Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Jón Þór Stefánsson skrifar 17. mars 2024 17:48 Kaupverðið verður samkvæmt tilboðinu 28,6 milljarðar króna. Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. Kaupverðið verður samkvæmt tilboðinu 28,6 milljarðar króna og mun Landsbankinn greiða fyrir hlutaféð með reiðufé. Búist er við því að kaupverðið muni taka breytingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku. „Eftir að hafa metið tilboðin með ráðgjöfum sínum hefur stjórn Kviku ákveðið að taka tilboði Landsbankans hf. með það að markmiði að ljúka endanlegri áreiðanleikakönnun og undirrita kaupsamning milli bankanna um kaup og sölu 100% hlutafjár TM eins fljótt og auðið er, með hefðbundnum fyrirvörum, s.s. samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að kaupverðið miðist við efnahagsreikning TM í lok árs 2023. „Endanlegt kaupverð verður aðlagað miðað við breytingar á efnislegu eigin fé TM frá upphafi árs 2024 til afhendingardags en fjárhæð breytingarinnar mun bætast við eða dragast frá kaupverðinu í tilboðinu.“ Þá segir að samkvæmt rekstrarspá TM sé gert ráð fyrir að hagnaður félagsins verði rúmlega þrír milljarðar króna á rekstrarárinu 2024. Eignarhlutur Kviku í TM í lok árs 2023 var bókfærður á samtals 26,8 milljarða króna. „Við erum mjög ánægð með að söluferli Kviku á TM sé nú komið á þann stað að hægt sé að ganga að kauptilboði Landsbankans með það að markmiði að ljúka sölunni. Ef ferlið leiðir til undirritunar kaupsamnings verður það til hagsbóta fyrir alla aðila, Kviku, Landsbankann og TM, viðskiptavini þeirra, hluthafa og aðra hagaðila,“ er haft eftir Ármann Þorvaldsson, forstjóra Kviku. Í tilkynningu á vef Landsbankans er einnig greint frá viðskiptunum. Þar er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans: „Með því að bæta tryggingarekstri við starfsemi bankans getum við boðið viðskiptavinum okkar enn betri og fjölbreyttari þjónustu. Kaup á TM er góð fjárfesting sem styrkir rekstur bankans og gerir hann verðmætari til framtíðar, enda er TM traust tryggingafélag með gott og reynslumikið starfsfólk. Saman erum við með öfluga starfsemi um allt land og í góðri stöðu til að sækja fram. Við vitum hvernig á að veita framúrskarandi fjármálaþjónustu, eins og sést m.a. á því að við höfum verið efst á bankamarkaði í Íslensku ánægjuvoginni fimm ár í röð.“ Í tilkynningunni segir að um síðustu áramót hafi heildareignir Landsbankans verið 1.961 milljarður króna og eigið fé verið 304 milljarðar króna. Hagnaður bankans árið 2023 nam 33,6 milljörðum króna og samkvæmt tillögu til aðalfundar mun bankinn greiða 16,5 milljarða króna í arð á þessu ári. „Ekki er gert ráð fyrir að kaupin hafi áhrif á arðgreiðslustefnu bankans, sem er að greiða a.m.k. 50% af hagnaði fyrra árs í arð til hluthafa,“ segir í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Kaup Landsbankans á TM Kvika banki Landsbankinn Tryggingar Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Kaupverðið verður samkvæmt tilboðinu 28,6 milljarðar króna og mun Landsbankinn greiða fyrir hlutaféð með reiðufé. Búist er við því að kaupverðið muni taka breytingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku. „Eftir að hafa metið tilboðin með ráðgjöfum sínum hefur stjórn Kviku ákveðið að taka tilboði Landsbankans hf. með það að markmiði að ljúka endanlegri áreiðanleikakönnun og undirrita kaupsamning milli bankanna um kaup og sölu 100% hlutafjár TM eins fljótt og auðið er, með hefðbundnum fyrirvörum, s.s. samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að kaupverðið miðist við efnahagsreikning TM í lok árs 2023. „Endanlegt kaupverð verður aðlagað miðað við breytingar á efnislegu eigin fé TM frá upphafi árs 2024 til afhendingardags en fjárhæð breytingarinnar mun bætast við eða dragast frá kaupverðinu í tilboðinu.“ Þá segir að samkvæmt rekstrarspá TM sé gert ráð fyrir að hagnaður félagsins verði rúmlega þrír milljarðar króna á rekstrarárinu 2024. Eignarhlutur Kviku í TM í lok árs 2023 var bókfærður á samtals 26,8 milljarða króna. „Við erum mjög ánægð með að söluferli Kviku á TM sé nú komið á þann stað að hægt sé að ganga að kauptilboði Landsbankans með það að markmiði að ljúka sölunni. Ef ferlið leiðir til undirritunar kaupsamnings verður það til hagsbóta fyrir alla aðila, Kviku, Landsbankann og TM, viðskiptavini þeirra, hluthafa og aðra hagaðila,“ er haft eftir Ármann Þorvaldsson, forstjóra Kviku. Í tilkynningu á vef Landsbankans er einnig greint frá viðskiptunum. Þar er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans: „Með því að bæta tryggingarekstri við starfsemi bankans getum við boðið viðskiptavinum okkar enn betri og fjölbreyttari þjónustu. Kaup á TM er góð fjárfesting sem styrkir rekstur bankans og gerir hann verðmætari til framtíðar, enda er TM traust tryggingafélag með gott og reynslumikið starfsfólk. Saman erum við með öfluga starfsemi um allt land og í góðri stöðu til að sækja fram. Við vitum hvernig á að veita framúrskarandi fjármálaþjónustu, eins og sést m.a. á því að við höfum verið efst á bankamarkaði í Íslensku ánægjuvoginni fimm ár í röð.“ Í tilkynningunni segir að um síðustu áramót hafi heildareignir Landsbankans verið 1.961 milljarður króna og eigið fé verið 304 milljarðar króna. Hagnaður bankans árið 2023 nam 33,6 milljörðum króna og samkvæmt tillögu til aðalfundar mun bankinn greiða 16,5 milljarða króna í arð á þessu ári. „Ekki er gert ráð fyrir að kaupin hafi áhrif á arðgreiðslustefnu bankans, sem er að greiða a.m.k. 50% af hagnaði fyrra árs í arð til hluthafa,“ segir í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kaup Landsbankans á TM Kvika banki Landsbankinn Tryggingar Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira