Lyf

Fréttamynd

Óhóflegt eggjaát olli falli á lyfjaprófi

Lyfjabanni breska hnefaleikakappans Conor Benn hefur verið aflétt þar sem hann er talinn hafa óviljandi innbyrt ólögleg efni sem mældust í líkama hans. Mikið eggjaát er sögð líkleg ástæða.

Sport
Fréttamynd

Taka próf oftar en ekki vegna al­var­legra streptó­kokka­sýkinga

Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki.

Innlent
Fréttamynd

Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verk­falla

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. 

Innlent
Fréttamynd

Líklega um sex hundruð fengið lyfið á síðustu tveimur vikum

Lyfjastofnun hefur innkallað sýklalyfið Staxlox í varúðarskyni eftir að einstaklingar sem fengu sambærilegt lyf í Danmörku sýktust og hylki af lyfinu reyndust menguð. Grunur er um að einn hafi sýkst hér á landi. Forstjóri Lyfjastofnunar segir líklega um 600 hafa fengið lyfið á síðustu tveimur vikum hér á landi en þau hafi verið látin vita í gegnum Heilsuveru. Þó sé ekki saman sem merki milli þess að fá mengað hylki og að sýkjast.

Innlent
Fréttamynd

„Stál­hraust feitt fólk hefur verið sett á þessi lyf“

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrum formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir heimilislækni sinn hafa orðið undrandi þegar hún hafnaði boði hans um að byrja á megrunarlyfi.  Hún óttast að aðrir skjólstæðingar læknisins séu ekki jafn upplýstir um skuggahliðar lyfsins.

Innlent
Fréttamynd

Vanda­mál hve oft læknar svari konum: „Þú verður bara að léttast“

Guðrún Rútsdóttir, varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði, vill auka meðvitund um PCOS heilkennið hjá almenningi og starfsfólki í heilbrigðiskerfinu. Ástæðan fyrir þessari ósk um aukna vitundarvakningu er umfjöllun um notkun Íslendinga á lyfjunum Saxenda, Ozempic og Viscosa.

Innlent
Fréttamynd

Hugvíkkandi lyf hjálpa ekki öllum

Í gær kom út viðtal við frumkvöðulinn Söru Maríu Júlíudóttur. Sara María sá nýverið um uppsetningu ráðstefnu í Hörpunni um hugvíkkandi efni. Ráðstefnan var uppfull af fræðandi fyrirlestrum frá stærstu nöfnum rannsókna á hugvíkkandi efnum.

Skoðun
Fréttamynd

Lang­lífir og hamingju­samir en um leið met­hafar í lyfja­notkun

Á meðan Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða í heimi setja þeir hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Heimilislæknir segir mikilvægt að finna út hvað veldur þessu og meta stöðuna upp á nýtt. Það geti verið skaðlegt að vera mörgum lyfjum í langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Hænu­skref fyrir þá sem fá haus­verk um helgar

Fyrr í haust lagði ég fram frumvarp til breytinga á lyfjalögum þess efnis að heimilt verði að selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í umræðu um frumvarpið velti ég upp þeirri spurningu hvaða úrræði væru til staðar fyrir þá sem t.d. fá hausverk um helgar í sveitarfélagi þar sem apótek eru ekki opin um helgar.

Skoðun
Fréttamynd

Sprengdi sig frá höfuð­kvölum, þung­lyndi og lyfja­fíkn með hjálp hug­víkkandi efna

Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni

Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum.

Innlent
Fréttamynd

Bið FH-inga eftir stórum styrktaraðila í handboltanum á enda

Lyfjafyrirtækið Coripharma er nýr aðalsamstarfsaðili handknattleiksdeildar FH. Samstarf Coripharma og FH verður afar víðtækt og mun bæði snerta á uppbyggingu yngriflokka starfsins og einnig efla enn frekar hið öfluga afreksstarf deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Handbolti
Fréttamynd

Fordómar enn til staðar fjórum áratugum síðar

Á fjórða tug hafa greinst með HIV hér á landi það sem af er ári en tæplega fjórir áratugir eru liðnir frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist. Framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi segir HIV smitaða enn mismunað þrátt fyrir að margt hafi áunnist í baráttunni. Ef alþjóðasamfélagið hefði brugðist við HIV líkt og gert var með Covid væri staðan mögulega önnur. 

Innlent
Fréttamynd

Segir Ís­teka starfa í skugganum með græðgina að leiðar­ljósi

„Það eru þarna jákvæð atriði, eins og að blóðtökuhryssum hefur fækkað og það eru færri bændur og dýralæknar sem vilja taka þátt í þessu. Og það er auðvitað merki um að barátta okkar hefur skilað sér til fólksins og að fólk sé almennt upplýstara um þetta.“

Innlent