Creditinfo megi ekki fletta upp kennitölum sakfelldra Árni Sæberg skrifar 21. desember 2023 10:23 Persónuvernd lýst ekkert á frekari aðgang Creditinfo að dómsúrlausnum. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Dómstólasýslu ríkisins sé ekki heimilt að veita Creditinfo Lánstrausti hf. rýmri rétt til leitar að persónuupplýsingum í dómsúrlausnum en almenningi er veittur með útgáfu dómsúrlausna á vefsíðum dómstólanna. Fyrirtækið hafði óskað eftir því að fá aðgang að kennitölum þeirra sem hafa hlotið refsidóma fyrir auðgunarbrot. Þetta segir í áliti Persónuverndar. Í því segir að dómstólasýslunni hafi borist erindi frá Creditinfo Lánstrausti hf. þar sem fyrirtækið óskaði eftir rafrænum aðgangi að málaskrárkerfum Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna til söfnunar upplýsinga um refsiverða háttsemi manna, nánar tiltekið dómsúrlausnir þar sem sakfellt er fyrir auðgunarbrot. Í erindi Creditinfo Lánstrausts hf. til dómstólasýslunnar komi fram að fyrirtækið hyggist smíða lausn fyrir aðila, sem falla undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lausninni sé ætlað að veita tilkynningarskyldum aðilum heildstætt yfirlit yfir nýja og núverandi viðskiptavini sem geti aðstoðað við að meta hvort hætta sé á peningaþvætti eða fjármögnum hryðjuverka, í samræmi við lögin. Óskað hafi verið eftir því að hálfu Creditinfo Lánstrausts hf. að fyrirtækinu yrði veittur aðgangur að fullum kennitölum dómfelldra í dómsúrlausnum þar sem sakfellt er fyrir auðgunarbrot. Spurðu til öryggis Í ljósi framangreindrar beiðni Creditinfo hafi dómstólasýslan óskað álits Persónuverndar á því hvort lagagrundvöllur væri fyrir því að utanaðkomandi aðila yrði veittur rafrænn aðgangur að málaskrárkerfum Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna til söfnunar upplýsinga um refsiverða háttsemi. Álit Persónuverndar sé veitt með fyrirvara um hvort það heyrir undir valdsvið Persónuverndar að veita dómstólasýslunni álit á heimild til vinnslu persónuupplýsinga, með vísan til efnislegs gildissviðs laga um persónuvernd og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, og valdheimilda eftirlitsyfirvalda samkvæmt reglugerðinni. Þá afmarkist svar Persónuverndar við heimild dómstólasýslunnar til að veita aðgang að kennitölum dómfelldra í dómsúrlausnum þar sem sakfellt er fyrir auðgunarbrot. Ekki sé með svarinu þessu veitt álit á heimild Creditinfo til að safna og miðla upplýsingum um refsiverða háttsemi manna á grundvelli laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Nöfn sakfelldra dugi til Í svari Persónuverndar segir að fyrir liggi að dómsúrlausnir, þar sem sakfellt er fyrir auðgunarbrot, séu alla jafna birtar á vef dómstólanna og nafn hins dómfellda almennt birt en kennitölur jafnframt afmáðar. Dómsúrlausnir, þannig birtar, séu því aðgengilegar almenningi, þar á meðal Creditinfo. Í erindi dómstólasýslunnar segi að dómar sem varða auðgunarbrot séu meðal annars gefnir út í þeim tilgangi að koma upp um aðferðir sem, til dæmis, er beitt við peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka. Af lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, verði ekki ráðið að tilkynningaskyldir aðilar hafi efnislega aðrar eða ríkari heimildir en aðrir til aðgangs að upplýsingum. Þá verði ekki talið að tilgangur með birtingu dómsúrlausna, til dæmis þar sem sakfellt er fyrir auðgunarbrot, sé að gera einstaklingum eða lögaðilum kleift að kanna sakaferil dómfelldra og að unnt verði með einni aðgerð að kalla fram upplýsingar um allan refsiverðan verknað tiltekins einstaklings. Jafnframt verði að telja að slíkur aðgangur sé ekki nauðsynlegur tilkynningarskyldum aðilum til að framkvæma áhættumat á samningssamböndum og einstökum viðskiptum í samræmi við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti. Að framangreindu virtu sé það álit Persónuverndar að dómstólasýslunni sé ekki heimilt að veita Creditinfo Lánstrausti hf. rýmri rétt til leitar að persónuupplýsingum í dómsúrlausnum en almenningi er veittur með útgáfu dómsúrlausna á vefsíðum dómstólanna. Persónuvernd Dómstólar Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Krefjast rannsókna á gerð lánshæfismats Creditinfo Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á Persónuvernd að rannsaka ítarlega framkvæmd lánshæfismats Creditinfo og sérstaklega breytingar sem gerðar voru á dögunum. 4. desember 2023 08:53 Skilur reiði fólks en segir tölfræðina tala sínu máli „Það sem að gerðist 1. september var að það var gefin út ný reglugerð af dómsmálaráðuneytinu sem breytir reglunum um það hvernig lánshæfismat er búið til. Og þá er það lagt í hendurnar á fjárhagsupplýsingastofu, sem sagt á okkur, að meta það hvaða vanskilaupplýsingar á að nota. Og kaldur sannleikurinn er sá að ef að fólk hefur lent í því einhvern tímann að borga ekki skuldir sínar til baka, þá er það ólíklegra en aðrir til að borga þær í framtíðinni.“ 30. nóvember 2023 11:04 Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Þetta segir í áliti Persónuverndar. Í því segir að dómstólasýslunni hafi borist erindi frá Creditinfo Lánstrausti hf. þar sem fyrirtækið óskaði eftir rafrænum aðgangi að málaskrárkerfum Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna til söfnunar upplýsinga um refsiverða háttsemi manna, nánar tiltekið dómsúrlausnir þar sem sakfellt er fyrir auðgunarbrot. Í erindi Creditinfo Lánstrausts hf. til dómstólasýslunnar komi fram að fyrirtækið hyggist smíða lausn fyrir aðila, sem falla undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lausninni sé ætlað að veita tilkynningarskyldum aðilum heildstætt yfirlit yfir nýja og núverandi viðskiptavini sem geti aðstoðað við að meta hvort hætta sé á peningaþvætti eða fjármögnum hryðjuverka, í samræmi við lögin. Óskað hafi verið eftir því að hálfu Creditinfo Lánstrausts hf. að fyrirtækinu yrði veittur aðgangur að fullum kennitölum dómfelldra í dómsúrlausnum þar sem sakfellt er fyrir auðgunarbrot. Spurðu til öryggis Í ljósi framangreindrar beiðni Creditinfo hafi dómstólasýslan óskað álits Persónuverndar á því hvort lagagrundvöllur væri fyrir því að utanaðkomandi aðila yrði veittur rafrænn aðgangur að málaskrárkerfum Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna til söfnunar upplýsinga um refsiverða háttsemi. Álit Persónuverndar sé veitt með fyrirvara um hvort það heyrir undir valdsvið Persónuverndar að veita dómstólasýslunni álit á heimild til vinnslu persónuupplýsinga, með vísan til efnislegs gildissviðs laga um persónuvernd og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, og valdheimilda eftirlitsyfirvalda samkvæmt reglugerðinni. Þá afmarkist svar Persónuverndar við heimild dómstólasýslunnar til að veita aðgang að kennitölum dómfelldra í dómsúrlausnum þar sem sakfellt er fyrir auðgunarbrot. Ekki sé með svarinu þessu veitt álit á heimild Creditinfo til að safna og miðla upplýsingum um refsiverða háttsemi manna á grundvelli laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Nöfn sakfelldra dugi til Í svari Persónuverndar segir að fyrir liggi að dómsúrlausnir, þar sem sakfellt er fyrir auðgunarbrot, séu alla jafna birtar á vef dómstólanna og nafn hins dómfellda almennt birt en kennitölur jafnframt afmáðar. Dómsúrlausnir, þannig birtar, séu því aðgengilegar almenningi, þar á meðal Creditinfo. Í erindi dómstólasýslunnar segi að dómar sem varða auðgunarbrot séu meðal annars gefnir út í þeim tilgangi að koma upp um aðferðir sem, til dæmis, er beitt við peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka. Af lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, verði ekki ráðið að tilkynningaskyldir aðilar hafi efnislega aðrar eða ríkari heimildir en aðrir til aðgangs að upplýsingum. Þá verði ekki talið að tilgangur með birtingu dómsúrlausna, til dæmis þar sem sakfellt er fyrir auðgunarbrot, sé að gera einstaklingum eða lögaðilum kleift að kanna sakaferil dómfelldra og að unnt verði með einni aðgerð að kalla fram upplýsingar um allan refsiverðan verknað tiltekins einstaklings. Jafnframt verði að telja að slíkur aðgangur sé ekki nauðsynlegur tilkynningarskyldum aðilum til að framkvæma áhættumat á samningssamböndum og einstökum viðskiptum í samræmi við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti. Að framangreindu virtu sé það álit Persónuverndar að dómstólasýslunni sé ekki heimilt að veita Creditinfo Lánstrausti hf. rýmri rétt til leitar að persónuupplýsingum í dómsúrlausnum en almenningi er veittur með útgáfu dómsúrlausna á vefsíðum dómstólanna.
Persónuvernd Dómstólar Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Krefjast rannsókna á gerð lánshæfismats Creditinfo Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á Persónuvernd að rannsaka ítarlega framkvæmd lánshæfismats Creditinfo og sérstaklega breytingar sem gerðar voru á dögunum. 4. desember 2023 08:53 Skilur reiði fólks en segir tölfræðina tala sínu máli „Það sem að gerðist 1. september var að það var gefin út ný reglugerð af dómsmálaráðuneytinu sem breytir reglunum um það hvernig lánshæfismat er búið til. Og þá er það lagt í hendurnar á fjárhagsupplýsingastofu, sem sagt á okkur, að meta það hvaða vanskilaupplýsingar á að nota. Og kaldur sannleikurinn er sá að ef að fólk hefur lent í því einhvern tímann að borga ekki skuldir sínar til baka, þá er það ólíklegra en aðrir til að borga þær í framtíðinni.“ 30. nóvember 2023 11:04 Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Krefjast rannsókna á gerð lánshæfismats Creditinfo Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á Persónuvernd að rannsaka ítarlega framkvæmd lánshæfismats Creditinfo og sérstaklega breytingar sem gerðar voru á dögunum. 4. desember 2023 08:53
Skilur reiði fólks en segir tölfræðina tala sínu máli „Það sem að gerðist 1. september var að það var gefin út ný reglugerð af dómsmálaráðuneytinu sem breytir reglunum um það hvernig lánshæfismat er búið til. Og þá er það lagt í hendurnar á fjárhagsupplýsingastofu, sem sagt á okkur, að meta það hvaða vanskilaupplýsingar á að nota. Og kaldur sannleikurinn er sá að ef að fólk hefur lent í því einhvern tímann að borga ekki skuldir sínar til baka, þá er það ólíklegra en aðrir til að borga þær í framtíðinni.“ 30. nóvember 2023 11:04
Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48