Breytingar í stjórnendateymi TM Fríða Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðsmála og sölu hjá TM. Þá hefur Garðar Þ. Guðgeirsson verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnu og áhættu og mun Kjartan Vilhjálmson taka sæti í framkvæmdastjórn yfir lögfræðiþjónustu og vöruþróun hjá félaginu. Viðskipti innlent 19.10.2023 07:48
Sex sagt upp hjá TM eða boðið skert starfshlutfall Tryggingafélagið TM ýmist sagði upp eða bauð sex starfsmönnum skert starfshlutfall í gær. Aðgerðirnar varða fimm mismunandi stöðugildi. Viðskipti innlent 5.10.2023 16:42
Það sé hluthöfum Kviku til hagsbóta að selja TM úr samstæðunni Eftir mikla lækkun á hlutabréfaverði Kviku að undanförnu er ljóst að TM er orðið verulega undirverðlagt innan samstæðu bankans og því eru það hagsmunir hluthafa að selja eininguna frá sér, að sögn greinanda á markaði, en líklegustu kaupendurnir verða að teljast Íslandsbanki og Landsbankinn. Sé litið á efnislegt eigið fé TM er markaðsvirði félagsins, miðað verðlagningu hinna tryggingafélaganna á markaði, líklega nokkuð vel undir 30 milljörðum um þessar mundir. Innherji 5.10.2023 14:36
Ökklabrotnaði við fall í tröppum á Eiðistorgi og fær engar bætur Tryggingafélagið Sjóvá er ekki skaðabótaskylt í máli manns sem féll niður tröppur í verslunarkjarnanum Seltjarnarnesi árið 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu í vikunni ósannað að slysið hafi átt sér stað vegna vanrækslu Sjóvá eða vegna annarra atvika sem myndu gera félagið skaðabótaskylt. Innlent 5.10.2023 10:47
Skokkarinn lagði Reykjavíkurborg með minnsta mun Starfsmaður Reykjavíkurborgar á rétt á slysabótum vegna slyss sem varð þegar hann hljóp heim til sín úr vinnunni. Þrír dómarar Hæstaréttar voru á þessari skoðun en tveir á móti. Þótt skokkarinn hefði ekki farið stystu leið heim þá hefði hún ekki verið úr hófi löng og réttlætanleg þar sem leiðin var um göngustíga. Innlent 4.10.2023 16:14
Kvika boðar sölu á TM og vill styrkja „verulega“ bankastarfsemina Aðeins 30 mánuðum eftir að Kvika og TM sameinuðust formlega hefur stjórn bankans ákveðið að hefja undirbúning að sölu eða skráningu á tryggingafélaginu, sem hefur verið sagt líklega hið „ódýrasta“ á markaði, en tekjusamlegð af bankastarfsemi og tryggingarrekstri hefur reynst „takmörkuð.“ Horft er til þess að greiða út stóran hluta söluandvirðis til hluthafa en bæði greinendur og stórir hluthafar höfðu hvatt Kviku til að skoða sölu eigna með hliðsjón af því að markaðsgengi bankans væri undir upplausnarvirði. Innherji 3.10.2023 21:06
Kvika stefnir á sölu eða skráningu TM Í framhaldi af stefnumótunarvinnu Kviku banka hefur stjórn Kviku tekið ákvörðun um að hefja undirbúning að sölu eða skráningu TM trygginga hf.. Viðskipti innlent 3.10.2023 19:23
Steinunn Linda frá Marel til Varðar Steinunn Linda Jónsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri hjá Verði og mun hefja störf 15. nóvember næstkomandi. Hún kemur til fyrirtækisins frá Marel. Viðskipti innlent 28.9.2023 13:11
Ódýrasta tryggingafélagið á hlutabréfamarkaði sé „líklega“ TM Markaðsvirði Sjóvár og VÍS er næstum tvöfalt á við bókfært virði eigin fjár á meðan fjárfestar verðleggja Kviku, sem á TM, á tæplega bókfært eigið fé. „Þetta er sérstaklega athyglisvert því að rekstur TM er stór hluti“ í rekstri bankans, segir í hlutabréfagreiningu, og TM sé því „líklega“ ódýrasta tryggingafélagið á markaðinum. Innherji 26.9.2023 13:01