Rapyd kaupir Valitor á tólf milljarða Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 15:41 Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd. Rapyd Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd hefur samið við Arion Banka um kaup á Valitor hf. Kaupverðið er hundrað milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarðar króna. Valitor er vel þekkt greiðsluþjónustufyrirtæki og hefur verið leiðandi í færsluhirðingu, bæði í netgreiðslum og posaviðskiptum, sem og kortaútgáfu í Evrópu. Félagið býður upp á greiðslulausnir til söluaðila á Íslandi, Bretlandi og Írlandi og um alla Evrópu. Kaupin á Valitor munu auka vöruframboð Rapyd í Evrópu. Viðskiptavinir Valitor munu ekki verða fyrir neinni röskun á þjónustu vegna kaupanna og eiga brátt að hafa aðgang að greiðsluleiðum og fjártækniþjónustu Rapyd sem ætlar að vinna náið með íslenskum viðskiptavinum í því skyni að greiða þeim leið að næstu kynslóð greiðslulausna og gera þeim þannig kleift að auka viðskipti sín erlendis. Í tilkynningu frá Arion banka segir að áhrif viðskiptanna á fjárhag Arion banka verði jákvæð enda geri bankinn ráð fyrir að færa til tekna rúmlega 3,5 milljarða eftir skatta, sem er munur á söluverði og bókfærðu virði félagsins að frádregnum sölukostnaði. Þá áætlar bankinn að umfram eigið fé hækki um átta til ellefu milljarða króna. Ísland verði miðstöð greiðslumiðlunar í Evrópu Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd segir eftirfarandi um kaupin: „Ísland hefur í lengri tíma verið í forgrunni hvað varðar notkun á rafrænum greiðslumiðlum og nýsköpun, en hér er mikið af hæfileikaríku fólki og þróaður greiðslumarkaður. Við hyggjumst halda áfram að byggja upp starfsemi hér og halda áfram að fjárfesta á Íslandi. Við erum að gera Ísland að miðstöð greiðslumiðlunarsamstæðunnar fyrir Evrópu og stefnum á að verða einn stærsti alþjóðlegi vinnuveitandi landsins“ „Það hefur verið markmið okkar um nokkurt skeið að finna Valitor nýja eigendur sem henta félaginu vel og teljum við að það hafi tekist með þessum samningum. Rapyd er í fararbroddi þegar kemur að nýjungum og nýsköpun á sviði greiðslumiðlunar og passa félögin einstaklega vel saman og bæta í raun hvort annað upp. Ég þakka starfsfólki Valitor fyrir frábært samstarf á undanförnum árum og óska þeim velfarnaðar á þeirri spennandi vegferð sem framundan er, nú sem hluti af Rapyd samstæðunni,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Íslenskir bankar Greiðslumiðlun Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Valitor er vel þekkt greiðsluþjónustufyrirtæki og hefur verið leiðandi í færsluhirðingu, bæði í netgreiðslum og posaviðskiptum, sem og kortaútgáfu í Evrópu. Félagið býður upp á greiðslulausnir til söluaðila á Íslandi, Bretlandi og Írlandi og um alla Evrópu. Kaupin á Valitor munu auka vöruframboð Rapyd í Evrópu. Viðskiptavinir Valitor munu ekki verða fyrir neinni röskun á þjónustu vegna kaupanna og eiga brátt að hafa aðgang að greiðsluleiðum og fjártækniþjónustu Rapyd sem ætlar að vinna náið með íslenskum viðskiptavinum í því skyni að greiða þeim leið að næstu kynslóð greiðslulausna og gera þeim þannig kleift að auka viðskipti sín erlendis. Í tilkynningu frá Arion banka segir að áhrif viðskiptanna á fjárhag Arion banka verði jákvæð enda geri bankinn ráð fyrir að færa til tekna rúmlega 3,5 milljarða eftir skatta, sem er munur á söluverði og bókfærðu virði félagsins að frádregnum sölukostnaði. Þá áætlar bankinn að umfram eigið fé hækki um átta til ellefu milljarða króna. Ísland verði miðstöð greiðslumiðlunar í Evrópu Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd segir eftirfarandi um kaupin: „Ísland hefur í lengri tíma verið í forgrunni hvað varðar notkun á rafrænum greiðslumiðlum og nýsköpun, en hér er mikið af hæfileikaríku fólki og þróaður greiðslumarkaður. Við hyggjumst halda áfram að byggja upp starfsemi hér og halda áfram að fjárfesta á Íslandi. Við erum að gera Ísland að miðstöð greiðslumiðlunarsamstæðunnar fyrir Evrópu og stefnum á að verða einn stærsti alþjóðlegi vinnuveitandi landsins“ „Það hefur verið markmið okkar um nokkurt skeið að finna Valitor nýja eigendur sem henta félaginu vel og teljum við að það hafi tekist með þessum samningum. Rapyd er í fararbroddi þegar kemur að nýjungum og nýsköpun á sviði greiðslumiðlunar og passa félögin einstaklega vel saman og bæta í raun hvort annað upp. Ég þakka starfsfólki Valitor fyrir frábært samstarf á undanförnum árum og óska þeim velfarnaðar á þeirri spennandi vegferð sem framundan er, nú sem hluti af Rapyd samstæðunni,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Íslenskir bankar Greiðslumiðlun Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira