Kína

Fréttamynd

Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum

Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað

Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund.

Erlent
Fréttamynd

Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump

Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta.

Erlent
Fréttamynd

Loftgæði í Beijing mjög hættuleg

Gríðarleg loftmengun er nú í kínversku höfuðborginni Beijing en öflugur sandstormur blæs yfir borgina og eykur enn á þá miklu mengun sem fyrir er venjulega í stórborginni.

Erlent
Fréttamynd

Heimsveldin og auðlindir Grænlands

Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu.

Erlent
Fréttamynd

Her­sveitir hörfa frá um­deildu stöðu­vatni

Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja.

Erlent
Fréttamynd

Segir Bandaríkin „snúin aftur“

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði gesti árlegrar öryggisráðstefnu í München í dag og sagðist ætla að senda skýr skilaboð. Þau væru á þá leið að Bandaríkin væru „snúin aftur“ og að Bandaríkin myndu bæta samskipti bandamanna þeirra hinum megin við Atlantshafið.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar

Ráðamenn í Kína hafa viðurkennt að fjórir hermenn ríkisins hafi dáið í átökum við indverska hermenn í Himalæjafjöllum í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar viðurkenna mannfall í mannskæðustu átökum ríkjanna í 45 ár.

Erlent
Fréttamynd

BBC bannað í Kína

Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína.

Erlent
Fréttamynd

Öngþveiti á sporbraut um Mars

Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Erlent
Fréttamynd

Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri

Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni

Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent.

Erlent