Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Ekki vöruð við þúsund króna gjaldi fyrir hrað­banka­út­tekt

Þúsund króna út­tektar­gjald er lagt á við­skipta­vini bankanna þegar þeir taka út fjár­hæðir á kredit­kortum sínum. Við­skipta­vinir eru ekki varaðir við fyrir fram og furðar við­skipta­vinur Lands­bankans sig á því. Lands­bankinn segir að ó­mögu­legt að birta ná­kvæman kostnað við út­tektir með kredit­kortum þar sem gjald­skrár banka séu mis­jafnar. Engin við­vörun er heldur gefin í hrað­bönkum Ís­lands­banka og Arion banka.

Neytendur
Fréttamynd

Íbúðamarkaður í hávaxtaumhverfi

Það fór ekki framhjá neinum að íbúðaverð hækkaði mjög hratt á árunum 2020-2022 í kjölfar faraldursins. Á þessum þremur árum hækkaði verð á íbúðum um tæplega 50% á landinu öllu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er iðrun fjár­málaelítunnar?

Þegar styttist í kjarasamninga hafa fyrirtækjaeigendur og fjármálaelítan oft þóst verða öðruvísi en þau eru í raun og veru. En núna kveður við nýr tónn, grímulaus áróður dynur á okkur launafólki á sama tíma og spillingarfréttir eru fyrsta frétt allra fréttatíma.

Skoðun
Fréttamynd

Við­brögðin við Ís­lands­banka­sáttinni úr öllu hófi

Marinó Örn Tryggva­son, sem lét ný­lega af störfum sem for­stjóri Kviku banka, segir að sér þyki sam­fé­lagið hafa farið ó­sann­gjörnum höndum um stjórn­endur Ís­lands­banka í kjöl­far þess að sátt Fjár­mála­eftir­litsins við bankann var opin­beruð. Við­brögðin hafi verið úr öllu hófi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarnir geta gert betur fyrir fólkið í landinu

Í öllum þjóðfélögum er mikilvægt að allir standi neytendavaktina, ekki síst á verðbólgutímum. Nýverið var kynnt skýrsla um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem er afrakstur vinnu starfshóps sem ég skipaði til þess að skoða stöðu neytenda og samkeppnisaðstæður á innlendum bankamarkaði þar sem m.a. yrði litið til gagnsæi þóknana, vaxtakostnaðar, gjaldtöku og annarra kostnaðarliða sem neytendur bera.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju ættirðu að gefa bankanum peningana þína?

Nýlega leit dagsins ljós skýrsla starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi íslensku bankanna. Sú skýrsla er ágætis fyrsta skref í að beina kastljósinu að því kraðaki alls konar gjalda og þóknana sem bankarnir á Íslandi rukka fyrir hvers kyns viðvik, og hversu erfitt það er fyrir okkur almenning að átta okkur á því hversu dýr hversdagsleg bankaþjónusta í raun og veru er.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­bankinn hækkar vextina

Landsbankinn tilkynnti síðdegis í gær um hækkun á vöxtum hjá bankanum í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans og tekur ný vaxtatafla gildi í dag. Arion banki tilkynnti sömuleiðis um vaxtahækkanir í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

For­stjór­i Kvik­u mun ekki hafa frum­kvæð­i að sam­ein­ing­u við stór­an bank­a

Nýr bankastjóri Kviku hefur ekki hug á því að endurvekja samrunaviðræður við Íslandsbanka og telur að sameining við einn af stóru bönkunum myndi kalla á yfirtökuálag fyrir hluthafa Kviku miðað við núverandi markaðsgengi eigi það að vera raunhæfur kostur, segir hann í viðtali við Innherja. Bankinn mun í framhaldinu jafnframt ekki eiga frumkvæði að því að skoða viðræður við Arion eða VÍS en forstjóri Kviku segist vilja fara í öfluga samkeppni við stóru viðskiptabankanna.

Innherji
Fréttamynd

Nýr bankastjóri Kviku kaupir í félaginu fyrir 34 milljónir

Ármann Þorvaldsson, sem var ráðinn bankastjóri Kviku í síðustu viku, hefur keypt bréf í bankanum fyrir jafnvirði tæplega 34 milljónir króna. Hlutabréfaverð Kviku hefur verið undir þrýstingi til lækkunar um langt skeið og er niður um nærri 20 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Innherji
Fréttamynd

Fyrir­tækin sækja í verð­tryggð lán sam­hliða hækkandi vaxta­stigi

Útlánavöxtur til atvinnulífsins er núna í auknum mæli borinn uppi af verðtryggðum lánum samhliða hækkandi vaxtastigi en ásókn fyrirtækja í slík lán hefur ekki verið meiri um langt skeið. Eftir vísbendingar um að draga væri nokkuð úr nýjum útlánum til fyrirtækja jukust þau talsvert að nýju í liðnum mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Vaxta­á­lag á lánum banka til heimila og fyrir­tækja sjaldan verið lægra

Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Marinó hættir sem for­stjóri Kviku

Marinó Örn Tryggva­son hefur látið af störfum sem for­stjóri Kviku banka. Þetta kemur fram í til­kynningu til Kaup­hallarinnar. Þar segir að Ár­mann Þor­valds­son hafi verið ráðinn til starfa í stað Marinós og hefur hann þegar störf.

Viðskipti innlent