Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Hvaðan koma vextirnir?

Samkvæmt tölum Samtaka fjármálafyrirtækja var hagnaður bankanna á rúmlega 10 ára tímabili um 650 milljarðar, að meðaltali 60 milljarðar á ári. Til samanburðar má nefna að hagnaður í sjávarútvegi var 444 milljarðar á tímabilinu 2009- 2017 eða um 55 milljarðar á ári eða nokkuð minna en bankarnir sem högnuðust á sama tíma um 572 milljarða.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er besta á­vöxtunin í dag?

„Hvar er best fyrir fólk að geyma peningana sína í dag? Með öðrum orðum, hvað hefur hækkað mest undanfarna tólf mánuði?“ Þetta er fyrirspurn sem mér barst fyrir nokkru og ekki í fyrsta sinn sem ég heyri rætt um ávöxtun með þessum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei verið auð­veldara að kaupa hús­næði

Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfsmaður Landsbankans slasaðist í skjálftanum

Starfsmaður Landsbankans sem var við störf í höfuðstöðvum bankans í miðbæ Reykjavíkur varð fyrir því óláni í skjálftahrinunni í morgun að fá loftplötu í höfuðið. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

„Glannaleg umræða“ um eigið fé bankanna

Umræða um eigið fé bankanna er á köflum mjög glannaleg að mati Gylfa Magnússonar hagfræðiprófessors. Þá telur hann vert að spyrja að því hvort rétt sé að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka þegar tortryggni ríkir gagnvart því í samfélaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mest traust til Land­helgis­gæslunnar en minnst til borgar­stjórnar

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Stefnt á skráningu Síldarvinnslunnar í Kauphöllina

Forsvarsmenn Síldarvinnslunnar í Neskaupstað tilkynntu fyrir fáeinum dögum þá ákvörðun sína að hefja skráningu félagsins í Kauphöll. Gangi allur undirbúningur eftir er stefnt að skráningu á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefja sölu­með­ferð á hlutum í Ís­lands­banka

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á ríkið að eiga banka eða selja banka ?

Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Taldi hugmyndina fráleita en hitti svo Jón Ásgeir

Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur.

Innlent
Fréttamynd

Það versta lík­lega af­staðið og út­lit fyrir bjartari tíma

Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjár­festa í vand­ræðum með peningana sína“

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óumdeilt að stefna að dreifðu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum til framtíðar. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði séu of mikil og ástandið eins og það er núna sé óheilbrigt. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar segir ekkert ákall vera frá almenningi um söluferli og vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta“ í peningavandræðum. 

Viðskipti innlent