Enski boltinn

Instagram eyddi færslu Zinchenko um Putin

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Oleksandr Zinchenko.
Oleksandr Zinchenko. Getty/Stanislav Vedmid

Stríð geisar nú í Úkraínu þar sem rússneski herinn hefur ráðist inn í suðri, austri og norðri.

Úkraínumenn eiga fjölmarga íþróttamenn í fremstu röð sem iðka sína íþrótt utan heimalandsins. Einn þeirra er knattspyrnumaðurinn Oleksandr Zinchenko, sem leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City og hefur borið fyrirliðaband úkraínska landsliðsins að undanförnu.

Hann hefur birt átakanleg myndbönd úr heimalandi sínu á Instagram reikningi sínum í dag og vandar Vladimir Putin, Rússlandsforseta, ekki kveðjurnar eins og sjá má hér að neðan.

Hann segir Instagram hafa eytt færslu sinni í dag.

Zinchenko, sem er 25 ár gamall, fór fyrir hópi mótmælenda sem mótmælti aðgerðum Rússa í miðborg Manchester í kvöld.

Hann er fæddur og uppalinn í Úkraínu og fór í gegnum unglingalið Shakhtar Donetsk en hefur einnig leikið í Rússlandi þar sem hann spilaði fyrir Ufa áður en hann var keyptur til Manchester City árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×