Selunum sigað á Kína og Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2021 15:07 Þjálfun Sela þykir gífurlega erfið. AP(Anthony Walker Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. Herdeildum verður fækkað um allt að þriðjung og þær stækkaðar. Þannig á að gera herdeildirnar afkastameiri og gera þeim kleift að takast á við sambærilegar herdeildir annarra ríkja. Breytingarnar eru liður í heildaráherslubreytingu herafla Bandaríkjanna sem snýr að því að draga úr áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og undirbúa heraflann betur fyrir möguleg átök við ríki eins og Kína og Rússland. Einnig stendur til að breyta inntökuskilyrðum í Selina með því markmiði að laða að betri leiðtoga vegna nokkurra hneykslismála sem snúa að stríðsglæpum, morðum, kynferðisbrotum og fíkniefnanotkun. Sjá einnig: Óttuðust hefndaraðgerðir eftir að þeir sökuðu yfirmann þeirra um stríðsglæpi Þetta segir aðmírállinn H. Wyman Howard þriðji í viðtali við AP fréttaveituna en hann stýrir Selunum. Viðurnefnið Selir má rekja til þess að formlegt nafn herdeildanna er United States Navy Sea, Air, and Land Teams. Það hefur verið skammstafað sem SEAL, sem þýðir selur á íslensku. Selirnir nutu gífurlegrar frægðar í kjölfar þess að meðlimir sveitanna fóru til Pakistan og felldu Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda, árið 2011. Leiðtogar í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna telja að stríðið gegn hryðjuverkum, sem staðið hefur yfir í tvo áratugi, hafi kostað herafla Bandaríkjanna mikið og Bandaríkin hafi misst forskot sitt gegn Kína og Rússlandi. Howard segir að selirnir hafi þó lært töluvert á síðustu áratugum og nú þurfi að finna leiðir til að nýta þá þekkingu í kappi við önnur ríki. Hann segir að geta Selanna til að gera tölvuárásir, beita drónum og öðrum leiðum til að öðlast upplýsingar og sigra óvini sína verði aukin. Þá stendur einnig til að aðlaga Selina aftur betur að starfi sjóhers Bandaríkjanna. Bandaríkin Kína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Herdeildum verður fækkað um allt að þriðjung og þær stækkaðar. Þannig á að gera herdeildirnar afkastameiri og gera þeim kleift að takast á við sambærilegar herdeildir annarra ríkja. Breytingarnar eru liður í heildaráherslubreytingu herafla Bandaríkjanna sem snýr að því að draga úr áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og undirbúa heraflann betur fyrir möguleg átök við ríki eins og Kína og Rússland. Einnig stendur til að breyta inntökuskilyrðum í Selina með því markmiði að laða að betri leiðtoga vegna nokkurra hneykslismála sem snúa að stríðsglæpum, morðum, kynferðisbrotum og fíkniefnanotkun. Sjá einnig: Óttuðust hefndaraðgerðir eftir að þeir sökuðu yfirmann þeirra um stríðsglæpi Þetta segir aðmírállinn H. Wyman Howard þriðji í viðtali við AP fréttaveituna en hann stýrir Selunum. Viðurnefnið Selir má rekja til þess að formlegt nafn herdeildanna er United States Navy Sea, Air, and Land Teams. Það hefur verið skammstafað sem SEAL, sem þýðir selur á íslensku. Selirnir nutu gífurlegrar frægðar í kjölfar þess að meðlimir sveitanna fóru til Pakistan og felldu Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda, árið 2011. Leiðtogar í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna telja að stríðið gegn hryðjuverkum, sem staðið hefur yfir í tvo áratugi, hafi kostað herafla Bandaríkjanna mikið og Bandaríkin hafi misst forskot sitt gegn Kína og Rússlandi. Howard segir að selirnir hafi þó lært töluvert á síðustu áratugum og nú þurfi að finna leiðir til að nýta þá þekkingu í kappi við önnur ríki. Hann segir að geta Selanna til að gera tölvuárásir, beita drónum og öðrum leiðum til að öðlast upplýsingar og sigra óvini sína verði aukin. Þá stendur einnig til að aðlaga Selina aftur betur að starfi sjóhers Bandaríkjanna.
Bandaríkin Kína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira