Írak

Fréttamynd

Harðir bardagar í Mósúl

Í það minnsta 20 létust í hörðum bardaga í borginni Mósúl í Norður-Írak í morgun. Þetta eru mannskæðustu átök í Írak frá því að Írakar tóku aftur við völdum í landinu. Barist var á nokkrum stöðum í borginni, þar á meðal í miðbænum.

Erlent
Fréttamynd

Átök í Mósúl í morgun

Til harðra átaka kom í borginni Mósúl í Norður-Írak á milli uppreisnarmanna og íröksku lögreglunnar í morgun og hafa átökin nú staðið yfir í nokkra klukkutíma. Samkvæmt upplýsingum frá Reuters-fréttastofunni brutust út átök á fleiri en einum stað í borginni og mátti heyra í það minnsta sex háværar sprengingar.

Erlent
Fréttamynd

Gíslar látnir lausir

Uppreisnarmenn hafa látið nokkra gísla lausa í Írak í morgun en þeir eru flestir bílstjórar eða vinna fyrir erlend fyrirtæki sem starfa fyrir Bandaríkjaher. Fyrirtækin hafa í flestum tilfellum lofað að draga starfsemi sína út úr Írak til að fá gíslana lausa. Á meðal þeirra sem látnir hafa verið lausir eru tveir Tyrkir.

Erlent
Fréttamynd

Blóðbað í Baqouba

Ein mannskæðasta sprengjuárás frá innrás Bandaríkjamanna í Írak kostaði 51 óbreyttan borgara lífið í borginni Baqouba í gær. Hryðjuverkaógn vofir yfir fulltrúafundi um næstu helgi sem leggja á grunn að þjóðþingi Íraka. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Eldflaugarárás nærri Græna svæðinu

Að minnsta kosti einn írakskur borgari lést og annar særðist þegar skæruliðar skutu eldflaugasprengju í miðri Bagdad í morgun. Sprengjan lenti nærri „Græna svæðinu“ svokallaða þar sem eru sendiráð Bandaríkjanna og aðsetur íröksku bráðabirgðastjórnarinnar. Nokkrir bílar skemmdust í árásinni en sprengjum hefur ítrekað verið skotið á svæðið.

Erlent
Fréttamynd

Egypska embættismanninum sleppt

Mannræningjar í Írak slepptu egypskum embættismanni úr haldi í gær. Utanríkisráðherra Egypta segir manninn við góðu heilsu en honum var rænt á föstudag þegar hann var að ganga út úr bænahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Ættingjar gísls hótuðu drápum

Sex Írakar særðust er sprengja sprakk í borginni Fallujah í Írak í dag. Vígamenn eru grunaðir um verknaðinn. Hryðjuverkamenn hafa hótað árásum á veginum milli Jórdaníu og Íraks en mesta umferðin þar á milli er á vegum Bandaríkjahers. Talið er að þetta sé sami hópur og rændi jórdönsku bílstjórunum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Dráp og mannrán halda áfram

Vígamenn í Írak drápu átta manns í dag, þar á meðal háttsettan embættismann úr innanríkisráðuneytinu. Ekkert lát er á mannránum en tveimur Jórdönum og tveimur Pakistönum var rænt í dag til viðbótar við þá sjö gísla sem hafa setið í haldi í rúma viku. 

Erlent
Fréttamynd

Háttsettur Íraki myrtur

Þrír létust í sjálfsmorðsárásum í borginni Mósúl í Írak í morgun og háttsettur embættismaður var myrtur á heimili sínu í Bagdad. Árásum í Írak fer fjölgandi.

Erlent
Fréttamynd

13 skæruliðar drepnir

Varnarliðsmenn í Írak drápu þrettán skæruliða í hörðum bardögum utan við borgina Baquba í morgun. Skæruliðarnir réðust til atlögu með sprengjuvörpum og handsprengjum á varnarliðsmenn þar sem þeir aðstoðuðu bandaríska hermenn við að brjóta á bak aftur skyndiáhlaup í Baquba.

Erlent
Fréttamynd

Pyntingatól í Írak

Pyntingartól sem Údei Hussein notaði til að refsa íþróttamönnum í stjórnartíð Saddams, föður hans, voru höfð til sýnis á þjóðarleikvangi Íraka í Bagdad í gær. Þetta var gert í tilefni Ólympíuleikanna sem haldnir verða í næsta mánuði til að minna á að ógnarstjórnin sé liðin undir lok. 

Erlent
Fréttamynd

Áströlum og Írökum hótað

Ástralíu og Ítalíu hafa borist hótanir um hryðjuverk frá samtökum, sem talin eru tengjast Al-Kaída, flytji löndin ekki heri sína heim frá Írak. Utanríkisráðherra Ástralíu segist taka hótunina alvarlega en ekki komi til greina að láta undan kröfum hryðjuverkamanna. 

Erlent
Fréttamynd

Embættismanni rænt í Írak

Háttsettur embættismaður frá Egyptalandi er nú í haldi írakskra skæruliða ásamt sjö öðrum gíslum. Egyptinn, Momdoh Kotb að nafni, er einn af aðalerindrekum Egypta í Írak og segjast skæruliðarnir hafa tekið hann í gíslingu vegna tilboðs Egypta um að hjálpa til við öryggismál í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Engar framfarir án öryggis

Efnahagslíf Íraka hefur ekki enn tekið við sér, fimmtán mánuðum eftir fall Saddams Hussein. Áhugi erlendra fjárfesta er til staðar en þeir halda að sér höndum vegna óaldar sem ríkir í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Embættismanni rænt í Írak

Skæruliðar í Írak tóku í dag háttsettan egypskan embættismann í gíslingu. Þetta er í fyrsta skipti sem erlendum embættismanni er rænt í Írak. 

Erlent
Fréttamynd

Árásir í Írak

Bandaríski flugherinn gerði árás á uppreisnarmenn í borginni Fallujah í Írak í morgun. Að sögn sjónarvotta særðust fimm óbreyttir borgarar í árásinni, þar á meðal börn. Þá létust tveir bandarískir hermenn í sprengingu í morgun nálægt borginni Samarra og Íraki var skotinn til bana í Mósul en hann starfaði fyrir Bandaríkjaher.

Erlent
Fréttamynd

Segist koma heim bráðlega

Filipeyskur gísl, í Írak, hefur sent fjölskyldu sinni myndbandsspólu af sér, þar sem hann segist koma heim bráðlega. Hann þakkaði jafnframt ríkisstjórn Filipseyja fyrir að hraða brottflutningi hermanna sinna frá Írak.

Erlent
Fréttamynd

Ellefu létust í Bagdad

Ellefu létust og tugir særðust í öflugri sprengingu í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gær.

Erlent