Ítalía

Fréttamynd

Kallar eftir myndun Evrópuhers

Antonio Tajani utanríkisráðherra Ítalíu kallar eftir því að Evrópusambandið myndi her til að sinna friðargæslu og afstýringu átaka. Þetta segir hann í viðtali við ítalska miðilinn La Stampa.

Erlent
Fréttamynd

Sex­tán leið­togar Gambino-fjölskyldunnar hand­teknir

Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum og á Ítalíu hafa handtekið sextán meinta leiðtoga Gambino-glæpafjölskyldunnar og samstarfsmenn þeirra. Einstaklingarnir eru grunaðir um svik, fjárkúganir og afskipti af vitnum, svo eitthvað sé nefnt.

Erlent
Fréttamynd

Stuðnings­maður PSG stunginn í Mílanó

Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna.

Fótbolti
Fréttamynd

Nota lífsýni til að bera kennsl á lík

Enn er ekki búið að bera kennsl á alla þá sem dóu þegar rúta fór fram af brú nærri Feneyjum á Ítalíu í gær. Minnst 21 lést en 39 ferðamenn voru um borð í rútunni. Líklega þarf að nota lífsýni til að bera kennsl á einhver líkanna, þar sem engin skilríki fundust á þeim.

Erlent
Fréttamynd

Sophia Loren vistuð á spítala

Ítalska leikkonan Sophia Loren var í dag send í aðgerð eftir að hafa fallið illa á heimili sínu í Sviss. Mun aðgerðin hafa gengið vel að sögn talsmanns hennar. 

Lífið
Fréttamynd

Draumkennt þriggja daga brúðkaup á Ítalíu

Dansarinn og fasteignasalinn, Tara Sif Birgisdóttir og Elfari Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingur, giftu sig í annað sinn, á Ítalíu 11. ágúst síðastliðinn í smábænum Ca­stel Gand­ol­fo. Veisluhöldin stóðu yfir í þrjá daga og var draumi líkast.

Lífið
Fréttamynd

Leggja fimm evru dag­gjald á ferða­menn

Búist er við að borgaryfirvöld í Feneyjum á Ítalíu muni samþykkja að leggja sérstakt fimm evru daggjald á ferðamenn sem sækja borgina heim í tilraun til að takmarka straum ferðamanna til borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Hyggjast selja að­­göngu­miða að Fen­eyjum

Frá og með næsta vori verður ferðamönnum sem ætla sér að eyða deginum í Feneyjum gert að borga fimm evrur fyrir aðgangsmiða að borginni. Gjaldið er tilraun borgaryfirvalda til þess að sporna gegn gríðarmikilli ferðamennsku í borginni yfir vor- og sumartímann.

Erlent
Fréttamynd

Blá­krabbinn ógnar af­komu þúsunda ein­stak­linga og fyrir­tækja

Blákrabbi ógnar nú afkomu þúsunda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa atvinnu sína og lífsviðurværi af skelfisk undan ströndum norður Ítalíu. Krabbinn sem á heimkynni við strendur norður- og suður Ameríku er sagður ógna stöðu Ítalíu sem eins helsta skelfiskframleiðanda heims og skaðinn sem hann er þegar talinn hafa valdið er sagður nema um 100 milljónum evra.

Erlent