Erlent

Ráðist á danska sendiráðið

MYND/Reuters
Mótmælendur réðust á danska sendiráðið í Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun, brutu þar rúður og skvettu rauðri málningu á veggina til að mótmæla stuðningi dönsku ríkisstjórnarinnar við stríðið í Írak. Thomas Lehmann, sendifulltrúi í sendiráðinu, segir að hópur sem kallar sig Global Intifada hafi staðið fyrir aðgerðunum. Danir hafa sent hersveitir til Íraks. Myndin er frá Stokkhólmi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×