NBA

Fréttamynd

Wade: Þetta var bara einn leikur af 82

Það gekk lítið upp hjá Dwyane Wade þegar Miami Heat tapaði 80-88 á móti Boston Celtics í nótt í fyrsta alvöru leik liðsins síðan að Chris Bosh og LeBron James gengu til liðs við Wade í Miami.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Boston vann Miami í fyrsta leik LeBron með Miami

Nýja ofurþríeykið í Miami Heat byrjaði ekki vel í nótt þegar liðið tapaði 88-80 fyrir Boston Celtics í opnunarleik NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James lék þarna sinn fyrsta alvöru leik með Miami-liðinu eftir að hann yfirgaf Cleveland.

Körfubolti
Fréttamynd

Leikur Boston og Miami í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

NBA-deildin í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum en flestra augu verða örugglega á leik Boston Celtics og Miami Heat sem fram fer í Boston. Það var engin tilviljun að NBA-deildin stillti upp þessum leik á fyrsta kvöldinu og menn eru búnir að bíða spenntir eftir þessu uppgjöri í langan tíma. Stöð2 Sport mun sýna leikinn í beinni og hefst útsendingin klukkan 11.30.

Körfubolti
Fréttamynd

Arenas gerði sér upp meiðsli

Byssubrandurinn hjá Washington Wizards, Gilbert Arenas, heldur áfram að gera það gott en hann hefur nú verið sektaður af félaginu fyrir að gera sér upp meiðsli.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron haltraði af velli

Stuðningsmenn Miami Heat fengu fyrir hjartað þegar ofurstjarnan LeBron James haltraði af velli í sýningarleik gegn rússneska liðinu CSKA Moskva.

Körfubolti
Fréttamynd

Allen Iverson gæti endað í tyrknesku deildinni

Allen Iverson á nú í viðræðum við tyrkneskt lið um að spila með því á þessu tímabili. Þessi fyrrum besti leikmaður NBA-deildarinnar (valinn 2001) hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin en gæti fengið tækifæri til að spila með Besiktas Cola Turka í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron og Bosh með 45 stig saman í sigri Miami Heat í nótt

Miami Heat byrjar undirbúningstímabilið vel fyrir komandi NBA-tímabil og það þrátt fyrir að hafa misst Dwyane Wade í meiðsli eftir aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leik. Miami-liðið vann 7 stiga sigur á Oklahoma City Thunder í nótt, 103-96 og hefur því unnið tvo fyrstu leiki sína með sannfærandi hætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Barcelona vann Los Angeles Lakers

Barcelona vann 92-88 sigur á NBA-meisturum Los Angeles Lakers í æfingaleik í gær en leikið var á Spáni. Pau Gasol, framherji lakers, mætti þarna sínu gamla félagi.

Körfubolti
Fréttamynd

Datt um æfingatöskuna sína og handarbrotnaði

NBA-leikmaðurinn Carlos Boozer spilar ekki tvo fyrstu mánuði tímabilsins með Chicago Bulls vegna handarbrots eins og hefur komið fram á Vísi. Það vita kannski færri hvernig þessi nýi stjörnuleikmaður Bulls, sem fær níu milljarða íslenska króna útborgað næstu fimm árin, fór að því að meiða sig.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe ekki byrjaður að æfa

Meistarar LA Lakers eru byrjaðir að æfa fyrir komandi tímabil í NBA-deildinni. Tvo menn vantar í hópinn sem enn eru að jafna sig eftir aðgerð á hné í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Fyrstu æfingar Miami Heat fara fram í bandarískri herstöð

Miami Heat tilkynnti í gær að fyrstu æfingabúðir liðsins fyrir komandi NBA-tímabil munu fara fram í bandarísku herstöðinni á Fort Walton Beach sem er í um 1086 ílómetra fjarlægð frá Miami-borg. Liðið mun æfa þarna frá 28. september til 3. október og ætti að fá frið frá æstum aðdáendum og forvitnum fjölmiðlamönnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Amaechi ekki hleypt inn á hommabar

Körfuboltamaðurinn John Amaechi, sem lék í NBA-deildinni, varð heimsfrægur er hann kom út úr skápnum árið 2007 og lýsti því hvernig það væri að vera hommi í NBA-deildinni.

Körfubolti