Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2022 20:30 Þeir Sverrir Björn Björnsson varðstjóri Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og Halldór Óskarsson slökkviliðsmaður hjá sama embætti vara fólk við að hlaða rafhjól inni hjá sér. Sífellt fleiri eldsvoðar verða slíkra hjóla. Vísir/Egill Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. Altjón varð í bruna í Hafnarfirði í síðasta mánuði þegar kviknaði í rafmagnshlaupahjóli í íbúð og eldurinn náði að breiðast út á örskömmum tíma. Á Youtube er að finna myndbönd þar sem eftirlitsmyndavélar ná því þegar kviknar í rafmagnshjólum og rafhlaðan springur. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur að minnsta kosti farið í fjögur útköll síðasta mánuðinn eftir að kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjóli. Það er svipuð þróun og hefur verið annars staðar á Norðurlöndum. „Það hefur orðið aukning hjá okkur á tilfellum þar sem eldsvoðar verða eftir að það kviknar í rafmagnshlaupahjóli. Þegar það gerist er eldurinn oft fljótur að breiðast út. Þá erum líka að fara meira í útköll þar sem kviknar í þessum hjólum þar sem þau standa ein og sér, “ segir Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir einnig dæmi um eldsvoða eftir að það kviknaði í út frá rafmagnsreiðhjóli. „Þetta getur verið einhver bilun í hjólum eða fólk kannski ekki að hlaða þau á réttum stöðum. En við sjáum þessa fjölgun á brunum af völdum lítilla rafmagnsfarartækja,“ segir hann. Vara fólk við að hafa rafmagnsfarartæki inni hjá sér Þeir ráða fólki frá því að geyma og hlaða rafmagnsfarartæki inni í íbúðum. „Það getur orðið gríðarlegt tjón ef það kviknar í svona hjóli inni hjá fólki. Það er svo mikið afl í rafhlöðum þessara farartækja og ef þær springa getur allt nálægt brunnið á örskömmum tíma. Það getur því verið hættulegt að hafa þessi hjól inni, best er að hlaða þau úti,“ segir Halldór Óskarsson slökkviliðsmaður. Þeir benda líka á að slysum af völdum rafmagnshlaupahjóla fari fjölgandi. „Hraði fólks á þessum hjólum eykst sífellt og slysin verða þá alvarlegri. Við þurfum að læra betur að umgangast þessa nýju fararskjóta. Hvernig við ætlum að nota þá og hvar við getum hlaðið þá,“ segir Sverrir að lokum. Slökkvilið Slysavarnir Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. 8. júlí 2020 19:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Altjón varð í bruna í Hafnarfirði í síðasta mánuði þegar kviknaði í rafmagnshlaupahjóli í íbúð og eldurinn náði að breiðast út á örskömmum tíma. Á Youtube er að finna myndbönd þar sem eftirlitsmyndavélar ná því þegar kviknar í rafmagnshjólum og rafhlaðan springur. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur að minnsta kosti farið í fjögur útköll síðasta mánuðinn eftir að kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjóli. Það er svipuð þróun og hefur verið annars staðar á Norðurlöndum. „Það hefur orðið aukning hjá okkur á tilfellum þar sem eldsvoðar verða eftir að það kviknar í rafmagnshlaupahjóli. Þegar það gerist er eldurinn oft fljótur að breiðast út. Þá erum líka að fara meira í útköll þar sem kviknar í þessum hjólum þar sem þau standa ein og sér, “ segir Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir einnig dæmi um eldsvoða eftir að það kviknaði í út frá rafmagnsreiðhjóli. „Þetta getur verið einhver bilun í hjólum eða fólk kannski ekki að hlaða þau á réttum stöðum. En við sjáum þessa fjölgun á brunum af völdum lítilla rafmagnsfarartækja,“ segir hann. Vara fólk við að hafa rafmagnsfarartæki inni hjá sér Þeir ráða fólki frá því að geyma og hlaða rafmagnsfarartæki inni í íbúðum. „Það getur orðið gríðarlegt tjón ef það kviknar í svona hjóli inni hjá fólki. Það er svo mikið afl í rafhlöðum þessara farartækja og ef þær springa getur allt nálægt brunnið á örskömmum tíma. Það getur því verið hættulegt að hafa þessi hjól inni, best er að hlaða þau úti,“ segir Halldór Óskarsson slökkviliðsmaður. Þeir benda líka á að slysum af völdum rafmagnshlaupahjóla fari fjölgandi. „Hraði fólks á þessum hjólum eykst sífellt og slysin verða þá alvarlegri. Við þurfum að læra betur að umgangast þessa nýju fararskjóta. Hvernig við ætlum að nota þá og hvar við getum hlaðið þá,“ segir Sverrir að lokum.
Slökkvilið Slysavarnir Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. 8. júlí 2020 19:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14
Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00
Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05
Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. 8. júlí 2020 19:30