Viðskipti innlent

Seldu fyrir­tækið á 458 milljónir sex árum eftir stofnun

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kaup Kviku á Aur færa bankann nær markmiði sínu um ósýnileika.
Kaup Kviku á Aur færa bankann nær markmiði sínu um ósýnileika. vísir

Kvika, sam­einað fé­lag Kviku banka, TM og Lykils, hefur gengið frá kaupum á appinu Aur. Aur var stofnað árið 2015 sem ein­föld leið til að milli­færa peninga og hefur verið afar vin­sælt meðal ungs fólks.

Fyrir kaupin átti Nova hf. meiri­hluta hluta­fjár í Aur en aðrir hlut­hafar voru meðal annars Borgun hf., Social ehf. og Sverrir Hreiðars­son, fram­kvæmda­stjóri Aurs.

Kaupin gengu í gegn síðasta mars og er greint frá þeim í upp­gjöri Kviku banka fyrir fyrsta árs­fjórðung. Markaður Frétta­blaðsins greindi frá upp­gjörinu í dag.

Aur er með um 90 þúsund virka not­endur en appið var upp­runa­lega stofnað til að fara í sam­keppni við banka landsins. Ári síðar stofnaði Ís­lands­banki appið Kass, sem gegnir sama hlut­verki og Aur en það hefur ekki náð eins miklum vin­sældum.

Í sam­tali við Markaðinn sagði Marinó Örn Tryggva­son, for­stjóri Kviku, að kaupin á Aur væru hluti af þeirri veg­ferð að gera bankann „ó­sýni­legan“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×