Erlent

Sprenging fyrir utan lögreglustöð

Að minnsta kosti fimm létust og tuttugu og einn særðist þegar bílsprengja sprakk fyrir utan lögreglustöð suður af Bagdad í Írak í morgun. Uppreisnarmenn skutu einnig eldflaugasprengju að brú í Bagdad. Þá börðust bandarískir hermenn og írakskar öryggissveitir við skæruliða úr röðum írakska klerksins Moqtada al-Sadr í borginni Najaf í nótt. Bandaríkjamenn kölluðu á liðsauka herþyrlna en átökin voru framhald árása uppreisnarmanna á lögreglustöðvar í borginni. Bandaríkjamenn gáfu í gær út yfirýsingu um að þarlend stjórnvöld láti ekki undan kröfum mannræningja í Írak. Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir að þetta sé samdóma álit þeirrar þrjátíu og einnar þjóðar sem standa að hernaðinum í Írak og að búast megi við samhljóma yfirlýsingum frá fleirum á næstu dögum. Meðal þessarra þjóða er Íslendingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×