Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. febrúar 2025 12:34 Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen var formaður ríkisstjórnarflokksins Siumut. Vísir/Samsett Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen var formaður Siumut í þrjú ár sem myndaði landsstjórn með Inuit Ataqatigiit árið 2022. Hún var kjörinn annar varaformaður flokksins árið 2020. Hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun þar sem hún ræddi málefni Grænlands ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og Piu Hanson, forstöðumanni Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands. „Við erum eiginlega rétt að jafna okkur eftir erfiðan janúar. Danskir fjölmiðlar voru mikið að ræða nýársræðu landsstjórnarformannsins. Hann var að tala inn í sjálfstæðisbaráttunni og það var mikið einblínt á það. Svo kemur þetta út með Trump nokkrum dögum seinna. Síðan þá hefur maður verið að vinna á fullu við að reyna að komast að því hvað er að gerast og hvað hann er virkilega að meina,“ segir hún innt eftir því hvernig staðan blasi við henni. Bæti samningsstöðu Grænlendinga Inga Dóra segir þó að sér og Grænlendingum bregði við ummæli Bandaríkjaforseta en að það bæti þó samningsstöðu Grænlands við Danmörku. „Við stöndum miklu sterkari í samningaviðræðumvið dönsku ríkisstjórnina sem áður fyrr hefur verið svolítið hæg á sér þegar kemur að málefnum sem eru mikilvæg fyrir Grænland. Sérstaklega þessi stóru mál sem við höfum heyrt mikið um eins og lykkjumálið,“ segir hún. Inga Dóra segir það ljóst að samband Grænlands og Danmerkur sé ekki reist á jafningjagrundvelli. „Við erum ekki jafningjar í þessu ríkjasambandi,“ segir hún. „Óbreytt staða er ekki möguleiki. Við getum ekki haldið áfram að vera í þessu sambandi ef við erum ekki jafningjar,“ segir hún. Áhyggjur af skautun Framundan sé mikilla frétta að vænta frá Grænlandi. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar í apríl og þá þarf einnig að halda þingkosningar fyrir sjötta apríl. Inga Dóra segir þetta vera erfitt tímabil fyrir flokkana að standa í kosningabaráttu en ljóst er að niðurstöðurnar geti verið þýðingamiklar fyrir framtíð landsins. „Það verður mjög spennandi að sjá hvað gerist þá,“ segir hún. Inga Dóra hefur jafnframt áhyggjur af aukinni skautun og sundrung í grænlensku samfélagi. Það segir hún spurð hvort vegi þyngra í umræðum um ríkjasambandið, viljinn til sjálfstæðis eða óvild í garð Dana. „Það eru margir sem eru að sýna hatur gegn hvort öðru. Þetta er að styrkjast rosalega mikið og er orðið svo svart og hvítt. Þessi klofningur í samfélaginu er á versta hugsanlegum tíma því vi' erum einmitt að fara í kosningabaráttu. Ég er að vonast til að fólk tali saman og skilji hversu alvarleg staða þetta er,“ segir hún. „Þetta er mjög alvarleg staða í Grænlandi og það verður að hreinsa loftið. Eftir kosningar vonast ég til að fólk hafi betri skilning,“ segir Inga Dóra. Erfitt að spá til um framtíðina Hún segir erfitt að segja til um hvað næstu mánuðir beri í skauti sér fyrir Grænlendinga. „Við vitum allavega að við erum að fara í kosningabaráttu á versta mögulega tíma. Það verður náttúrlega sjálfstæðisbaráttan og málin með Bandaríkin og Danmörku hávært umræðuefni. Við erum að fara úr lágspennusvæði í háspennusvæði á norðurslóðum og það veldur okkur óhug. Fólk verður að taka afstöðu til þess og setja sig betur inn í málin,“ segir hún. Hún segir þó ljóst að mörg tækifæri standi Grænlendingum til boða haldi þeir vel á spöðunum. „Þetta er ekki varnarstaða heldur sóknarstaða fyrir Grænland til að nota þennan tíma í að fá sem mest út úr þessu ríkjasambandi.“ Grænland Sprengisandur Bandaríkin Donald Trump Danmörk Kosningar á Grænlandi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Sjá meira
Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen var formaður Siumut í þrjú ár sem myndaði landsstjórn með Inuit Ataqatigiit árið 2022. Hún var kjörinn annar varaformaður flokksins árið 2020. Hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun þar sem hún ræddi málefni Grænlands ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og Piu Hanson, forstöðumanni Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands. „Við erum eiginlega rétt að jafna okkur eftir erfiðan janúar. Danskir fjölmiðlar voru mikið að ræða nýársræðu landsstjórnarformannsins. Hann var að tala inn í sjálfstæðisbaráttunni og það var mikið einblínt á það. Svo kemur þetta út með Trump nokkrum dögum seinna. Síðan þá hefur maður verið að vinna á fullu við að reyna að komast að því hvað er að gerast og hvað hann er virkilega að meina,“ segir hún innt eftir því hvernig staðan blasi við henni. Bæti samningsstöðu Grænlendinga Inga Dóra segir þó að sér og Grænlendingum bregði við ummæli Bandaríkjaforseta en að það bæti þó samningsstöðu Grænlands við Danmörku. „Við stöndum miklu sterkari í samningaviðræðumvið dönsku ríkisstjórnina sem áður fyrr hefur verið svolítið hæg á sér þegar kemur að málefnum sem eru mikilvæg fyrir Grænland. Sérstaklega þessi stóru mál sem við höfum heyrt mikið um eins og lykkjumálið,“ segir hún. Inga Dóra segir það ljóst að samband Grænlands og Danmerkur sé ekki reist á jafningjagrundvelli. „Við erum ekki jafningjar í þessu ríkjasambandi,“ segir hún. „Óbreytt staða er ekki möguleiki. Við getum ekki haldið áfram að vera í þessu sambandi ef við erum ekki jafningjar,“ segir hún. Áhyggjur af skautun Framundan sé mikilla frétta að vænta frá Grænlandi. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar í apríl og þá þarf einnig að halda þingkosningar fyrir sjötta apríl. Inga Dóra segir þetta vera erfitt tímabil fyrir flokkana að standa í kosningabaráttu en ljóst er að niðurstöðurnar geti verið þýðingamiklar fyrir framtíð landsins. „Það verður mjög spennandi að sjá hvað gerist þá,“ segir hún. Inga Dóra hefur jafnframt áhyggjur af aukinni skautun og sundrung í grænlensku samfélagi. Það segir hún spurð hvort vegi þyngra í umræðum um ríkjasambandið, viljinn til sjálfstæðis eða óvild í garð Dana. „Það eru margir sem eru að sýna hatur gegn hvort öðru. Þetta er að styrkjast rosalega mikið og er orðið svo svart og hvítt. Þessi klofningur í samfélaginu er á versta hugsanlegum tíma því vi' erum einmitt að fara í kosningabaráttu. Ég er að vonast til að fólk tali saman og skilji hversu alvarleg staða þetta er,“ segir hún. „Þetta er mjög alvarleg staða í Grænlandi og það verður að hreinsa loftið. Eftir kosningar vonast ég til að fólk hafi betri skilning,“ segir Inga Dóra. Erfitt að spá til um framtíðina Hún segir erfitt að segja til um hvað næstu mánuðir beri í skauti sér fyrir Grænlendinga. „Við vitum allavega að við erum að fara í kosningabaráttu á versta mögulega tíma. Það verður náttúrlega sjálfstæðisbaráttan og málin með Bandaríkin og Danmörku hávært umræðuefni. Við erum að fara úr lágspennusvæði í háspennusvæði á norðurslóðum og það veldur okkur óhug. Fólk verður að taka afstöðu til þess og setja sig betur inn í málin,“ segir hún. Hún segir þó ljóst að mörg tækifæri standi Grænlendingum til boða haldi þeir vel á spöðunum. „Þetta er ekki varnarstaða heldur sóknarstaða fyrir Grænland til að nota þennan tíma í að fá sem mest út úr þessu ríkjasambandi.“
Grænland Sprengisandur Bandaríkin Donald Trump Danmörk Kosningar á Grænlandi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent