Danmörk Upptökur hafnar á níundu þáttaröð Klovn Það er staðfest að grínþættirnir Klovn eru hvergi nærri hættir. Áttunda þáttaröðin verður frumsýnd á sunnudag og kallast Okkar besta ár. Bíó og sjónvarp 4.6.2021 13:31 Danir samþykkja að geta útvistað hælisleitendakerfinu til þriðja ríkis Meirihluti danska þingsins samþykkti í morgun umdeilt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendakerfi landsins til þriðja ríkis. Yfirlýst markmið danskra stjórnvalda er að engir sæki um hæli í landinu. Erlent 3.6.2021 09:54 Íslendingar megi ekki sofna á verðinum Utanríkisráðherra hefur krafið Dani um skýringar vegna þáttar þeirra í njósnum Bandaríkjamanna á stjórnmálaleiðtogum í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og öðrum nágrannaríkjum. Innlent 31.5.2021 20:00 Utanríkisráðuneytið krefur Dani svara um njósnir og lýsir yfir vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur krafist skýringa frá Dönum vegna fregna um aðstoð þeirra við njósnir Bandaríkjamanna. Innlent 31.5.2021 14:08 Njósnir Bandaríkjanna með hjálp Dana séu skandall Þýski stjórnmálamaðurinn Peer Steinbrück, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands og fyrrum kanslaraefni þýskra Sósíaldemókrata, hefur brugðist harkalega við fréttum þess efnis að Bandaríkjamenn hafi njósnað um hann og aðra þýska stjórnmálamenn með hjálp Dana. Erlent 31.5.2021 08:39 Bandaríkjamenn fengu hjálp frá Dönum við njósnir Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA stundaði njósnir á helstu ráðamönnum í grannríkjum Danmerkur í samstarfi við dönsku leyniþjónustuna. Þetta kemur fram í skýrslu sem norrænu ríkismiðlarnir greindu frá í samstarfi við þýska og franska fjölmiðla. Erlent 30.5.2021 23:48 Fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur látinn Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er fallinn frá, 92 ára að aldri. Fjölskylda Schlüter greinir frá láti hans á heimasíðu danska Íhaldsflokksins, De Konservative. Erlent 28.5.2021 09:40 Íslendingur á Fjóni ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni Saksóknari á Fjóni í Danmörku hefur farið fram á að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi yfir 51 árs gömlum Íslendingi sem ákærður er fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms. Erlent 27.5.2021 09:09 Hætta við brottvísunarstöð fyrir brotlega hælisleitendur á Langalandi Ríkisstjórn Danmerkur hefur hætt við áætlanir um að koma upp brottvísunarstöð fyrir brotlega hælisleitendur á Langalandi. Málið hefur mikið verið til umfjöllunar í Danmörku síðustu daga og vikur. Erlent 26.5.2021 10:17 Magnús Þór tekur við áhættustýringunni hjá Danske Bank Magnús Þór Ágústsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Danske Bank. Hann mun sömuleiðis taka sæti í framkvæmdastjórn bankans. Viðskipti erlent 25.5.2021 14:46 Tvö börn létust í eldsvoða í Danmörku Tvö börn á aldrinum sjö og ellefu ára létust í eldsvoða í Danmörku í nótt þegar eldur kviknaði í íbúðahúsi í Hobro á norðanverðu Jótlandi. Erlent 24.5.2021 14:48 „Sagði oft að andlitið á mér væri fallegt en líkaminn minn ekki“ Myndband af fitusmánun á 21 árs íslenskri stúlku í Kaupmannahöfn hefur vakið mikla athygli síðustu daga. María Rós Magnúsdóttir ákvað að birta myndbandið af atvikinu til þess að vekja fólk til umhugsunar um fitufordóma. Lífið 21.5.2021 11:31 Maðurinn á bak við „Vi er røde, vi er hvide“ er fallinn frá Danski tónlistarmaðurinn Michael Bruun er látinn, sjötugur að aldri. Bruun er einna þekktastur fyrir að hafa samið og framleitt lagið Re-Sepp-Ten, með laglínuna „Vi er røde, vi er hvide“ í viðlaginu. Lagið ómaði í kringum leiki danska landsliðsins á HM í knattspyrnu 1986 og raunar löngu eftir það og gerir enn. Lífið 18.5.2021 08:43 Danir sömdu um tilslakanir sem ná til nærri alls samfélagsins Samkomulag hefur náðst á danska þinginu um verulegar tilslakanir á sóttvarnarreglum í landinu frá og með komandi föstudegi. Afléttingarnar ná til landsins alls, og langflest svið dansks samfélags í einhverri mynd, ef frá eru taldir næturklúbbar og diskótek. Erlent 18.5.2021 07:44 Vilja ekki geyma brottvikna hælisleitendur á Grænlandi Ríkisstjórn Danmerkur hafnar tillögu Danska Þjóðarflokksins þess efnis að brottviknir hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi. Þetta kom fram í ræðu ráðherra málefna innflytjenda, sósíaldemókratans Mattias Tesfaye, í danska þinginu. Erlent 9.5.2021 07:27 Yfirbyggðir sjúkrasleðar hjá danska hernum á Grænlandi Danski herinn á Grænlandi, Arktisk Kommando, hefur tekið þrjá sjúkrasleða til notkunar á afskekktum svæðum þessarar strjálbýlu nágrannaeyju Íslands. Sleðunum er ætlað að auka öryggi danskra hermanna, þar á meðal Síríus-sérsveitarinnar, en einnig vísindamanna og annarra á ferð um hrjóstrugar slóðir fjarri byggðum. Erlent 5.5.2021 10:53 Greindist með kórónuveiruna daginn fyrir úrslitaleik á EM: Keypti sér far með einkaflugvél heim Daninn Viktor Axelsen, einn besti badminton spilari heims, lenti um helgina í einni af verstu mögulegu martröð afreksmannsins á tímum kórónuveirunnar. Hann greindist með kórónuveiruna daginn fyrir úrslitaleik á Evrópumótinu. Sport 4.5.2021 09:01 Hróarskeldu og fleiri dönskum tónlistarhátíðum aflýst Ekkert verður af Hróarskeldu-hátíðinni í Danmörku í sumar. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa ákveðið að aflýsa hátíðinni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Engin hátíð var heldur síðasta sumar. Erlent 4.5.2021 07:43 Danir hætta notkun á bóluefni Janssen Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta notkun á bóluefni Johnson & Johnson, Janssen, gegn kórónuveirunni. Erlent 3.5.2021 13:26 Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug. Erlent 24.4.2021 15:01 Krabbameinstilfellum hefur fækkað um 86 prósent vegna bóluefnis Niðurstöður danskrar rannsóknar benda til þess að bóluefni gegn HPV veirunni hafi leitt til fækkunar leghálskrabbameinstilfella um 86 prósent. Þá minnkar bóluefnið líkurnar á frumubreytingum töluvert. Rannsóknaraðilar segja að niðurstöðurnar lofi góðu og séu fyrsta skrefið í að koma í veg fyrir leghálskrabbamein alfarið. Erlent 22.4.2021 23:31 Skipa starfshóp Íslendinga og Dana um skiptingu handritanna Í menntamálaráðuneytinu er verið að ganga frá formsatriðum vegna skipunar starfshóps Íslendinga og Dana um skiptingu handrita en á miðvikudag verður hálf öld frá því að handrit Flateyjarbókar og Konungsbókar Eddukvæða voru afhent. Innlent 20.4.2021 06:52 Forstjóri Danske Bank hættur vegna gruns um lagabrot Chris Vogelzang hefur látið af störfum sem forstjóri Danske Bank eftir að fréttir bárust um að hann sé grunaður um lagabrot í Hollandi. Viðskipti erlent 19.4.2021 07:32 Innkalla fleiri vörur hérlendis í kjölfar dauðsfallanna í Danmörku Lyfjaver hefur í samvinnu við Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og hafið innköllun á öllum HUSK fæðubótarefnum vegna hugsanlegrar hættu á salmonellusmiti. Viðskipti innlent 16.4.2021 15:23 Vara við neyslu á vörum frá Husk eftir þrjú dauðsföll í Danmörku Matvælastofnun varar við neyslu á Husk Psyllium Froskaller og Husk Psyllium Mavbalance trefjahylkjum og dufti frá fyrirtækinu Orkla Care. Innköllun stendur yfir á öllum lotum varanna hér á landi. Neytendur 16.4.2021 12:07 Þrír látnir af völdum salmonellu í Danmörku Þrír eru látnir eftir að hafa smitast af salmonellu í Danmörku á síðustu dögum. Nítján hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna sýkingarinnar og þá hafa 33 hið minnsta veikst. Erlent 16.4.2021 08:36 Dæmdur fyrir að hafa „laumast til kynmaka“ Ungur karlmaður í Árósum í Danmörku var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun en dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa „laumast til kynmaka“ með jafnöldru sinni í sumarhúsi í Odder í janúar á þessu ári. Var talið að maðurinn hafði ekki haft ásetning til nauðgunar þegar brotið var framið. Erlent 15.4.2021 22:56 Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. Erlent 15.4.2021 22:02 Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa. Erlent 15.4.2021 12:29 Bandalagsríki NATO kalla herinn heim frá Afganistan Danir ætla að kalla herafla sinn heim frá Afganistan í skrefum fram til 11. september næstkomandi, samhliða því sem NATO og Bandaríkin hyggjast draga úr umsvifum sínum í landinu. Danir sendu fyrstu hermennina til Afganistan í janúar 2002 og hafa tekið þátt í stríðinu síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að nú hefjist nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. Erlent 14.4.2021 20:26 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 41 ›
Upptökur hafnar á níundu þáttaröð Klovn Það er staðfest að grínþættirnir Klovn eru hvergi nærri hættir. Áttunda þáttaröðin verður frumsýnd á sunnudag og kallast Okkar besta ár. Bíó og sjónvarp 4.6.2021 13:31
Danir samþykkja að geta útvistað hælisleitendakerfinu til þriðja ríkis Meirihluti danska þingsins samþykkti í morgun umdeilt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendakerfi landsins til þriðja ríkis. Yfirlýst markmið danskra stjórnvalda er að engir sæki um hæli í landinu. Erlent 3.6.2021 09:54
Íslendingar megi ekki sofna á verðinum Utanríkisráðherra hefur krafið Dani um skýringar vegna þáttar þeirra í njósnum Bandaríkjamanna á stjórnmálaleiðtogum í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og öðrum nágrannaríkjum. Innlent 31.5.2021 20:00
Utanríkisráðuneytið krefur Dani svara um njósnir og lýsir yfir vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur krafist skýringa frá Dönum vegna fregna um aðstoð þeirra við njósnir Bandaríkjamanna. Innlent 31.5.2021 14:08
Njósnir Bandaríkjanna með hjálp Dana séu skandall Þýski stjórnmálamaðurinn Peer Steinbrück, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands og fyrrum kanslaraefni þýskra Sósíaldemókrata, hefur brugðist harkalega við fréttum þess efnis að Bandaríkjamenn hafi njósnað um hann og aðra þýska stjórnmálamenn með hjálp Dana. Erlent 31.5.2021 08:39
Bandaríkjamenn fengu hjálp frá Dönum við njósnir Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA stundaði njósnir á helstu ráðamönnum í grannríkjum Danmerkur í samstarfi við dönsku leyniþjónustuna. Þetta kemur fram í skýrslu sem norrænu ríkismiðlarnir greindu frá í samstarfi við þýska og franska fjölmiðla. Erlent 30.5.2021 23:48
Fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur látinn Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er fallinn frá, 92 ára að aldri. Fjölskylda Schlüter greinir frá láti hans á heimasíðu danska Íhaldsflokksins, De Konservative. Erlent 28.5.2021 09:40
Íslendingur á Fjóni ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni Saksóknari á Fjóni í Danmörku hefur farið fram á að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi yfir 51 árs gömlum Íslendingi sem ákærður er fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms. Erlent 27.5.2021 09:09
Hætta við brottvísunarstöð fyrir brotlega hælisleitendur á Langalandi Ríkisstjórn Danmerkur hefur hætt við áætlanir um að koma upp brottvísunarstöð fyrir brotlega hælisleitendur á Langalandi. Málið hefur mikið verið til umfjöllunar í Danmörku síðustu daga og vikur. Erlent 26.5.2021 10:17
Magnús Þór tekur við áhættustýringunni hjá Danske Bank Magnús Þór Ágústsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Danske Bank. Hann mun sömuleiðis taka sæti í framkvæmdastjórn bankans. Viðskipti erlent 25.5.2021 14:46
Tvö börn létust í eldsvoða í Danmörku Tvö börn á aldrinum sjö og ellefu ára létust í eldsvoða í Danmörku í nótt þegar eldur kviknaði í íbúðahúsi í Hobro á norðanverðu Jótlandi. Erlent 24.5.2021 14:48
„Sagði oft að andlitið á mér væri fallegt en líkaminn minn ekki“ Myndband af fitusmánun á 21 árs íslenskri stúlku í Kaupmannahöfn hefur vakið mikla athygli síðustu daga. María Rós Magnúsdóttir ákvað að birta myndbandið af atvikinu til þess að vekja fólk til umhugsunar um fitufordóma. Lífið 21.5.2021 11:31
Maðurinn á bak við „Vi er røde, vi er hvide“ er fallinn frá Danski tónlistarmaðurinn Michael Bruun er látinn, sjötugur að aldri. Bruun er einna þekktastur fyrir að hafa samið og framleitt lagið Re-Sepp-Ten, með laglínuna „Vi er røde, vi er hvide“ í viðlaginu. Lagið ómaði í kringum leiki danska landsliðsins á HM í knattspyrnu 1986 og raunar löngu eftir það og gerir enn. Lífið 18.5.2021 08:43
Danir sömdu um tilslakanir sem ná til nærri alls samfélagsins Samkomulag hefur náðst á danska þinginu um verulegar tilslakanir á sóttvarnarreglum í landinu frá og með komandi föstudegi. Afléttingarnar ná til landsins alls, og langflest svið dansks samfélags í einhverri mynd, ef frá eru taldir næturklúbbar og diskótek. Erlent 18.5.2021 07:44
Vilja ekki geyma brottvikna hælisleitendur á Grænlandi Ríkisstjórn Danmerkur hafnar tillögu Danska Þjóðarflokksins þess efnis að brottviknir hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi. Þetta kom fram í ræðu ráðherra málefna innflytjenda, sósíaldemókratans Mattias Tesfaye, í danska þinginu. Erlent 9.5.2021 07:27
Yfirbyggðir sjúkrasleðar hjá danska hernum á Grænlandi Danski herinn á Grænlandi, Arktisk Kommando, hefur tekið þrjá sjúkrasleða til notkunar á afskekktum svæðum þessarar strjálbýlu nágrannaeyju Íslands. Sleðunum er ætlað að auka öryggi danskra hermanna, þar á meðal Síríus-sérsveitarinnar, en einnig vísindamanna og annarra á ferð um hrjóstrugar slóðir fjarri byggðum. Erlent 5.5.2021 10:53
Greindist með kórónuveiruna daginn fyrir úrslitaleik á EM: Keypti sér far með einkaflugvél heim Daninn Viktor Axelsen, einn besti badminton spilari heims, lenti um helgina í einni af verstu mögulegu martröð afreksmannsins á tímum kórónuveirunnar. Hann greindist með kórónuveiruna daginn fyrir úrslitaleik á Evrópumótinu. Sport 4.5.2021 09:01
Hróarskeldu og fleiri dönskum tónlistarhátíðum aflýst Ekkert verður af Hróarskeldu-hátíðinni í Danmörku í sumar. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa ákveðið að aflýsa hátíðinni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Engin hátíð var heldur síðasta sumar. Erlent 4.5.2021 07:43
Danir hætta notkun á bóluefni Janssen Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta notkun á bóluefni Johnson & Johnson, Janssen, gegn kórónuveirunni. Erlent 3.5.2021 13:26
Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug. Erlent 24.4.2021 15:01
Krabbameinstilfellum hefur fækkað um 86 prósent vegna bóluefnis Niðurstöður danskrar rannsóknar benda til þess að bóluefni gegn HPV veirunni hafi leitt til fækkunar leghálskrabbameinstilfella um 86 prósent. Þá minnkar bóluefnið líkurnar á frumubreytingum töluvert. Rannsóknaraðilar segja að niðurstöðurnar lofi góðu og séu fyrsta skrefið í að koma í veg fyrir leghálskrabbamein alfarið. Erlent 22.4.2021 23:31
Skipa starfshóp Íslendinga og Dana um skiptingu handritanna Í menntamálaráðuneytinu er verið að ganga frá formsatriðum vegna skipunar starfshóps Íslendinga og Dana um skiptingu handrita en á miðvikudag verður hálf öld frá því að handrit Flateyjarbókar og Konungsbókar Eddukvæða voru afhent. Innlent 20.4.2021 06:52
Forstjóri Danske Bank hættur vegna gruns um lagabrot Chris Vogelzang hefur látið af störfum sem forstjóri Danske Bank eftir að fréttir bárust um að hann sé grunaður um lagabrot í Hollandi. Viðskipti erlent 19.4.2021 07:32
Innkalla fleiri vörur hérlendis í kjölfar dauðsfallanna í Danmörku Lyfjaver hefur í samvinnu við Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og hafið innköllun á öllum HUSK fæðubótarefnum vegna hugsanlegrar hættu á salmonellusmiti. Viðskipti innlent 16.4.2021 15:23
Vara við neyslu á vörum frá Husk eftir þrjú dauðsföll í Danmörku Matvælastofnun varar við neyslu á Husk Psyllium Froskaller og Husk Psyllium Mavbalance trefjahylkjum og dufti frá fyrirtækinu Orkla Care. Innköllun stendur yfir á öllum lotum varanna hér á landi. Neytendur 16.4.2021 12:07
Þrír látnir af völdum salmonellu í Danmörku Þrír eru látnir eftir að hafa smitast af salmonellu í Danmörku á síðustu dögum. Nítján hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna sýkingarinnar og þá hafa 33 hið minnsta veikst. Erlent 16.4.2021 08:36
Dæmdur fyrir að hafa „laumast til kynmaka“ Ungur karlmaður í Árósum í Danmörku var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun en dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa „laumast til kynmaka“ með jafnöldru sinni í sumarhúsi í Odder í janúar á þessu ári. Var talið að maðurinn hafði ekki haft ásetning til nauðgunar þegar brotið var framið. Erlent 15.4.2021 22:56
Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. Erlent 15.4.2021 22:02
Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa. Erlent 15.4.2021 12:29
Bandalagsríki NATO kalla herinn heim frá Afganistan Danir ætla að kalla herafla sinn heim frá Afganistan í skrefum fram til 11. september næstkomandi, samhliða því sem NATO og Bandaríkin hyggjast draga úr umsvifum sínum í landinu. Danir sendu fyrstu hermennina til Afganistan í janúar 2002 og hafa tekið þátt í stríðinu síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að nú hefjist nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. Erlent 14.4.2021 20:26