Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 07:49 Það er ekki langt síðan leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja áttu fund en þessi mynd er tekin á fundi leiðtoga ríkjanna á öryggismálaráðstefnunni í München sem fram fór um helgina. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, verður fulltrúi Norðurlandanna á neyðarfundi Evrópuleiðtoga í París í dag um stöðuna í Úkraínu. Það var Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem boðaði fundinn í framhaldi af málflutningi Trump-stjórnarinnar undanfarna daga í tengslum við friðarviðræður við Rússa vegna Úkraínu, sem Evrópu er haldið utan, og eftir samtöl Trump Bandaríkjaforseta við Pútín Rússlandsforseta. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Berlingske að Frederiksen myndi tala máli Norðurlanda og Eistrasaltsríkja á fundinum í París. „Það er fundur í París á morgun, þar sem danski forsætisráðherrann tekur þátt og á margan hátt mun vera fulltrúi Norðurlanda og Eistrasaltsríkja, sem eru meðal þeirra sem styðja hvað mest við Úkraínu,“ sagði Løkke við Berlingske í gær. Sjá einnig: Reiðubúinn að senda hermenn til Úkraínu Á fundinum stendur til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að leiðtogar Evrópu væru uggandi. Samband Evrópu og Bandaríkjanna sé hins vegar ekki að versna heldur breytast að sögn Kristrúnar en hún sótti umfangsmikla öryggisráðstefnu í München um helgina ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún segist hafa lagt áherslu á að efla samband Íslands við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Hún hafi einnig átt samtöl við fjölda leiðtoga Evrópu og ríkja innan Atlantshafsbandalagsins. Nokkur hópur leiðtoga Evrópulanda hafa boðað komu sína á fundinn, þeirra á meðal Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands auk þýskalandskanslara, Olaf Schulz. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sækja einnig fundinn. Danmörk Utanríkismál Úkraína NATO Noregur Svíþjóð Finnland Eistland Lettland Litháen Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Berlingske að Frederiksen myndi tala máli Norðurlanda og Eistrasaltsríkja á fundinum í París. „Það er fundur í París á morgun, þar sem danski forsætisráðherrann tekur þátt og á margan hátt mun vera fulltrúi Norðurlanda og Eistrasaltsríkja, sem eru meðal þeirra sem styðja hvað mest við Úkraínu,“ sagði Løkke við Berlingske í gær. Sjá einnig: Reiðubúinn að senda hermenn til Úkraínu Á fundinum stendur til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að leiðtogar Evrópu væru uggandi. Samband Evrópu og Bandaríkjanna sé hins vegar ekki að versna heldur breytast að sögn Kristrúnar en hún sótti umfangsmikla öryggisráðstefnu í München um helgina ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún segist hafa lagt áherslu á að efla samband Íslands við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Hún hafi einnig átt samtöl við fjölda leiðtoga Evrópu og ríkja innan Atlantshafsbandalagsins. Nokkur hópur leiðtoga Evrópulanda hafa boðað komu sína á fundinn, þeirra á meðal Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands auk þýskalandskanslara, Olaf Schulz. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sækja einnig fundinn.
Danmörk Utanríkismál Úkraína NATO Noregur Svíþjóð Finnland Eistland Lettland Litháen Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira