Hryðjuverk í London

Fréttamynd

Viðvaranir mannréttindahópa

Talsmenn mannréttinahópa í Bretlandi tóku í gær ekki vel í tilkynningu Blairs um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum. Shami Chakrabarti, framkvæmdastjóri mannréttindahópsins Liberty, sagði að ekki væri hægt að samþykkja hugmyndir Blairs um að senda fólk til ríkja þar sem það á hættu að verða pyntað.

Erlent
Fréttamynd

London vöktuð

Sex þúsund lögreglumenn, gráir fyrir járnum, vakta í dag öll helstu samgöngumannvirki London. Í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan meira en fimmtíu manns létust í árásum á borgina og tvær vikur síðan gerð var misheppnuð árás sem svipaði mjög til þeirrar fyrri.

Erlent
Fréttamynd

Allt með kyrrum kjörum í London

Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Lundúnum í morgun. Öryggisyfirvöld höfðu pata af því að hryðjuverkamenn hyggðu á árásir í dag en í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan yfir fimmtíu manns létust í árásum á borgina.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert gerðist í London

Taugatitringurinn var mikill á götum Lundúna í morgun þegar borgarbúar héldu til vinnu. Ástæðan var sú að öryggisyfirvöld óttuðust hryðjuverkaárásir, mánuði eftir að fimmtíu og tveir voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert gerðist en viðbúnaðurinn var gríðarlegur.

Erlent
Fréttamynd

Aukin öryggisgæsla skilar litlu

Stóraukin öryggisgæsla og hert eftirlit á Bretlandi virðist litlu skila: Fréttamaður SKY-fréttastöðvarinnar komst frá Lundúnum til Parísar óáreittur þótt hann hafi framvísað vegabréfi starfsfélaga síns allan tímann.

Erlent
Fréttamynd

Hryðjuverkaógnin yfirtekur allt

Rannsóknir á hryðjuverkum í Bretlandi og aðgerðir lögreglu til að fyrirbyggja frekari árásir valda því að Lundúnalögreglan á í vandræðum með að sinna öðrum málum. Þúsundir lögreglumanna eru á götum úti og þeim til viðbótar eru réttarmeinafræðingar, tæknimenn, skotvopnasérfræðingar og fjölmargir aðrir uppteknir við rannsóknir.

Erlent
Fréttamynd

Glæpir gegn múslimum aukast mikið

Glæpum gegn múslimum hefur fjölgað um hátt í 600% í Bretlandi síðan hryðjuverkin í London voru framin þann 7. júlí. Lögreglunni í Lundúnum hefur borist alls 269 tilkynningar um líkamsárásir en á sama tímabili í fyrra var tilkynnt um 40 slíka glæpi.

Erlent
Fréttamynd

Handtökur í London

Tveir menn til viðbótar hafa verið handteknir vegna árásanna á London sem misheppnuðust fyrir rúmri viku. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Varkárni og taugaveiklun í London

Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni.

Erlent
Fréttamynd

Vilja framsal Husmain frá Ítalíu

Ekkert lát er á aðgerðum lögreglunnar í London í kjölfar misheppnaðra árása á borgina fyrir tólf dögum. Tveir menn í viðbót voru handteknir í gærkvöldi. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar stórauka öryggisgæslu

Frakkar telja vænlegast að stórauka öryggisgæslu í kjölfarið hryðjuverkanna í London. Þeir ætla meðal annars að þrefalda fjölda myndavéla á alþjóðaflugvöllum við París og herða landamæraeftirlit.

Erlent
Fréttamynd

Ástandið að komast í samt lag

Orri Pétursson, sem býr í Lundúnum, segir að ástandið í borginni sé að komast í samt lag eftir hryðjuverkaárásirnar í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Íbúar Lundúna hræddir

Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sem býr í Lundúnum segir að panikástand ríki í borginni vegna hryðjuverkanna sem dunið hafa yfir.

Erlent
Fréttamynd

Lundúnalögreglan í viðbragðsstöðu

Skyttur og sérsveitarmenn í bresku lögreglunni eru á húsþökum og götum í Lundúnum í dag, tilbúnir að bregðast við nýrri hrinu hryðjuverkaárása. Breska lögreglan telur sig nú vita að þriðji hópur hryðjuverkamanna undirbýr sjálfsmorðsárásir á almenningsfarartæki í Lundúnum.

Erlent
Fréttamynd

Fúskarar að verki í London

Fúskarar voru að verki þegar misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum fyrir rúmri viku. Ítalska lögreglan segir engar vísbendingar um að maður í haldi hennar hafi nein tengsl við hryðjuverkasamtök af nokkru tagi.

Erlent
Fréttamynd

Óttast fleiri sprengjuárásir

Viðbúnaður lögreglunnar í Lundúnum er í hámarki vegna ótta um að þriðja hrina árása ríði yfir borgina á næstunni. Þúsundir lögreglumanna gæta lestarstöðva og strætisvagna en úthald lögregluþjóna fer þverrandi. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Íraksstríðið ástæðan

Stríðið í Írak var ástæða seinni bylgju hryðjuverka í Lundúnum en ekki trúarbrögð, segir Osman Hussain, sá tilræðismannanna sem handtekinn var í Róm á föstudag. Ítalskir fjölmiðlar hafa komist yfir skýrslu byggða á yfirheyrslum yfir honum.

Erlent
Fréttamynd

London: Tengsl við Sádi-Arabíu

Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu.

Erlent
Fréttamynd

Óttast árás á fimmtudag

Breska lögreglan óttast að hryðjuverkamenn hyggi á árásir á ný á fimmtudaginn kemur. Hátt setts al-Qaida manns er nú leitað á Bretlandi þar sem talið er að hann hafi safnað liði til árásanna undanfarið.

Erlent
Fréttamynd

Yfirheyrslur hófust í morgun

Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem mennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru fyrirhugaðar.

Erlent
Fréttamynd

Lundúnabúar taka fram reiðhjólin

Árásirnar í Lundúnum hafa margvíslegar afleiðingar. Meðal þess sem breyst hefur eru ferðavenjur borgarbúa. Hryðjuverkin hafa sett töluverðan skrekk í marga Lundúnabúa og sumir eru lítt hrifnir af því að nota almenningssamgöngur í kjölfarið. Hjól eru því orðin vinsælli ferðakostur en áður.

Erlent
Fréttamynd

Húsleit á fimmtán stöðum á Ítalíu

Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær.

Erlent
Fréttamynd

Enn hætta á frekari árásum

Enn er talin hætta á frekari árásum í Lundúnum og að hrina standi yfir. Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í borginni fyrir rúmri viku.

Erlent
Fréttamynd

Víðtækustu aðgerðir í sögu London

Alls hafa nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna misheppnuðu í London í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í borginni. Fjórmenningarnir sem gerðu árásirnar hafa allir verið handteknir.

Erlent
Fréttamynd

London: Allir fjórir handteknir

Breska lögreglan hefur greinilega blásið til meiriháttar sóknar gegn hryðjuverkamönnum í dag og er nú, með aðstoð lögreglunnar á Ítalíu, búin að handtaka alla þá fjóra sem lýst var eftir vegna sprengjutilræðisins í Lundúnum hinn 21. júlí.

Erlent
Fréttamynd

Tveir handteknir í umsátrinu

Breska lögreglan hefur nú handtekið þrjá af fjórum mönnum sem lýst var eftir vegna misheppnaðra sprengjuárása í Lundúnum þann 21. júlí. Tveir þeirra voru handteknir í dag eftir vopnað umsátur lögreglunnar um hús í vesturhluta borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Londonárásir: Einn til handtekinn

Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem talinn er hafa átt þátt í sprengjuárásunum í Bretlandi sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Maðurinn er breskur ríkisborgari en af indversku bergi brotinn. Hann verður væntanlega framseldur til Bretlands.

Erlent
Fréttamynd

Talinn hafa skipulagt árásirnar

Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar.

Erlent
Fréttamynd

Svæði girt af í London

Vopnaðir lögreglumenn hafa girt af svæði í vesturhluta London og sent vegfarendur burt. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna svæðinu hefur verið lokað en fréttir hafa borist af nokkrum litlum sprengjuárásum á svæðinu og vitni segjast hafa heyrt skothvelli.

Erlent
Fréttamynd

Enn fleiri handtökur í Bretlandi

Breska lögreglan fann sextán sprengjur í skotti bíls sem einn af mönnunum sem gerðu hryðjuverkaárás á London hafði á leigu. Þykir þetta sýna svo ekki verði um villst að árásirnar á London sjöunda júlí hafi bara átt að vera byrjunin á mun fleiri árásum.

Erlent