Góð ráð til að fljúga ekki á hausinn Ágúst Mogensen skrifar 18. janúar 2024 14:31 Snjókoma, frost og bleyta undanfarna daga hefur framkallað hálku og margir sem hafa leitað á bráðamóttöku eftir byltu. Afleiðingar þess að detta geta verið allt frá öri á sálinni yfir í brot á útlimum og höfuðhögg. Þegar verst lætur og hálkan er mest þurfa tugir að leita sér aðstoðar á dag vegna hálkuslysa. Fylgjumst vel með veðurspám og veljum skóbúnað í samræmi við aðstæður hverju sinni. Þó veðurspá ákveðins dagsi sýni rauðar hitatölur þá getur áhrifa næturfrosts gætt fram undir morgun og hálka verið á götum. Mannbroddar og mörgæsgangur Gripgóðir skór og mannbroddar er besta lausnin ef ganga þarf í hálku. Sléttbotna skór eru vondur kostur við þessar aðstæður þó meiri stíll kunni að vera yfir þeim. Til eru margar gerðir af mannbroddum eftir grófleika og innanbæjar dugir okkur einföld gerð með skrúfum eða litlum járnbólum. En óþarfi er að grípa til ísklifurs- eða fjallabrodda til þess að komast yfir bílaplan. Göngulagið skiptir líka máli en oft er talað um svokallaðan mörgæsagang. Höfum hendur aðeins frá síðu til að auka jafnvægi, tökum stutt skref og látum líkamsþunga hvíla á fremra skrefi. Vörumst að ganga löngum skrefum á hælunum og alls ekki með hendur í vösum eða með hluti í báðum höndum. Hvar fæ ég salt eða sand? Blautur þjappaður ís er með álíka viðnám og teflon, það loðir fátt við hann. En til þess að leysa klakann upp er hægt að nota salt. Virkni saltsins er þannig að það lækkar frostmark vatnsins og leysir klakann upp ef svo má segja. Sandurinn virkar vel líka en hann eykur viðnám íssins og gefur meira grip. Á mörgum þjónustustöðvum sveitarfélaga er hægt að fá salt og sand í kistum en einnig er hægt að versla í byggingavöruverslunum. Innkeyrslur, inngangar, tröppur og brekkur eru staðir sem hús- og fyrirtækjaeigendur eiga að moka, salta eða sanda reglulega. Stígum varlega út úr bílnum Vanalega getum við stigið inn og út úr bíl með aðra löppina fyrst. En ófáir hafa misst fæturna undan sér og flogið á hausinn í hálku með þessari tækni sem gagnast vel þegar ekki er hálka. Ef þú ert búin að leggja á svellhálu bílaplani þá er öruggast fyrir þig að opna hurðina, snúa þér í sætinu þangað til báðar lappir eru komnar út og hafa gott tak með aðra hönd á á bifreiðinni. Þannig ertu stöðugri á hálu yfirborði og dettur síður. Styðjum okkur við handrið Hvort sem þú ert að ganga upp hálar tröppur utan við heimahús eða blautar tröppur inni þá skaltu styðja þig við handrið. Fall í tröppum eru algeng og dæmigert atvik þegar einhver er að flýta sér, heldur sér ekki í og fellur fram eða aftur fyrir sig. Ef þú fellur þá þarftu að geta borið hendur fyrir þig. Kastaðu innkaupapokanum eða símanum frá þér og reyndu að draga úr fallinu og verja höfuðið eins og kostur er. Hálkuslys geta verið alvarleg en með þessum einföldu ráðum má koma í veg fyrir þau: salta, sanda, styðja sig við, smella á sig mannbroddum og ganga eins og mörgæs. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Færð á vegum Tryggingar Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Snjókoma, frost og bleyta undanfarna daga hefur framkallað hálku og margir sem hafa leitað á bráðamóttöku eftir byltu. Afleiðingar þess að detta geta verið allt frá öri á sálinni yfir í brot á útlimum og höfuðhögg. Þegar verst lætur og hálkan er mest þurfa tugir að leita sér aðstoðar á dag vegna hálkuslysa. Fylgjumst vel með veðurspám og veljum skóbúnað í samræmi við aðstæður hverju sinni. Þó veðurspá ákveðins dagsi sýni rauðar hitatölur þá getur áhrifa næturfrosts gætt fram undir morgun og hálka verið á götum. Mannbroddar og mörgæsgangur Gripgóðir skór og mannbroddar er besta lausnin ef ganga þarf í hálku. Sléttbotna skór eru vondur kostur við þessar aðstæður þó meiri stíll kunni að vera yfir þeim. Til eru margar gerðir af mannbroddum eftir grófleika og innanbæjar dugir okkur einföld gerð með skrúfum eða litlum járnbólum. En óþarfi er að grípa til ísklifurs- eða fjallabrodda til þess að komast yfir bílaplan. Göngulagið skiptir líka máli en oft er talað um svokallaðan mörgæsagang. Höfum hendur aðeins frá síðu til að auka jafnvægi, tökum stutt skref og látum líkamsþunga hvíla á fremra skrefi. Vörumst að ganga löngum skrefum á hælunum og alls ekki með hendur í vösum eða með hluti í báðum höndum. Hvar fæ ég salt eða sand? Blautur þjappaður ís er með álíka viðnám og teflon, það loðir fátt við hann. En til þess að leysa klakann upp er hægt að nota salt. Virkni saltsins er þannig að það lækkar frostmark vatnsins og leysir klakann upp ef svo má segja. Sandurinn virkar vel líka en hann eykur viðnám íssins og gefur meira grip. Á mörgum þjónustustöðvum sveitarfélaga er hægt að fá salt og sand í kistum en einnig er hægt að versla í byggingavöruverslunum. Innkeyrslur, inngangar, tröppur og brekkur eru staðir sem hús- og fyrirtækjaeigendur eiga að moka, salta eða sanda reglulega. Stígum varlega út úr bílnum Vanalega getum við stigið inn og út úr bíl með aðra löppina fyrst. En ófáir hafa misst fæturna undan sér og flogið á hausinn í hálku með þessari tækni sem gagnast vel þegar ekki er hálka. Ef þú ert búin að leggja á svellhálu bílaplani þá er öruggast fyrir þig að opna hurðina, snúa þér í sætinu þangað til báðar lappir eru komnar út og hafa gott tak með aðra hönd á á bifreiðinni. Þannig ertu stöðugri á hálu yfirborði og dettur síður. Styðjum okkur við handrið Hvort sem þú ert að ganga upp hálar tröppur utan við heimahús eða blautar tröppur inni þá skaltu styðja þig við handrið. Fall í tröppum eru algeng og dæmigert atvik þegar einhver er að flýta sér, heldur sér ekki í og fellur fram eða aftur fyrir sig. Ef þú fellur þá þarftu að geta borið hendur fyrir þig. Kastaðu innkaupapokanum eða símanum frá þér og reyndu að draga úr fallinu og verja höfuðið eins og kostur er. Hálkuslys geta verið alvarleg en með þessum einföldu ráðum má koma í veg fyrir þau: salta, sanda, styðja sig við, smella á sig mannbroddum og ganga eins og mörgæs. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum hf.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar