Snuðuðu mann með heilaskaða um ellefu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 09:04 Birkir Jóhannsson er forstjóri TM. TM Tryggingafélagið TM mátti ekki skerða bætur til karlmanns sem slasaðist alvarlega á hestbaki. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi ósanngjarnt og óheiðarlegt af fyrirtækinu að bera fyrir sig kvittun fyrir fullnaðargreiðslu. Það var í byrjun ágúst 2019 sem karlmaðurinn féll af hestbaki. Hann varð við fallið fyrir alvarlegum meiðslum og komu fjöláverkar í ljós við rannsóknir á sjúkrahúsi. Í framhaldinu greindust aðrir og enn alvarlegri áverkar á borð við mænuskaða, áfallastreituröskun og heilaskaða. Karlmaðurinn var með slysatryggingu hjá TM sem lét vinna örorkumat. Það hljóðaði upp á 52 prósent örorku og var borið undir trúnaðarlækni. Hann leiðrétti matið og var varanleg læknisfræðileg örorka mannsins metin 77 prósent og vísað til hálsbrots, mænuskaða, þvagleka, getuleysis, brota í miðhandarbeinum, áfallastreituröskunar og vitrænnar skerðingar eftir heilaskaða. Ef tekið væri tillit til svokallaðrar hlutfallsreglu væri varanleg læknisfræðileg örorka mannsins um þriðjungi minni, eða 54 prósent. Karlmanninum var tilkynnt um þetta og samþykkti með undirskrift sinni bætur upp á 8,8 milljónir króna. Ágreiningurinn í málinu sneri að því hvort TM hefði mátt nota fyrrnefnda hlutfallsreglu og skerða þannig mat á bótum til viðskiptavinar síns. TM sagðist reiðubúið til að sinna vinnslu vel og rétt Karlmaðurinn leitaði að lokum til Fulltingis sem gerði kröfu um bætur miðað við 77 prósenta varanlega örorku. Á meðal gagna málsins var tölvupóstur frá manninum til TM þar sem hann lýsti yfir skilningsleysi sínu á matinu en að hann treysti TM til að finna rétta og sanngjarna lausn á málinu. Hann hefði aldrei ráðið sér lögfræðing og ætlaði ekki að byrja á því í þessu máli. Í tölvupósti frá honum til TM eftir ákvörðun um 8,8 milljóna króna bætur lýsti karlmaðurinn yfir óánægju með fjárhæðina og skilningsleysi. Hann hefði verið hvattur til að leita til lögfræðings en hann væri ekki þannig gerður að vilja blanda öðrum í sín mál. TM svaraði og gerði tilraun til að útskýra matið fyrir manninum. Þar var nefnt að honum væri frjálst að leita lögfræðilegs álits en ekki væri þörf á því þar sem um frekar einfalda tryggingu væri að ræða. TM væri meira en reiðubúið til að sinna vinnslu málsins vel og rétt. Héraðsdómur Reykjavíkur horfði til þessara tölvupóstssamskipta við úrlausn sína á málinu. Af þeim væri ekki ráðið að karlmaðurinn hefði gert sér grein fyrir að TM ætlaði að beita hlutfallsreglu þegar hann kvittaði fyrir lokagreiðslu frá TM. Þá hefði TM ekki gert tilraun til að útskýra beitingu reglunnar fyrir honum þrátt fyrir að hann hefði ítrekað lýst yfir skilningsleysi á örorkumatinu og óánægju sinni með það. Hefðu þurft að vera skýrir í skilmálum sínum Dómurinn horfði til þess að umrædd kvittun varðaði skaðabótakröfu manns vegna líkamstjóns og hann hafði ríka hagsmuni af því að fá tjón sitt að fullu bætt. Þá leit dómurinn til aðstöðumunar á milli aðila málsins. TM með sína lögfræðinga og mannsins sem naut ekki lögfræðiaðstoðar og hafði orðið fyrir heilaskaða. Ákvað dómurinn að víkja kvittun fyrir lokagreiðslunni til hliðar þar sem óheiðarlegt og ósanngjarnt væri af TM að bera kvittunina fyrir sig; að maðurinn væri búinn að samþykkja lokagreiðslu. Þá benti dómurinn á að hvergi í skilmálum TM væri þess getið að beita skuli hlutfallsreglu þegar um fjöláverka sé að ræða, eins og var óumdeilt í tilviki mannsins. TM hefði þurft að taka fram skýrt í skilmálum sínum ef fyrirtækið teldi að beita ætti hlutfallsreglu við læknisfræðilegt heildarmat á miska af völdum fjöláverka. TM yrði að bera hallann af þessu. Var það mat héraðsdóms að TM hefði ekki mátt skerða bætur til mannsins. Var TM dæmt til að greiða manninum rúmlega 20 milljónir króna í bætur að frádreginni 8,8 milljóna króna sem þegar höfðu verið lagðar inn á manninn. Lögmenn karlmannsins hjá Fulltingi ræddu niðurstöðu dómsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snúinn aftur til starfa en fær engin verkefni Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Það var í byrjun ágúst 2019 sem karlmaðurinn féll af hestbaki. Hann varð við fallið fyrir alvarlegum meiðslum og komu fjöláverkar í ljós við rannsóknir á sjúkrahúsi. Í framhaldinu greindust aðrir og enn alvarlegri áverkar á borð við mænuskaða, áfallastreituröskun og heilaskaða. Karlmaðurinn var með slysatryggingu hjá TM sem lét vinna örorkumat. Það hljóðaði upp á 52 prósent örorku og var borið undir trúnaðarlækni. Hann leiðrétti matið og var varanleg læknisfræðileg örorka mannsins metin 77 prósent og vísað til hálsbrots, mænuskaða, þvagleka, getuleysis, brota í miðhandarbeinum, áfallastreituröskunar og vitrænnar skerðingar eftir heilaskaða. Ef tekið væri tillit til svokallaðrar hlutfallsreglu væri varanleg læknisfræðileg örorka mannsins um þriðjungi minni, eða 54 prósent. Karlmanninum var tilkynnt um þetta og samþykkti með undirskrift sinni bætur upp á 8,8 milljónir króna. Ágreiningurinn í málinu sneri að því hvort TM hefði mátt nota fyrrnefnda hlutfallsreglu og skerða þannig mat á bótum til viðskiptavinar síns. TM sagðist reiðubúið til að sinna vinnslu vel og rétt Karlmaðurinn leitaði að lokum til Fulltingis sem gerði kröfu um bætur miðað við 77 prósenta varanlega örorku. Á meðal gagna málsins var tölvupóstur frá manninum til TM þar sem hann lýsti yfir skilningsleysi sínu á matinu en að hann treysti TM til að finna rétta og sanngjarna lausn á málinu. Hann hefði aldrei ráðið sér lögfræðing og ætlaði ekki að byrja á því í þessu máli. Í tölvupósti frá honum til TM eftir ákvörðun um 8,8 milljóna króna bætur lýsti karlmaðurinn yfir óánægju með fjárhæðina og skilningsleysi. Hann hefði verið hvattur til að leita til lögfræðings en hann væri ekki þannig gerður að vilja blanda öðrum í sín mál. TM svaraði og gerði tilraun til að útskýra matið fyrir manninum. Þar var nefnt að honum væri frjálst að leita lögfræðilegs álits en ekki væri þörf á því þar sem um frekar einfalda tryggingu væri að ræða. TM væri meira en reiðubúið til að sinna vinnslu málsins vel og rétt. Héraðsdómur Reykjavíkur horfði til þessara tölvupóstssamskipta við úrlausn sína á málinu. Af þeim væri ekki ráðið að karlmaðurinn hefði gert sér grein fyrir að TM ætlaði að beita hlutfallsreglu þegar hann kvittaði fyrir lokagreiðslu frá TM. Þá hefði TM ekki gert tilraun til að útskýra beitingu reglunnar fyrir honum þrátt fyrir að hann hefði ítrekað lýst yfir skilningsleysi á örorkumatinu og óánægju sinni með það. Hefðu þurft að vera skýrir í skilmálum sínum Dómurinn horfði til þess að umrædd kvittun varðaði skaðabótakröfu manns vegna líkamstjóns og hann hafði ríka hagsmuni af því að fá tjón sitt að fullu bætt. Þá leit dómurinn til aðstöðumunar á milli aðila málsins. TM með sína lögfræðinga og mannsins sem naut ekki lögfræðiaðstoðar og hafði orðið fyrir heilaskaða. Ákvað dómurinn að víkja kvittun fyrir lokagreiðslunni til hliðar þar sem óheiðarlegt og ósanngjarnt væri af TM að bera kvittunina fyrir sig; að maðurinn væri búinn að samþykkja lokagreiðslu. Þá benti dómurinn á að hvergi í skilmálum TM væri þess getið að beita skuli hlutfallsreglu þegar um fjöláverka sé að ræða, eins og var óumdeilt í tilviki mannsins. TM hefði þurft að taka fram skýrt í skilmálum sínum ef fyrirtækið teldi að beita ætti hlutfallsreglu við læknisfræðilegt heildarmat á miska af völdum fjöláverka. TM yrði að bera hallann af þessu. Var það mat héraðsdóms að TM hefði ekki mátt skerða bætur til mannsins. Var TM dæmt til að greiða manninum rúmlega 20 milljónir króna í bætur að frádreginni 8,8 milljóna króna sem þegar höfðu verið lagðar inn á manninn. Lögmenn karlmannsins hjá Fulltingi ræddu niðurstöðu dómsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snúinn aftur til starfa en fær engin verkefni Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira