Danmörk

Fréttamynd

„Sænska á­standið“ orðið að nor­rænu

Ekki er lengur hægt að tala um „sænska ástandið“ sem hefur verið notað til að lýsa brotaöldu í Svíþjóð á undanförnum árum. Þess í stað er réttara að tala um „norræna ástandið“, þar sem þróunin sé ógnvekjandi á öllum Norðurlöndum, samkvæmt formönnum lögreglufélaga þessara landa.

Innlent
Fréttamynd

Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Græn­lands fram­undan

Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga.

Erlent
Fréttamynd

Sam­staða í Fær­eyjum um að bjóða út Suðureyjargöng

Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár.

Erlent
Fréttamynd

Sam­keppni eykst í Græn­lands­flugi

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þór­dís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Ís­landi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kannast ekki við daður Friðriks Danakonungs og segir dapurt að íslenskir fjölmiðlar geri sér mat úr frásögnum um það sem birtust í áströlskum slúðurmiðli. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands veltir í nýútkominni bók fyrir sér hvort María Danadrottning hefði daðrað við hann í veislu í forsetatíð sinni.

Lífið
Fréttamynd

Dana­konungur sagður hafa daðrað við Þór­dísi

Ástralski slúðurmiðillinn Now to Love segir Friðrik Danakonung hafa daðrað við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands, á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar 

Lífið
Fréttamynd

Gerður í Blush gladdi konur í Köben

Mikil stemning ríkti á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn liðna helgi þegar 120 íslenskar konur komu saman til að heiðra framúrskarandi fyrirmyndir. Viðburðurinn, Seigla og sigrar, var á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku.

Lífið
Fréttamynd

Ulf Pilgaard er látinn

Danski leikarinn Ulf Pilgaard er látinn, 83 ára að aldri, eftir snörp veikindi. Hann gerði garðinn helst frægan fyrir leik í kvikmyndaflokknum Næturvaktinni og fyrir þátttöku í Sirkusrevíunni í fjóra áratugi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mary drottning hafi undrast um­ræðu um brúna skó Björns

„Hvort sem það er gott eða slæmt þá eru umræður um umbúðir oft meiri en um innihald,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um fréttaflutning af Danmerkurheimsókn hennar undanfarna daga. Hún segir Mary Danadrottningu hafa undrast á þeirri athygli sem brúnir skór Björns Skúlasonar eiginmanns Höllu hafi fengið hér á landi. 

Lífið
Fréttamynd

United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Höllu fylgt um Kaup­manna­höfn: „Er hún ekki vin­sæl á Ís­landi?“

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fagnaði 56 ára afmæli í gær. Hún er nýkomin aftur heim úr sinni fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur þar sem öllu var til tjaldað. Heimsókn sem hún lýsir sjálf sem lærdómsríku ævintýri. Töluverður áhugi var fyrir heimsókninni í Danmörku og komust færri fjölmiðlar að en vildu á helstu viðburði.

Lífið
Fréttamynd

Við­skipta­lífið sér­stak­lega á­huga­samt um að fylgja Höllu út

Viðskiptasendinefndin sem fylgdi Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í fyrstu opinberu heimsókn hennar til Danmerkur í vikunni taldi tæplega sjötíu manns og er ein sú stærsta frá upphafi, að sögn forstöðumanns hjá Íslandsstofu. Sendinefndin stendur straum af öllum kostnaði sjálf, forsetaembættið greiðir aðeins flug undir sitt fólk.

Innlent
Fréttamynd

Halla í rán­dýrum kjól með Maríu og Frið­riki

Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks.

Lífið
Fréttamynd

Hæst­á­nægð með Höllu

Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn.

Innlent
Fréttamynd

Kom skemmti­lega á ó­vart að hitta Margréti Dana­drottningu

Það kom Höllu Tómasdóttur forseta Íslands skemmtilega á óvart að hitta Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Halla segir drottninguna vera sér mikla fyrirmynd og því hafi verið gaman að hún hafi óvænt komið og heilsað upp á forsetahjónin í Amalíuborgarhöll við komuna þangað í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungs­höllinni

Mikið var um dýrðir á hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í kvöld, þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands er stödd í sinni fyrstu opinberu heimsókn. Heimsóknin er einnig sú fyrsta í tíð Friðriks tíunda á konungsstóli. 

Innlent
Fréttamynd

Sögu­leg heim­sókn konungs­hjónanna í Jóns­hús

Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn segir það afar merkilegt að Friðrik X Danakonungur komi, ásamt Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í heimsókn í Jónshús í dag. Það hafi aldrei gerst áður að þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim.

Innlent
Fréttamynd

Koma siglandi og sótt á hest­vagni

Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim.

Innlent
Fréttamynd

Wat­son skal á­fram sæta gæslu­varð­haldi

Dómstóll í Nuuk í Grænlandi hefur úrskurðað að kanadíski hvalveiðiandstæðingurinn Paul Watson skuli sæta gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar, eða til 23. október næstkomandi. 

Erlent
Fréttamynd

Lakkrískóngurinn Bülow selur sveitasetrið

Danski lakkrískóngurinn Johan Bülow hefur sett sveitasetur sitt í bænum Tisvildeleje, við strandlengjuna á norður Sjálandi í Danmörku, á sölu. Húsið var byggt árið 2013 og er staðsett á 3651 fermetra eignarlóð.

Lífið