Erlent

Afsakanir sagðar ófullnægjandi

Skiptar skoðanir eru meðal fulltrúa á þingi Verkamannaflokksins um hvort Tony Blair hafi gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi Íraksmálið í ræðu sem hann hélt á þinginu í fyrradag. Blair þótt hins vegar takast vel upp í ræðunni og var honum fagnaði með dynjandi lófataki að henni lokinni. Upplýst hefur verið að úr ræðunni hafi verið klippt setning á síðustu stundum, þar sem forsætisráðherrann baðst afsökunar á því að Íraksmálið hefði klofið bresku þjóðina. Fjölmiðlar á Bretlandi hafa gert töluvert úr þessu og sagt að Blair hafi ekki gengið nægilega langt. Einn þingfulltrúa orðaði það svo að Blair þyrfti að biðjast afsökunar á ansi mörgu. Annar sagði að afsakanir Blair hefðu verið nægilegar, "þetta er búið og gert," sagði þingfulltrúinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×