Írak

Fréttamynd

10 látnir eftir bílsprengju

Tíu fórust og fimmtíu eru sárir eftir öfluga sprengingu sem varð í Bagdad fyrr í morgun, skammt frá græna svæðinu sem umlykur höfuðstöðvar bráðabirgðaríkisstjórnar Íraks og aðalstöðvar hersetuliðsins þar. Bíl var ekið upp að einum af hliðunum inn á græna svæðið og hann sprengdur í loft upp inni í þvögu af fólki á leið til vinnu sinnar.</font />

Erlent
Fréttamynd

Á þriðja tug fórst í dag

Á þriðja tug fórst í sprengjuárásum í Bagdad í Írak í dag. Enginn virðist geta spornað við sífelldum árásum hryðjuverkamanna í landinu. 

Erlent
Fréttamynd

Í hendur annarra mannræningja

Breski gíslinn Kenneth Bigley hefur nú verið færður í hald annars hóps í Írak samkvæmt því sem Paul Bigley, bróðir Kenneths, greindi fréttastofu Sky frá í morgun. Paul Bigley sagði vini í Kúveit hafa fært sér þessi tíðindi og að vonandi þýddi þetta að hægt yrði að greiða lausnargjald fyrir Kenneth Bigley.

Erlent
Fréttamynd

Árás á vopnageymslu

Bandarískir hermenn gerðu sína þriðju árás á borgina Falluja í Írak á einum sólarhring snemma í gær. Sprengdu þeir meðal annars upp byggingu sem þeir sögðu að væri notuð af uppreisnarsinnum sem vopnageymsla.

Erlent
Fréttamynd

Ráðist gegn uppreisnarmönnum

Rúmlega hundrað menn eru sagðir hafa fallið í bardögum í Samarra eftir að íraskar og bandarískar hersveitir gerðu atlögu gegn vígamönnum í borginni. Helsti samstarfsmaður Osama bin Laden hvatti ungmenni til að ráðast gegn Bandaríkjunum. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Með tíu gísla í haldi

Íslamskur hópur sem kallar sig „Íslamskur her Íraks - herdeild vesturhéraðanna“ fullyrðir að hann hafi tíu gísla á valdi sínu. Sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi myndband frá hópnum í dag en hópurinn segist hafa tvær indónesískar konur, tvo Líbani og sex Íraka í haldi.

Erlent
Fréttamynd

34 börn hafa látist í dag

Af þeim rúmlega fjörutíu sem látist hafa í sprengingum í Írak í dag eru þrjátíu og fjögur börn. Flest þeirra voru í námunda við bandaríska hermenn til að fá hjá þeim sælgæti. 139 særðust í tilræðunum, meirihlutinn börn. 

Erlent
Fréttamynd

Þrjátíu létust í sprengingum

Allt að þrjátíu og þrír, bæði írakskir borgarar og bandarískir hermenn, létu lífið í tveimur sprengjutilræðum í suðurhluta Bagdads nú fyrir stundu. Sprengjurnar sprungu skammt frá bílalest bandarískra hermanna. Sú seinni sprakk þegar hermennirnir reyndu að aðstoða þá sem særðust í fyrstu sprengingunni.

Erlent
Fréttamynd

Bresk stjórnvöld gefa ekki eftir

Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í morgun að Bretar hyggðust hvorki greiða lausnargjald, né láta undan öðrum kröfum mannræningja Kenneth Bigleys til að fá hann lausan. Það yrði aðeins hvatning til mannræningja um að auka umsvif sín.

Erlent
Fréttamynd

41 liggur í valnum

Fjörutíu og einn maður hið minnsta liggur í valnum eftir þrjú sprengjustilræði í Bagdad í Írak í morgun. Bandarískir hermenn í Írak verða að meðaltali fyrir um áttatíu árásum á degi hverjum. 

Erlent
Fréttamynd

Munu hlusta á mannræningja

Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir að stjórnvöld séu viljug til að hlusta á kröfur mannræningja ef þeir snúa sér beint til þeirra, en að útilokað sé að greiða lausnargjald fyrir gísla líkt og talið er að ítölsk stjórnvöld hafi gert fyrir tvær ítalskar konur sem sleppt var úr haldi mannræningja í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Frönskum gíslum sleppt?

Milligöngumenn vonast til að semja um að tveimur frönskum gíslum í Írak verði sleppt fyrir vikulok. Þeir segjast nú einungis bíða þess að bandarískar hersveitir tryggi þeim leið í burtu. Allt annað sé til reiðu.

Erlent
Fréttamynd

Ítalir átaldir vegna lausnargjalds

Lausnargjald var greitt fyrir tvo ítalska gísla sem haldið var í Írak. Gleði ríkir á Ítalíu vegna heimkomu þeirra en ítölsk stjórnvöld eru átalin fyrir að hafa reitt lausnargjaldið af hendi. 

Erlent
Fréttamynd

Afsakanir sagðar ófullnægjandi

Skiptar skoðanir eru meðal fulltrúa á þingi Verkamannaflokksins um hvort Tony Blair hafi gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi Íraksmálið í ræðu sem hann hélt á þinginu í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Nýjar myndir af Bigley

Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag nýja myndbandsupptöku af Bretanum Ken Bigley sem mannræningjar í Írak hafa hótað að afhöfða. Á myndbandinu endurtekur Bigley, innilokaður í búri, kröfur mannræningja um að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, láti leysa kvenfanga í írökskum fangelsum úr haldi.

Erlent
Fréttamynd

Mannfall íraskra borgara mikið

Bandaríska hernámsliðið í Írak reynir nú að knésetja uppreisnarmenn víða um landið en búast má við að saklaust fólk verði sem fyrr illa úti í þeim átökum. Engar opinberar tölur liggja fyrir um mannfall óbreyttra borgara síðan ráðist var inn í landið í fyrra en talið er að minnsta kosti tíu þúsund manns hafi látið lífið.

Erlent
Fréttamynd

Skuggi Íraks vofir yfir

Landsþing breska Verkamannaflokksins stendur nú sem hæst. Leiðtogar flokksins reyna hvað þeir geta til að beina athyglinni að árangri sínum heima fyrir en þingfulltrúar vilja heldur ræða um ástandið í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Búið að lífláta Bigley?

Breski gíslinn Kenneth Bigley, sem haldið er föngnum af mannræningjum í Írak, hefur verið tekinn af lífi samkvæmt tilkynningu sem birt var á íslamskri vefsíðu í dag. Breska utanríkisráðuneytið segist ekki taka tilkynninguna trúanlega, enda hafi vefsíðan áður birt tíðindi af gíslum í Írak sem svo hafi komið í ljós að ekki áttu við rök að styðjast.

Erlent
Fréttamynd

Átta féllu í Fallujah

Bandaríkjaher hóf enn eina stórsóknina á Fallujah í Írak í nótt. Að minnsta kosti átta eru fallnir. Með árásinni á enn einu sinni að reyna að uppræta öfgamenn í hryðjuverkahópi Abu Musab al-Zarqawi sem staðið hefur fyrir flestum voðaverkum í Írak að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Óvíst um afdrif Bigleys

Misvísandi fréttir berast um afdrif Kens Bigleys, breska gíslsins sem situr í haldi mannræningja í Írak. Bandaríkjaher gerði í morgun stórsókn á Falluja í enn einni tilrauninni til að uppræta hryðjuverkahóp Al-Zarqawis, sem er öfgahópurinn sem rændi Bigley og reyndar mörgum fleirum. 

Erlent
Fréttamynd

Ráðist á danska sendiráðið

Mótmælendur réðust á danska sendiráðið í Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun, brutu þar rúður og skvettu rauðri málningu á veggina til að mótmæla stuðningi dönsku ríkisstjórnarinnar við stríðið í Írak. Thomas Lehmann, sendifulltrúi í sendiráðinu, segir að hópur sem kallar sig Global Intifada hafi staðið fyrir aðgerðunum. Danir hafa sent hersveitir til Íraks.

Erlent
Fréttamynd

Ísland í hættu vegna listans?

Talið er líklegt að írakskir öfgahópar og mannræningjar viti að Ísland er á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu. Þessi listi er víða orðinn mikið viðkvæmnismál og hefur ríkisstjórn Kosta Ríka farið fram á að landið verði fjarlægt af honum. Þá hefur listinn verið tekinn af heimasíðu Hvíta hússins.

Innlent
Fréttamynd

Ekki vitað um afdrif Bigleys

Ekki er vitað hvort Bretinn Kenneth Bigley, sem hefur verið í haldi mannræningja í Írak, er lífs eða liðinn en mannræningjarnir hafa hótað að drepa hann. Öldruð móðir Bigleys bað honum griða í sjónvarpi í gærkvöldi og féll að því loknu saman. 

Erlent
Fréttamynd

Biðla til Blairs vegna gísls

Írakskir öfgamenn tóku bandarískan gísl af lífi í nótt og hóta að myrða tvo til viðbótar verði ekki orðið við kröfum þeirra. Ættingjar Kenneth Bigley, bresks gísls sem er í haldi mannanna, hafa þrábeðið Tony Blair, forsætisráðherra Breta, um að gera allt sem hann getur til að bjarga lífi Bigleys.

Erlent
Fréttamynd

Óskar eftir fundi um innrásina

Steingrímur J. Sigfússon, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í utanríkismálanefnd, hefur sent Sólveigu Pétursdóttur, formanni nefndarinnar, bréf þar sem óskað er eftir fundi í nefndinni við fyrsta hentugleika til að ræða stuðning Íslands við innrásina í Írak og aðdraganda hennar.

Erlent
Fréttamynd

Tveir bandarískir gíslar aflífaðir

Myndband sem sýnir þegar írakskir öfgamenn taka bandarískan gísl af lífi var í dag birt á Netinu. Mennirnir hótuðu í morgun að drepa tvo aðra gísla innan sólarhrings og létu verða af því að drepa annan þeirra rétt fyrir fréttir, samkvæmt arabísku sjónvarpsstöðinni Al Jazeera.

Erlent
Fréttamynd

Saddam vill búa í Svíþjóð

Saddam Hússein, fyrrverandi einræðisherra í Írak, sækir nú fast að fá að búa í Svíþjóð, Austurríki eða Sviss. Hann krefst þess að hann verði náðaður og fái að búa í útlegð í einhverju af þessum þremur löndum.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískur gísl afhöfðaður

Bandarískur gísl írakskra mannræningja var drepinn í nótt. Mannræningjarnir skáru af honum höfuðið og birtu myndband af því á síðu íslamskra öfgamanna. Þeir hótuðu jafnframt að gera slíkt hið sama við tvo aðra gísla sína, yrði ekki orðið við kröfum þeirra innan sólarhrings.

Erlent
Fréttamynd

Saddam biður vægðar

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, er þjakaður af þunglyndi og hefur beðið íröksku bráðabirgðastjórnina vægðar. Þetta kemur fram í viðtali við forsætisráðherra Íraks sem birtist í arabísku dagblaði í dag.

Erlent
Fréttamynd

Dómgreindarskortur Bush

Ákvörðun George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, að ráðast inn í Írak ber vott um dómgreindarskort og getur leitt stríðs sem ekki sér fyrir endann á.

Erlent