Slökkvilið

Fréttamynd

Maðurinn fannst og aðgerðir afturkallaðar

Mikill viðbúnaður var við Eiðisgranda vegna tilkynningar um að mann í sjónum á sjötta tímanum í dag. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs var kallað út en þeir afturkallaðir upp úr klukkan sex. Maðurinn hafði þá komið sér upp úr af sjálfsdáðum. 

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni í Grafarvogi

Sinubruni logar neðan við Húsahverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Ekki er um umfangsmikinn bruna að ræða og vel gengur að ná tökum á eldinum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Innlent
Fréttamynd

Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp

Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kom upp í bíl á Miklu­braut

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í bíl á Miklubraut, milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar skömmu fyrir klukkan níu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið í­trekað kallað út vegna vatns­leka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast síðasta sólarhringinn þegar vatnsveður gekk yfir borgina. Mikið var um vatnsleka og samtals voru dælubílar slökkviliðsins kallaðir tólf sinnum út til að sinna slíkum verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

Slökkviliðið á fullu vegna vatnselgs

Slökkviliðið hefur staðið í ströngu í dag vegna vatns sem safnast hefur saman á höfuðborgarsvæðinu. Varðstjóri segir brýnt að hreinsa frá niðurföllum en segir þó að fólki verði ekki alltaf um kennt.

Innlent
Fréttamynd

Verk­stæði í Grundar­firði brennur

Verkstæði við Sólvelli 5 í Grundarfirði stendur í ljósum logum og slökkvilið Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar berst nú við eldinn. Þrír slökkviliðsbílar voru kallaðir út til að berjast við eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Sá sem liggur undir grun laus úr haldi lögreglu

Karlmaður sem var handtekinn í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í húsi við Auðbrekku í Kópavogi í fyrrinótt er laus úr haldi. Húsið var ekki samþykkt íbúðahúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn vegna brunans í Auðbrekku

Einn hefur verið handtekinn í tengslum við eldsvoðann í íbúðarhúsnæði við Auðbrekku í Kópavogi í nótt, grunaður um íkveikju. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Eldsvoði í Auðbrekku

Mikill eldur kom upp í íbúðarhúsnæði að Auðbrekku fjögur í Kópavogi um klukkan þrjú í nótt. Fjórtán manns voru í húsnæðinu á tveimur hæðum og sluppu allir út. 

Innlent