Erlent

Ein helsta perla Ítalíu lokuð ferða­mönnum

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Horft til Capri-eyju frá Napólí-borg.
Horft til Capri-eyju frá Napólí-borg. Getty/Francesco Riccardo lacomino

Bæjarstjóri Capri-eyju á Ítalíu fyrirskipaði að ferðamönnum yrði meinaður aðgangur að eyjunni klukkan níu í morgun. Neyðarástand ríkir á eyjunni vegna skorts á vatni. 

Capri er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Ítalíu en hún er staðsett sunnan við Napólí. Miðasala í ferjuna sem flytur fólk frá Napólí til eyjunnar hefur verið stöðvuð en stærðarinnar raðir mynduðust í morgun við höfnina. 

Guardian greinir frá þessu. Paolo Falco, bæjarstjóri Capri, segir að án vatnsbirgða er ómögulegt að tryggja viðeigandi þjónustu fyrir þá þúsundir manna sem heimsækja eyjuna á degi hverjum.

Skortur á neysluvatni ríkir nú á eyjunni vegna bilunar í vatnskerfi á meginlandi Ítalíu sem flytur vatn til eyjunnar. Vatnsgeymar á svæðinu sjá íbúum fyrir vatni í bili. Unnið er að því að flytja vatn til eyjunnar með bátum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×