Raunsæi í stað bjartsýni: „Ég býst ekki við því að flytja heim aftur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2024 09:56 Sunna Jónína og eiginmaður hennar Hjalti Þór Grettisson stóðu í ströngu við byggingu hússins í Grindavík. Gulli byggir á Stöð 2 fylgdist með verkefninu. Stöð 2 Sunna Jónína Sigurðardóttir, íbúi við Efrahóp í Grindavík - götuna þar sem hús hafa orðið hrauninu að bráð, segir kominn tíma til að horfa raunsætt á hlutina og hætta að vera bjartsýn. Hún sér ekki fyrir sér endurkomu til Grindavíkur. Sunna Jónína og fjölskylda hafa staðið að byggingu húss í götunni sem er langt á veg komið. Fjölskyldan hefur dvalið í sumarbústað í eigu stórfjölskyldunnar undanfarna mánuði eftir að bærinn var rýmdur. Hún tjáði Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að þessi vika hefði verið hrein martröð. „Fyrst gerðist það versta sem maður gat ímyndað sér síðasta miðvikudag og svo gerðist ný útgáfa af því versta sem maður gat ímyndað sér í gær. Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt,“ sagði Sunna Jónína. Vísaði hún þar til slyssins þar sem karlmaður við jarðvegsvinnu féll ofan í sprungu í síðustu viku. Svo gaus í gær og hraun náði byggð í götu Sunnu og fjölskyldu. Sviðsmynd sem þau bjuggust ekki við Hún segir hafa komið mjög á óvart að sjá sprunguna opnast þarna rétt við bæjarmörkin. Sú sviðsmynd hafi ekki verið teiknuð upp. Að neðan má sjá myndefni úr þyrluflugi yfir Grindavík fyrir hádegi. „Nei, alls ekki. Við héldum einhvern veginn að þetta væri með öruggari svæðum. Þó svo að vissulega gangi sprunga sem skemmdi innviði 10. nóvember upp á ská við endann á götunni. Hún er búin að skemma eitt hús við Efra hóp og annað hús sem er glænýttt rétt við hliðina á okkur varð allt skakkt um leið. Auðvitað var þetta nálægt en ekki mynd sem var búið að teikna upp.“ Dregið hefur verulega úr kraftinum í syðri gossprungunni.RAX Í gærmorgun fylgdust Sunna og fjölskylda með verktökum bjarga gröfum og vinnutækjum við lokun varnargarðanna. „Svo í hádeginu opnaðist þetta í túnfætinum. Ég geng þessa leið á hverjum degi, hring eftir hring, og upp og niður götuna sem er ekki gata lengur heldur bara hraun.“ Sunna Jónína og Grindvíkinga hafa búið við mikla óvissu undanfarin ár. Hún ræddi stöðuna árið 2020 þegar fjölskyldan var búin að undirbúa sig vel ef þyrfti að yfirgefa bæinn. Kominn tími á raunsæi Hún segir tíma til kominn að vera raunsæ en ekki bjartsýn. „Það er ekki raunsætt að flytja til baka. Það er búið að segja okkur að það eru sprungur út um allt. Þær eru djúpt ofan í jörðinni. Áhrifin sjást ekki endilega á yfirborðinu fyrr en eftir nokkur ár. Það getur hvenær sem er gefið sig eitthvað og opnast sem við vitum ekki um.“ Innstreymið haldi viðstöðulaust áfram í Svartshengi, heita og kalda vatnið geti komið og farið og svo mætti lengi telja. „Ég býst ekki við því að flytja heim aftur.“ Þau séu heppin að hafa aðgang að sumarbústað og þar geti þau verið eins lengi og þau þurfi. Vildu ekki bæta sér í röðina á kostnað annarra „Við ákváðum að koma okkur almennilega fyrir hér í sveitinni, senda börnin í skóla og í fjarnám. Vera ekki að bæta okkur í röðina því það eru margir sem hafa engan stað að vera á. Töldum betra fyrir okkur og samfélagið að vera ekki að reyna að komast neitt annað fyrr en við vitum hvernig staðan verður.“ Aðspurð hvort hún telji flesta Grindvíkinga hugsa þannig núna segir hún erfitt að svara því. „Ég held að áfallið ríði yfir á mismunandi tímum hjá mismunandi fólki. Ég veit ekki hvert allir aðrir eru komnir. Ég hef sjálf verið í endurhæfingu í heilt ár því ég fór í kulnun. Hafði ofnotað þann góða eiginleika að vera þrautseig eins og mér var bent á þegar ég fór í endurhæfingu. Maður heldur út og heldur áfram. Það er rosaleg vinna að byggja sér hús. Ég er búin að læra af þeirri reynslu og vona að stjórnvöld skilji það og geri líka að við erum mjög þrautseigt fólk Íslendingar, annars byggjum við ekki hér á þessari eyju. En við verðum líka að geta hætt að vera bara á hnefanum og hugsað raunsætt og sleppt tökunum þegar tími er kominn til.“ Sunna og fjölskylda sýndu áhorfendum Stöðvar 2 inn í byggingarferlið í þáttunum Gulli byggir árið 2019. Á ýmsu gekk í ferlinu en um var að ræða sex einbýlishús sem nokkur systkini byggðu ásamt foreldrum. Hún segist vona að ríkisstjórnin grípi inn í ef Náttúruhamfaratryggingar nái ekki yfir afleiðingarnar fyrir bæjarbúa. Í þeirra tilfelli sé húsið ekki farið en búsetuskilyrði eru ekki fyrir hendi. Geta ekki setið í átthagafjötrum „Ég vona að ríkisstjórnin gripi inn í og geri annan sjóð eða aðra lausn til að losa okkur út. Svo við séum ekki föst að bíða eftir því að það verði kannski eitthvað í lagi. Það lítur ekki út fyrir að það verði í lagi. Íbúar eru út og suður með hvernig þeim líður. En apparatið á bak við, ríkistjórinin, verður að skilja að það er svo margt sem spilar inn í. Við getum ekki setið í átthagafjötrum, bundin í hús sem ekki eru skilyrði til að búa í, bara af því að þau eru ekki hrunin.“ Katrín Jakobsdóttir forsætiráðherra og ríkisstjórnin fundar í dag. Katrín lofaði húsnæðisstuðningi og sálrænum stuðningi fyrir Grindvíkinga á upplýsingafundi almannavarna í gær. Húsin við Efrahóp eru ýmist glæný eða enn í smíði, langt komin. „Brunabótamatið okkar er næstum því raunsætt myndi ég segja. En við erum ekki komin á byggingastig sjö sem er lokafrágangur. Það hefur auðvitað áhrif. Af því við höfum gert þetta svo mikið sjálf. Þá hefur þetta tekið lengri tíma og lokaúttektir eru ekki komnar í mörgum húsum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Tengdar fréttir Ljósmyndir úr flugi RAX yfir Grindavík Ljósmyndarinn RAX flaug yfir gosstöðvarnar við Grindavík í dag og myndaði sprungurnar og þann hluta bæjarins þar sem hraun flæðir nú. 14. janúar 2024 21:23 Horfði á framtíðarheimilið fuðra upp í beinni útsendingu Eigandi fyrsta hússins sem varð hrauninu að bráð í Grindavík í dag, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa upp á húsið sitt fuðra upp í beinni útsendingu. Hann hafði talið húsið vera á einum öruggasta staðnum í bænum. 14. janúar 2024 17:09 Þreytt á bönkunum Hjónin Grettir Sigurjónsson og Alda Margrét Hauksdóttir réðust í gríðarlega stórt verkefni í Grindavík á dögunum, að byggja sex einbýlishús ásamt börnunum sínum. 15. október 2019 14:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Sunna Jónína og fjölskylda hafa staðið að byggingu húss í götunni sem er langt á veg komið. Fjölskyldan hefur dvalið í sumarbústað í eigu stórfjölskyldunnar undanfarna mánuði eftir að bærinn var rýmdur. Hún tjáði Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að þessi vika hefði verið hrein martröð. „Fyrst gerðist það versta sem maður gat ímyndað sér síðasta miðvikudag og svo gerðist ný útgáfa af því versta sem maður gat ímyndað sér í gær. Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt,“ sagði Sunna Jónína. Vísaði hún þar til slyssins þar sem karlmaður við jarðvegsvinnu féll ofan í sprungu í síðustu viku. Svo gaus í gær og hraun náði byggð í götu Sunnu og fjölskyldu. Sviðsmynd sem þau bjuggust ekki við Hún segir hafa komið mjög á óvart að sjá sprunguna opnast þarna rétt við bæjarmörkin. Sú sviðsmynd hafi ekki verið teiknuð upp. Að neðan má sjá myndefni úr þyrluflugi yfir Grindavík fyrir hádegi. „Nei, alls ekki. Við héldum einhvern veginn að þetta væri með öruggari svæðum. Þó svo að vissulega gangi sprunga sem skemmdi innviði 10. nóvember upp á ská við endann á götunni. Hún er búin að skemma eitt hús við Efra hóp og annað hús sem er glænýttt rétt við hliðina á okkur varð allt skakkt um leið. Auðvitað var þetta nálægt en ekki mynd sem var búið að teikna upp.“ Dregið hefur verulega úr kraftinum í syðri gossprungunni.RAX Í gærmorgun fylgdust Sunna og fjölskylda með verktökum bjarga gröfum og vinnutækjum við lokun varnargarðanna. „Svo í hádeginu opnaðist þetta í túnfætinum. Ég geng þessa leið á hverjum degi, hring eftir hring, og upp og niður götuna sem er ekki gata lengur heldur bara hraun.“ Sunna Jónína og Grindvíkinga hafa búið við mikla óvissu undanfarin ár. Hún ræddi stöðuna árið 2020 þegar fjölskyldan var búin að undirbúa sig vel ef þyrfti að yfirgefa bæinn. Kominn tími á raunsæi Hún segir tíma til kominn að vera raunsæ en ekki bjartsýn. „Það er ekki raunsætt að flytja til baka. Það er búið að segja okkur að það eru sprungur út um allt. Þær eru djúpt ofan í jörðinni. Áhrifin sjást ekki endilega á yfirborðinu fyrr en eftir nokkur ár. Það getur hvenær sem er gefið sig eitthvað og opnast sem við vitum ekki um.“ Innstreymið haldi viðstöðulaust áfram í Svartshengi, heita og kalda vatnið geti komið og farið og svo mætti lengi telja. „Ég býst ekki við því að flytja heim aftur.“ Þau séu heppin að hafa aðgang að sumarbústað og þar geti þau verið eins lengi og þau þurfi. Vildu ekki bæta sér í röðina á kostnað annarra „Við ákváðum að koma okkur almennilega fyrir hér í sveitinni, senda börnin í skóla og í fjarnám. Vera ekki að bæta okkur í röðina því það eru margir sem hafa engan stað að vera á. Töldum betra fyrir okkur og samfélagið að vera ekki að reyna að komast neitt annað fyrr en við vitum hvernig staðan verður.“ Aðspurð hvort hún telji flesta Grindvíkinga hugsa þannig núna segir hún erfitt að svara því. „Ég held að áfallið ríði yfir á mismunandi tímum hjá mismunandi fólki. Ég veit ekki hvert allir aðrir eru komnir. Ég hef sjálf verið í endurhæfingu í heilt ár því ég fór í kulnun. Hafði ofnotað þann góða eiginleika að vera þrautseig eins og mér var bent á þegar ég fór í endurhæfingu. Maður heldur út og heldur áfram. Það er rosaleg vinna að byggja sér hús. Ég er búin að læra af þeirri reynslu og vona að stjórnvöld skilji það og geri líka að við erum mjög þrautseigt fólk Íslendingar, annars byggjum við ekki hér á þessari eyju. En við verðum líka að geta hætt að vera bara á hnefanum og hugsað raunsætt og sleppt tökunum þegar tími er kominn til.“ Sunna og fjölskylda sýndu áhorfendum Stöðvar 2 inn í byggingarferlið í þáttunum Gulli byggir árið 2019. Á ýmsu gekk í ferlinu en um var að ræða sex einbýlishús sem nokkur systkini byggðu ásamt foreldrum. Hún segist vona að ríkisstjórnin grípi inn í ef Náttúruhamfaratryggingar nái ekki yfir afleiðingarnar fyrir bæjarbúa. Í þeirra tilfelli sé húsið ekki farið en búsetuskilyrði eru ekki fyrir hendi. Geta ekki setið í átthagafjötrum „Ég vona að ríkisstjórnin gripi inn í og geri annan sjóð eða aðra lausn til að losa okkur út. Svo við séum ekki föst að bíða eftir því að það verði kannski eitthvað í lagi. Það lítur ekki út fyrir að það verði í lagi. Íbúar eru út og suður með hvernig þeim líður. En apparatið á bak við, ríkistjórinin, verður að skilja að það er svo margt sem spilar inn í. Við getum ekki setið í átthagafjötrum, bundin í hús sem ekki eru skilyrði til að búa í, bara af því að þau eru ekki hrunin.“ Katrín Jakobsdóttir forsætiráðherra og ríkisstjórnin fundar í dag. Katrín lofaði húsnæðisstuðningi og sálrænum stuðningi fyrir Grindvíkinga á upplýsingafundi almannavarna í gær. Húsin við Efrahóp eru ýmist glæný eða enn í smíði, langt komin. „Brunabótamatið okkar er næstum því raunsætt myndi ég segja. En við erum ekki komin á byggingastig sjö sem er lokafrágangur. Það hefur auðvitað áhrif. Af því við höfum gert þetta svo mikið sjálf. Þá hefur þetta tekið lengri tíma og lokaúttektir eru ekki komnar í mörgum húsum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Tengdar fréttir Ljósmyndir úr flugi RAX yfir Grindavík Ljósmyndarinn RAX flaug yfir gosstöðvarnar við Grindavík í dag og myndaði sprungurnar og þann hluta bæjarins þar sem hraun flæðir nú. 14. janúar 2024 21:23 Horfði á framtíðarheimilið fuðra upp í beinni útsendingu Eigandi fyrsta hússins sem varð hrauninu að bráð í Grindavík í dag, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa upp á húsið sitt fuðra upp í beinni útsendingu. Hann hafði talið húsið vera á einum öruggasta staðnum í bænum. 14. janúar 2024 17:09 Þreytt á bönkunum Hjónin Grettir Sigurjónsson og Alda Margrét Hauksdóttir réðust í gríðarlega stórt verkefni í Grindavík á dögunum, að byggja sex einbýlishús ásamt börnunum sínum. 15. október 2019 14:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Ljósmyndir úr flugi RAX yfir Grindavík Ljósmyndarinn RAX flaug yfir gosstöðvarnar við Grindavík í dag og myndaði sprungurnar og þann hluta bæjarins þar sem hraun flæðir nú. 14. janúar 2024 21:23
Horfði á framtíðarheimilið fuðra upp í beinni útsendingu Eigandi fyrsta hússins sem varð hrauninu að bráð í Grindavík í dag, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa upp á húsið sitt fuðra upp í beinni útsendingu. Hann hafði talið húsið vera á einum öruggasta staðnum í bænum. 14. janúar 2024 17:09
Þreytt á bönkunum Hjónin Grettir Sigurjónsson og Alda Margrét Hauksdóttir réðust í gríðarlega stórt verkefni í Grindavík á dögunum, að byggja sex einbýlishús ásamt börnunum sínum. 15. október 2019 14:00