Rússland

Fréttamynd

Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal

Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni.

Erlent
Fréttamynd

Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni.

Erlent
Fréttamynd

Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi

Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla

Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur.

Erlent
Fréttamynd

Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V.

Erlent
Fréttamynd

Reykur í Alþjóðlegu geimstöðinni

Viðvörunarkerfi í rússneska hluta Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu fór í gang þegar reykur greindist um borð. Geimfarar eru sagðir hafa ýmist séð reyk eða fundið lykt af brenndu plasti.

Erlent
Fréttamynd

Bjóða fram tvo eins Borisa til að stela at­kvæðum frá þeim rétta

Boris Vis­hn­ev­sky, rúss­neskur fram­bjóðandi stjórnar­and­stöðu­flokks, sakar stjórnina um kosninga­svindl í komandi borgar­stjórnar­kosningum í Péturs­borg. Þegar listi yfir fram­bjóð­endur var birtur síðasta sunnu­dag mátti finna á honum tvo aðra sem báru sama nafn og Vis­hn­ev­sky og voru skugga­lega líkir honum.

Erlent
Fréttamynd

Fundu lík þúsunda fórnarlamba Stalíns í Úkraínu

Líkamsleifar allt frá fimm til átta þúsund manns fundust í 29 fjölgagröfum á framkvæmdasvæði í borginni Odessu í sunnanverðri Úkraínu. Talið er að fólkið hafi verið fórnarlömb sovésku leynilögreglunnar í tíð alræðisherrans Jósefs Stalín.

Erlent
Fréttamynd

Merkel og Pútin funda í Moskvu

Angela Merkel kanslari Þýskaland fer til fundar við Vladimir Pútin Rússlandsforseta í dag. Samskipti ríkjanna eru við frostmark og versnuðu mikið vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstöðuleiðtoganum Alexei Navalny og afskipta Rússa af málefnum Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku

Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar.

Erlent
Fréttamynd

Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði

Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum.

Erlent
Fréttamynd

Átta taldir af í þyrluslysi á Kamtjatkaskaga

Óttast er að átta manns hafi farist þegar þyrla með ferðamenn um borð hrapaði í stöðuvatn á náttúruverndarsvæði á Kamtjatkaskaga austast í Rússlandi í dag. Átta aðrir sem voru um borð náðu að bjarga sér út úr flakinu.

Erlent
Fréttamynd

Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks

Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

Stærstu gróðureldar á jörðinni loga í Síberíu

Gróðureldar sem nú loga á þúsundum ferkílómetra lands í Síberíu eru stærri en allir aðrir gróðureldar sem loga á jörðinni. Rússnesk yfirvöld berjast nú við fleiri en 190 skógarelda en tugir annarra elda fá að loga óáreittir fjarri mannabyggð.

Erlent