Tjad

Fréttamynd

Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina

Vígamenn sem tengjast Al-Qaeda gerðu í vikunni umfangsmikla árás í Bamako, höfuðborg Malí. Þar eru þeir sagðir hafa banað rúmlega sjötíu manns auk þess sem þeir brenndu herflugvélar og einnig forsetaflugvél Assimi Goita, ofursta, sem leiðir herforingjastjórn Malí.

Erlent
Fréttamynd

Allt að fimm­tán þúsund manns drepin í einni borg

Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Frökkum gert að yfirgefa Búrkína Fasó

Franskir hermenn munu yfirgefa Búrkína Fasó í næsta mánuði. Herforingjastjórn Afríkuríkisins hefur krafist þess að fyrrverandi nýlenduherrar þess fari á brott en herforingjastjórnin hefur að undanförnu leitað frekar til Rússlands eftir aðstoð gegn umsvifamiklum vígahópum á Sahel-svæðinu svokallaða.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi ein­ræðis­herra Tjad er látinn

Hissène Habré, fyrrverandi einræðisherra Afríkuríkisins Tjads, er látinn, 79 ára að aldri. Habré varði síðustu árum sínum í fangelsi í Senegal eftir að hafa hlotið lífstíðardóm meðal annars fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Erlent
Fréttamynd

Neit­a að ræða við upp­reisn­ar­menn­in­a sem felld­u for­set­ann

Herráð Tjad mun ekki hefja viðræður við uppreisnarmennina sem felldu Idriss Deby, forseta landsins til þrjátíu ára. Eykur það líkurnar á því að uppreisnarmennirnir láti verða af hótunum sínum og ráðist á höfuðborg landsins, í samráði við aðra hópa sem eru ósáttir við að sonur Deby, Magamat, hafi tekið völdin í Tjad.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Tjad féll í átökum við uppreisnarmenn

Idriss Deby, forseti Tjad, er dáinn. Hann er sagður hafa dáið vegna sára sem hann hlaut þegar hann heimsótti víglínu hers Tjad og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins. Upplýsingar um dauða forsetans eru enn á reiki.

Erlent
Fréttamynd

Tugir myrtir í fjórum árásum

Gærdagurinn markaðist af mannskæðum árásum. Fregnir bárust af hryðjuverkaárásum í Afganistan, Tsjad og Pakistan í gær. Frambjóðandi myrtur í Pakistan og ellefu leigubílsstjórar myrtir í Suður-Afríku eftir harðar deilur.

Erlent
Fréttamynd

Stafar enn ógn af starfsemi ISIS

Árinu 2017 er að ljúka og kalífadæmi ISIS er í molum. Samtökin eru þó enn fullfær um að beita skæruhernaði. Það sást greinilega í gær þegar sjálfsmorðssprengjuárás kostaði 41 lífið í Kabúl, höfuðborg Afganistans.

Erlent