Rússi fékk loks lausn úr kínverskum sjónvarpsþætti Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 14:30 Vladislav Ívanóv hefur lengi kallað eftir því að áhorfendur hætti að greiða honum atkvæði. Þeir hlustuðu ekki. Rússneskur maður er loksins laus úr kínverskum raunveruleikasjónvarpsþætti eftir að hafa beðið um að fá að hætta í þrjá mánuði. Hinn 27 ára gamli Vladislav Ívanóv vann sem túlkur við þættina Produce Camp 2021 og var boðið að taka þátt í leitinni að mönnum í nýja strákahljómsveit. Ívanóv þáði boðið en sá fljótt eftir því, þar sem hann gat hvorki sungið né dansað. Hann segir forsvarsmenn þáttanna hafa boðið honum að taka þátt vegna útlits hans. Hann skrifaði þó undir samning og gat ekki hætt sjálfur. Því bað hann áhorfendur ítrekað um að greiða sér ekki atkvæði sín samhliða því að hann söng og dansaði í þáttunum af litlum áhuga. Hann hafði lýst tíma sínum í þættinum sem fangavist. „Ég vona að dómararnir styðji mig ekki. Þó aðrir vilji fá A í einkunn, vill ég fá F því það stendur fyrir frelsi,“ hefur South China Morning Post eftir Ívanóv. Hér má sjá það þegar Ívanóv, sem kallast Lelush í þáttunum, komst að því að hann hefði náð í úrslitin. Hann virtist ekki sáttur. Eftir að ljóst var að hann komst í úrslitin sagðist Ívanóv hræddur um að enda fastur í lífi sem hann vildi engan veginn. Kallaði hann enn eina ferðina eftir því að áhorfendur hættu að veita honum atkvæði sín. Beiðnir Ívanóv til áhorfenda voru hunsaðar lengi. Í þrjá mánuði var Ívanóv neyddur til að stíga á svið allt þar til í úrslitunum, sem voru nú um helgina. Þá loksins var hann rekinn heim af áhorfendum. Hér má sjá síðustu sviðsframkomu Ívanóv. Í þáttunum sem um ræðir var fjölda þátttakenda komið fyrir á eyju og símar þeirra teknir af þeim. Ef einhver vildi fara þyrfti sá að greiða háa sekt. Þátttakendurnir eru látnir keppa sín á milli um hylli áhorfenda en þættir sem þessir eru gífurlega vinsælir í Kína, samkvæmt frétt Guardian. Bíó og sjónvarp Tónlist Kína Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Ívanóv þáði boðið en sá fljótt eftir því, þar sem hann gat hvorki sungið né dansað. Hann segir forsvarsmenn þáttanna hafa boðið honum að taka þátt vegna útlits hans. Hann skrifaði þó undir samning og gat ekki hætt sjálfur. Því bað hann áhorfendur ítrekað um að greiða sér ekki atkvæði sín samhliða því að hann söng og dansaði í þáttunum af litlum áhuga. Hann hafði lýst tíma sínum í þættinum sem fangavist. „Ég vona að dómararnir styðji mig ekki. Þó aðrir vilji fá A í einkunn, vill ég fá F því það stendur fyrir frelsi,“ hefur South China Morning Post eftir Ívanóv. Hér má sjá það þegar Ívanóv, sem kallast Lelush í þáttunum, komst að því að hann hefði náð í úrslitin. Hann virtist ekki sáttur. Eftir að ljóst var að hann komst í úrslitin sagðist Ívanóv hræddur um að enda fastur í lífi sem hann vildi engan veginn. Kallaði hann enn eina ferðina eftir því að áhorfendur hættu að veita honum atkvæði sín. Beiðnir Ívanóv til áhorfenda voru hunsaðar lengi. Í þrjá mánuði var Ívanóv neyddur til að stíga á svið allt þar til í úrslitunum, sem voru nú um helgina. Þá loksins var hann rekinn heim af áhorfendum. Hér má sjá síðustu sviðsframkomu Ívanóv. Í þáttunum sem um ræðir var fjölda þátttakenda komið fyrir á eyju og símar þeirra teknir af þeim. Ef einhver vildi fara þyrfti sá að greiða háa sekt. Þátttakendurnir eru látnir keppa sín á milli um hylli áhorfenda en þættir sem þessir eru gífurlega vinsælir í Kína, samkvæmt frétt Guardian.
Bíó og sjónvarp Tónlist Kína Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein