Erlent

Egypska embættismanninum sleppt

Mannræningjar í Írak slepptu egypskum embættismanni úr haldi í gær. Utanríkisráðherra Egypta segir manninn, Mohammed Mamdouh að nafni, við góðu heilsu en honum var rænt á föstudag þegar hann var að ganga út úr bænahúsi. Hann er þriðji hæst setti Egyptin í Írak og sögðust mannræningjarnir vilja hræða stjórnvöld í Egyptalandi frá því að senda öryggissérfræðinga til aðstoðar bráðabirgðastjórninni í Írak. Egypska utanríkisráðuneytið segir manninum hafa verið sleppt eftir árangursríkar samningaviðræður. Tilkynning þessa efnis kom aðeins nokkrum mínútum eftir að arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera flutti tilkynningu frá mannræningjunum þar sem þeir sögðust hafa sleppt gíslinum því hann væri trúaður og góður maður. Mannræningjarnir sögðust hafa neitað að taka við hárri peningagreiðslu frá egypskum stjórnvöldum. Mohammed Mamdouh er hér til vinstri þegar hann kemur að egypska sendiráðinu í Írak í morgun.    Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×