Hvað má bylting á sviði læknavísinda kosta? Jakob Falur Garðarsson skrifar 8. mars 2023 09:00 Við spurningunni um hvers virði er góð heilsa kynnu margir að segja að hún sé ómetanleg. Þegar fram eru komin lyf sem læknað geta áður ólæknanlega sjúkdóma, jafnvel erfðatengda og meðfædda sem annars hefðu háð einstaklingnum alla ævi og hamlað hefðbundinni þátttöku í samfélaginu, kann að þurfa að hnika svarinu í átt að krónu og aurum. Þar er í komið inn á svið siðferði og í sumum tilvikum allt að því harðneskjulegu mati á kostnaði heilbrigðiskerfa og samfélagslegrar virðisrýrnunar við umönnun einstaklings í einhverja áratugi, á móti upphafskostnaði við læknismeðferð. Þau eru ekki öfundsverð sem þurfa að stunda slíkan útreikning. Spurningin er þá orðin: Hvers virði er heilbrigt líf? Vel þekkt er hversu flókin, tímafrek og kostnaðarsöm þróun nýrra lyfja er. Sá kostnaður verður umtalsvert hærri þegar um er að ræða lyf sem ekki eru ætluð til meðferðar stórra sjúklingahópa, heldur eru jafnvel sniðin að hverjum og einum einstaklingi fyrir sig, líkt og tilfellið er með svokallaða gena- og frumumeðferð, eða ATMP, sem stendur fyrir Advanced Therapy Medicinal Products. ATMP gena- og frumumeðferðum hefur verið líkt við byltingu í lyfjavísindum. Eðli málsins samkvæmt er kostnaður við þessi nýju meðferðarúrræði mishár, en hann getur hlaupið á tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna. Þá eru sjúkdómarnir sem fengist er við misjafnir og fólki mishamlandi. Frumtök, heilbrigðisráðuneytið og Landspítali bjóða til ráðstefnu um málefnið næsta mánudag. Sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir, koma þá saman og fjalla um meðferðarúrræði og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á þessu sviði. Ekki verður undan því vikist að ræða þar líka siðferðileg álitamál í tengslum við kostnaðinn við að tryggja fólki heilsu og lífsgæði og taka fulltrúar stjórnmálanna til viðbótar við fyrirlesara þátt í umræðum í lok dagskrár. Fjármögnun heilbrigðiskerfisins er sífelld áskorun og sú tilhugsun er erfið að vegna kostnaðar gæti þurft að neita fólki um lækningu sem fram er komin á hamlandi sjúkdómum. En komi til þess verður það vonandi bara um skamman tíma. Í gegnum tíðina höfum við jú almennt séð þá þróun að ný og dýr meðferðarúrræði koma til sögunnar, sem hafa svo lækkað í verði eftir því sem tækni þróast og skilningur á notkun þeirra eykst. Sjálfsagt sjáum við sömu þróun varðandi þessi nýju meðferðarúrræði, en þó er hér vissulega um að ræða áskorun sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna, þar sem fyrirlesarar varpa ljósi á ýmsa þætti gena- og frumumeðferðar, er að finna á heimasíðu Frumtaka. Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Við spurningunni um hvers virði er góð heilsa kynnu margir að segja að hún sé ómetanleg. Þegar fram eru komin lyf sem læknað geta áður ólæknanlega sjúkdóma, jafnvel erfðatengda og meðfædda sem annars hefðu háð einstaklingnum alla ævi og hamlað hefðbundinni þátttöku í samfélaginu, kann að þurfa að hnika svarinu í átt að krónu og aurum. Þar er í komið inn á svið siðferði og í sumum tilvikum allt að því harðneskjulegu mati á kostnaði heilbrigðiskerfa og samfélagslegrar virðisrýrnunar við umönnun einstaklings í einhverja áratugi, á móti upphafskostnaði við læknismeðferð. Þau eru ekki öfundsverð sem þurfa að stunda slíkan útreikning. Spurningin er þá orðin: Hvers virði er heilbrigt líf? Vel þekkt er hversu flókin, tímafrek og kostnaðarsöm þróun nýrra lyfja er. Sá kostnaður verður umtalsvert hærri þegar um er að ræða lyf sem ekki eru ætluð til meðferðar stórra sjúklingahópa, heldur eru jafnvel sniðin að hverjum og einum einstaklingi fyrir sig, líkt og tilfellið er með svokallaða gena- og frumumeðferð, eða ATMP, sem stendur fyrir Advanced Therapy Medicinal Products. ATMP gena- og frumumeðferðum hefur verið líkt við byltingu í lyfjavísindum. Eðli málsins samkvæmt er kostnaður við þessi nýju meðferðarúrræði mishár, en hann getur hlaupið á tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna. Þá eru sjúkdómarnir sem fengist er við misjafnir og fólki mishamlandi. Frumtök, heilbrigðisráðuneytið og Landspítali bjóða til ráðstefnu um málefnið næsta mánudag. Sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir, koma þá saman og fjalla um meðferðarúrræði og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á þessu sviði. Ekki verður undan því vikist að ræða þar líka siðferðileg álitamál í tengslum við kostnaðinn við að tryggja fólki heilsu og lífsgæði og taka fulltrúar stjórnmálanna til viðbótar við fyrirlesara þátt í umræðum í lok dagskrár. Fjármögnun heilbrigðiskerfisins er sífelld áskorun og sú tilhugsun er erfið að vegna kostnaðar gæti þurft að neita fólki um lækningu sem fram er komin á hamlandi sjúkdómum. En komi til þess verður það vonandi bara um skamman tíma. Í gegnum tíðina höfum við jú almennt séð þá þróun að ný og dýr meðferðarúrræði koma til sögunnar, sem hafa svo lækkað í verði eftir því sem tækni þróast og skilningur á notkun þeirra eykst. Sjálfsagt sjáum við sömu þróun varðandi þessi nýju meðferðarúrræði, en þó er hér vissulega um að ræða áskorun sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna, þar sem fyrirlesarar varpa ljósi á ýmsa þætti gena- og frumumeðferðar, er að finna á heimasíðu Frumtaka. Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar