Sport

Skíðastjarna Ítalíu og kærasta hans létust í slysi í Ölpunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elisa Arlian og Jean Daniel Pession létust í skíðaslysi í Ölpunum.
Elisa Arlian og Jean Daniel Pession létust í skíðaslysi í Ölpunum.

Jean Daniel Pession, landsliðsmaður Ítalíu á skíðum, lést í gönguslysi í Ölpunum ásamt kærustu sinni, Elisa Arlain. Hann var 28 ára og hún 27 ára.

Ítalska skíðasambandið greindi frá þessum válegu tíðindum og vottaði ættingjum og vinum þeirra samúðarkveðjur.

Fjölskyldur Pessions og Arlains fóru að hafa áhyggjur þegar þau höfðu ekki skilað sér heim úr skíðaferð í Ölpunum. Hófst þá víðtæk leit sem lauk með því að þau fundust látin. Talið er að þau hafi fallið úr rúmlega sjö hundruð metra hæð en þá voru þau í göngu.

Pession var framarlega í hópi helstu skíðakappa Ítala og keppti meðal annars fyrir hönd þjóðar sinnar á HM fyrir tveimur árum. Hann komst hæst í 15. sæti heimslistans.

Arlain var skíðaleiðbeinandi auk þess að kenna í grunnskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×